Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2025 14:32 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði á grálegan hátt á móti Belgum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins en sóknin fraus í lokin og sigurinn rann frá strákunum. Eftir svekkjandi tap á móti Ísrael í fyrsta leik voru strákarnir staðráðnir í að landa fyrsta sigri Íslands í úrslitakeppni EM. Þeir voru líka svo svakalega nálægt því enda leiddi íslenska liðið í næstum því 32 af mínútunum fjörutíu. Íslenska liðið var sjö stigum yfir þegar Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum í körfuna þegar fimm mínútur voru eftir. Þá fór allt í baklás. Belgarnir unnu síðustu fimm mínútur leiksins. 12-2 og tryggðu sér sigurinn. Það voru margt mjög jákvætt í leik íslenska liðsins en það voru þessi litlu smáatriði sem féllu ekki með íslenska liðinu. Tryggvi Snær hefur átt tvo mjög góða leiki á mótinu og Martin Hermannsson kom sterkur til baka eftir vonbrigðin í fyrsta leiknum. Það voru hins vegar þessar örlagaríku lokamínútur sem eyðilögðu daginn fyrir íslenska liðið. Liðið vantað alvöru töffara til að klára dæmið í sókninni því það voru næg tækifæri til að skora körfu sem íslenska liðið vantaði svo svakalega þegar ekkert gekk. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Elvar Már Friðriksson fékk slæmt högg í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Elvar Már Friðriksson, bakvörður 313 stig á 31:41 mínútu (PlúsMínus: -8 Framlag: 6) Mótorinn í sóknarleik íslenska liðsins. Alltaf að ráðast á vörnina og reyna að koma einhverju í gang. Fékk slæmt högg í fyrri hálfleik sem háði honum aðeins en hann harkaði af sér. Kvartaði mikið í dómurunum enda var hann að fá lítið. Sýndi ítrekað áræðni sína og útsjónarsemi en meiðslin háðu honum augljóslega í lokin þegar við þurftum eitthvað gott á sóknarhelmingnum. Hitti ekki vel í þessum leik. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 22 stig á 13:55 mínútum (PlúsMínus: -14 Framlag: 0) Hent óvænt inn í byrjunarliðið. Byrjaði leikinn á því að keyra á körfuna og skora laglega körfu. Hitti ekki vel eftir það en sýndi að hann þorir að taka af skarið. Dýrmæt reynsla fyrir strákinn og hann hefur stimplað sig inn í liðið. Martin Hermannsson, bakvörður 312 stig og 8 stoðsendingar á 29:23 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 14) Núna þekkjum við hann. Heppnin var kannski ekki alveg með honum í liði en hugarfarið frábært. Bjó mikið til fyrir sig og aðra í liðinu. Byrjaði grimmur en kannski of grimmur því hann var kominn með tvær villur eftir aðeins tæpar tvær mínútur. Fékk á sig afar svekkjandi ruðningsdóm á úrslitastund þegar hans tími átti að vera runninn upp. Kristinn Pálsson, framherji 36 stig og 8 fráköst á 30:23 mínútum (PlúsMínus: -15 Framlag: 8) Staðráðinn að grípa tækifærið þegar hann kom inn í byrjunarliðið. Ekkert fallegra og mikilvægra fyrir liðið þegar hann smellir niður þristunum sínum. Lét vel finna sér í vörninni og tók oftast góðar og skynsamar ákvarðanir. Fórnaði sér fyrir málstaðinn og fékk að minnsta kosti þrjú kjaftshögg í leiknum. Frákastaði lengstum vel en hitti ekki vel í seinni hálfleik. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 520 stig, 10 fráköst og 5 varin á 39:02 mínútum (PlúsMínus: -2 Framlag: 32) Aftur besti maður íslenska liðsins. Átti margar troðslur, fullt af fráköstum og varði líka fimm skot frá Belgunum. Endaði með yfir þrjátíu í framlagi. Byrjaði leikinn á troðslu og gaf tóninn. Átti frábæran leik og réði ríkjum undir körfunni. Belgarnir skoruðu aðeins tíu stig inn í teig í fyrri hálfleik sem segir sína sögu. Belgarnir reyndu allan leikinn að finna lausnir á því að spila á móti Tryggva. Það gekk betur í lokin en þar kom líka inn í að Tryggvi fékk ekki mikla hvíld í þessum leik. Jón Axel Guðmundsson í vörninni í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 31 stig á 17:15 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 2) Kom inn í vígahug i vörnina og lét Belgana ekki í friði með kappi sínu og festu. Gerir auðvitað ekki mikið sóknarlega en færir orkustigið alltaf upp á næsta stig. Jón Axel Guðmundsson, framherji 47 stig á 24:05 mínútum (PlúsMínus: +10 Framlag: 10) Missti sætið í byrjunarliðinu en kom inn og skilaði mikilvægum mínum í hlutverki fjarkans í vörninni. Það gekk mikið upp á hjá honum sóknarlega framan af en mikilvægið í varnarleiknum sést vel á því að íslenska liðið var plús með hann inn á gólfinu. Skoraði mikilvægan þrist þegar lítið gekk í þriðja leikhluta og það kveikti líka heldur betur á sóknarmanninum Jóni. Kári Jónsson, bakvörður 32 stig á 2:14 mínútum (PlúsMínus: +2 Framlag:3) Kom óvænt inn strax í fyrsta leikhluta vegna villuvandræða Martins og var algjörlega óhræddur þegar hann skoraði góða körfu.Styrmir Snær Þrastarson, framherji 21 stig á 11:40 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 1) Var svolítið ragur og óákveðinn í sóknarleiknum en fær mínútur af því að hann spilar hörkuvörn og er oftast skynsamur í sókn. Craig Pedersen, þjálfari 3 Leikurinn var vel upp lagður og allt gekk vel upp í 35 mínútur. Það var allt til alls til að klára fyrsta sigur Íslands á EM og svekkelsið er því afar mikið. Spurningin er hvar sökin lá í lokin þegar allt fór í baklás. Sóknarleikurinn fraus, Belgunum tókst að loka á Tryggva og bakverðirnir höfðu ekki burði til að búa eitthvað til þegar allt var undir. Það voru tekin leikhlé en þessi eina eða tvær körfur sem liðið þurfti svo mikið á að halda á lokasprettinum litu aldrei dagsins ljóst. Nú þarf að grafa djúpt og byggja upp liðið fyrir leik strax annað kvöld. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Eftir svekkjandi tap á móti Ísrael í fyrsta leik voru strákarnir staðráðnir í að landa fyrsta sigri Íslands í úrslitakeppni EM. Þeir voru líka svo svakalega nálægt því enda leiddi íslenska liðið í næstum því 32 af mínútunum fjörutíu. Íslenska liðið var sjö stigum yfir þegar Tryggvi Snær Hlinason tróð boltanum í körfuna þegar fimm mínútur voru eftir. Þá fór allt í baklás. Belgarnir unnu síðustu fimm mínútur leiksins. 12-2 og tryggðu sér sigurinn. Það voru margt mjög jákvætt í leik íslenska liðsins en það voru þessi litlu smáatriði sem féllu ekki með íslenska liðinu. Tryggvi Snær hefur átt tvo mjög góða leiki á mótinu og Martin Hermannsson kom sterkur til baka eftir vonbrigðin í fyrsta leiknum. Það voru hins vegar þessar örlagaríku lokamínútur sem eyðilögðu daginn fyrir íslenska liðið. Liðið vantað alvöru töffara til að klára dæmið í sókninni því það voru næg tækifæri til að skora körfu sem íslenska liðið vantaði svo svakalega þegar ekkert gekk. Frammistöðumat íslensku leikmannanna í leiknum Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur Elvar Már Friðriksson fékk slæmt högg í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Byrjunarliðið: Elvar Már Friðriksson, bakvörður 313 stig á 31:41 mínútu (PlúsMínus: -8 Framlag: 6) Mótorinn í sóknarleik íslenska liðsins. Alltaf að ráðast á vörnina og reyna að koma einhverju í gang. Fékk slæmt högg í fyrri hálfleik sem háði honum aðeins en hann harkaði af sér. Kvartaði mikið í dómurunum enda var hann að fá lítið. Sýndi ítrekað áræðni sína og útsjónarsemi en meiðslin háðu honum augljóslega í lokin þegar við þurftum eitthvað gott á sóknarhelmingnum. Hitti ekki vel í þessum leik. Hilmar Smári Henningsson, bakvörður 22 stig á 13:55 