„Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 31. ágúst 2025 20:12 Jökull Elísabetarson gekk sáttur frá borði í þessum leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sá lið sitt koma til baka úr snúinni stöðu í leik liðsins gegn KA í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld og sýna gríðarlegan karakter. Jökull var sáttur við sigurinn en kallar eftir heilsteyptari frammistöðu frá leikmönnum sínum. „Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og fórum vel og vandlega yfir hlutina í hálfleik. Þar ræddum við að við þyrftum að einfalda spilið okkar og vera með grunnatriði leiksins betur á hreinu. Eftir að við lentum 2-0 undir þá vaknaði liðið og við fórum að spila mun betur,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um spilamennsku sinna manna. „Ef við viljum fá fleiri á völlinn þá þurfum við að spila af meiri orku en við gerðum í sigrinum á móti KR og betur heilt yfir í leiknum en við gerðum í þessum leik. Við sýndum þó klærnar í þessum leik og gáfum stuðningsmönnum okkar eitthvað fyrir peninginn síðasta hálftímann eða svo,“ sagði Jökull enn fremur. Jökull gerði þrefalda skiptingu um miðjan seinni hálfleik og færði á sama tíma Steven Caulker úr hjarta varnarinnar í framlínu Stjörnuliðsins. Sú skipting gekk fullkomlega upp hjá Jökli og fær hann prik fyrir það. „Við fórum í heiðarlegan 4-4-2 með tvo stóra framherja hér undir lokin og sem betur fer gekk það upp og skilaði því sem við vildum. Aftur eins og eftir leikinn á móti KR þá kalla ég samt eftir betri og heilsteyptaði frammistöðu hjá okkur í næstu leikjum,“ sagði hann. „Við erum á góðu skriði samt og erum að ná í góð úrslit, það er mjög jákvætt. Ef við viljum samt gera okkur almennilega gildandi í toppbaráttunni, eins og stefnan er, þá verðum við að fara að ná upp betra jafnvægi í okkar leik,“ sagði Jökull um framhaldið. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
„Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og fórum vel og vandlega yfir hlutina í hálfleik. Þar ræddum við að við þyrftum að einfalda spilið okkar og vera með grunnatriði leiksins betur á hreinu. Eftir að við lentum 2-0 undir þá vaknaði liðið og við fórum að spila mun betur,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um spilamennsku sinna manna. „Ef við viljum fá fleiri á völlinn þá þurfum við að spila af meiri orku en við gerðum í sigrinum á móti KR og betur heilt yfir í leiknum en við gerðum í þessum leik. Við sýndum þó klærnar í þessum leik og gáfum stuðningsmönnum okkar eitthvað fyrir peninginn síðasta hálftímann eða svo,“ sagði Jökull enn fremur. Jökull gerði þrefalda skiptingu um miðjan seinni hálfleik og færði á sama tíma Steven Caulker úr hjarta varnarinnar í framlínu Stjörnuliðsins. Sú skipting gekk fullkomlega upp hjá Jökli og fær hann prik fyrir það. „Við fórum í heiðarlegan 4-4-2 með tvo stóra framherja hér undir lokin og sem betur fer gekk það upp og skilaði því sem við vildum. Aftur eins og eftir leikinn á móti KR þá kalla ég samt eftir betri og heilsteyptaði frammistöðu hjá okkur í næstu leikjum,“ sagði hann. „Við erum á góðu skriði samt og erum að ná í góð úrslit, það er mjög jákvætt. Ef við viljum samt gera okkur almennilega gildandi í toppbaráttunni, eins og stefnan er, þá verðum við að fara að ná upp betra jafnvægi í okkar leik,“ sagði Jökull um framhaldið.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira