Veður

Létt­skýjað vestan- og sunnan­til en blautara annars staðar

Atli Ísleifsson skrifar
Hti á landinu verður á bilinu níu til nítján stig.
Hti á landinu verður á bilinu níu til nítján stig. Vísir/Vilhelm

Víðáttumikil lægð skammt norður af Skotlandi stjórnar veðrinu á landinu í dag og á morgun og má reikna með norðaustan kalda eða stinningskalda með rigningu á norðan- og austanverðu landinu. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu á Austfjörðum um tíma í dag, en yfirleitt léttskýjuðu sunnan- og vestanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði frá níu stigum á Vestfjörðum og við sjóinn á Norðurlandi vestra upp í um nítján stig sunnanlands.

„Á morgun verður hægari vindur en á Vestfjörðum má búast við norðaustan strekking fram eftir degi. Rigning eða súld með köflum, en áfram bjart á Suður- og Vesturlandi en líkur á síðdegisskúrum á því svæði,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-10 m/s og rigning eða súld með köflum, en hægari vindur og yfirleitt bjart sunnan- og suðvestanlands, en stöku skúrir þar seinnipartinn. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, einkum sunnantil og hiti 8 til 13 stig.

Á föstudag: Norðaustan 5-13 m/s og rigning á Vestfjörðum, en annars hægari vindur og skúrir. Hiti 7 til 13 stig.

Á laugardag: Norðan strekkingur og rigning, en suðvestanátt og úrkomuminna suðaustan- og austanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Norðlæg átt, skýjað og dálítil væta, en að mestu bjart sunnantil. Hiti 7 til 11 stig.

Á mánudag: Útlit fyrir breytilega átt og bjartviðri, en skýjað að mestu og lítilsháttar væta norðaustantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×