mínútum (PlúsMínus: -14 Framlag: 0) Hent óvænt inn í byrjunarliðið. Byrjaði leikinn á því að keyra á körfuna og skora laglega körfu. Hitti ekki vel eftir það en sýndi að hann þorir að taka af skarið. Dýrmæt reynsla fyrir strákinn og hann hefur stimplað sig inn í liðið. Martin Hermannsson, bakvörður 312 stig og 8 stoðsendingar á 29:23 mínútum (PlúsMínus: -8 Framlag: 14) Núna þekkjum við hann. Heppnin var kannski ekki alveg með honum í liði en hugarfarið frábært. Bjó mikið til fyrir sig og aðra í liðinu. Byrjaði grimmur en kannski of grimmur því hann var kominn með tvær villur eftir aðeins tæpar tvær mínútur. Fékk á sig afar svekkjandi ruðningsdóm á úrslitastund þegar hans tími átti að vera runninn upp. Kristinn Pálsson, framherji 36 stig og 8 fráköst á 30:23 mínútum (PlúsMínus: -15 Framlag: 8) Staðráðinn að grípa tækifærið þegar hann kom inn í byrjunarliðið. Ekkert fallegra og mikilvægra fyrir liðið þegar hann smellir niður þristunum sínum. Lét vel finna sér í vörninni og tók oftast góðar og skynsamar ákvarðanir. Fórnaði sér fyrir málstaðinn og fékk að minnsta kosti þrjú kjaftshögg í leiknum. Frákastaði lengstum vel en hitti ekki vel í seinni hálfleik. Tryggvi Snær Hlinason, miðherji 520 stig, 10 fráköst og 5 varin á 39:02 mínútum (PlúsMínus: -2 Framlag: 32) Aftur besti maður íslenska liðsins. Átti margar troðslur, fullt af fráköstum og varði líka fimm skot frá Belgunum. Endaði með yfir þrjátíu í framlagi. Byrjaði leikinn á troðslu og gaf tóninn. Átti frábæran leik og réði ríkjum undir körfunni. Belgarnir skoruðu aðeins tíu stig inn í teig í fyrri hálfleik sem segir sína sögu. Belgarnir reyndu allan leikinn að finna lausnir á því að spila á móti Tryggva. Það gekk betur í lokin en þar kom líka inn í að Tryggvi fékk ekki mikla hvíld í þessum leik. Jón Axel Guðmundsson í vörninni í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Komu inn af bekknum Ægir Þór Steinarsson, bakvörður 31 stig á 17:15 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 2) Kom inn í vígahug i vörnina og lét Belgana ekki í friði með kappi sínu og festu. Gerir auðvitað ekki mikið sóknarlega en færir orkustigið alltaf upp á næsta stig. Jón Axel Guðmundsson, framherji 47 stig á 24:05 mínútum (PlúsMínus: +10 Framlag: 10) Missti sætið í byrjunarliðinu en kom inn og skilaði mikilvægum mínum í hlutverki fjarkans í vörninni. Það gekk mikið upp á hjá honum sóknarlega framan af en mikilvægið í varnarleiknum sést vel á því að íslenska liðið var plús með hann inn á gólfinu. Skoraði mikilvægan þrist þegar lítið gekk í þriðja leikhluta og það kveikti líka heldur betur á sóknarmanninum Jóni. Kári Jónsson, bakvörður 32 stig á 2:14 mínútum (PlúsMínus: +2 Framlag:3) Kom óvænt inn strax í fyrsta leikhluta vegna villuvandræða Martins og var algjörlega óhræddur þegar hann skoraði góða körfu.Styrmir Snær Þrastarson, framherji 21 stig á 11:40 mínútum (PlúsMínus: 0 Framlag: 1) Var svolítið ragur og óákveðinn í sóknarleiknum en fær mínútur af því að hann spilar hörkuvörn og er oftast skynsamur í sókn. Craig Pedersen, þjálfari 3 Leikurinn var vel upp lagður og allt gekk vel upp í 35 mínútur. Það var allt til alls til að klára fyrsta sigur Íslands á EM og svekkelsið er því afar mikið. Spurningin er hvar sökin lá í lokin þegar allt fór í baklás. Sóknarleikurinn fraus, Belgunum tókst að loka á Tryggva og bakverðirnir höfðu ekki burði til að búa eitthvað til þegar allt var undir. Það voru tekin leikhlé en þessi eina eða tvær körfur sem liðið þurfti svo mikið á að halda á lokasprettinum litu aldrei dagsins ljóst. Nú þarf að grafa djúpt og byggja upp liðið fyrir leik strax annað kvöld.
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira