Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2025 11:40 Orð og framkoma Snorra Mássonar í umræðuþætti um málefni hinsegin fólks í gærkvöldi fór fyrir brjóstið á sumum. Vísir Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra hjá Samtökunum 78, var gestur Kastljóss á RÚV ásamt Snorra í gærkvöldi. Umræðuefnið var bakslag sem hefur orðið í málefnum hinsegin fólks. Þar fór Snorri mikinn um „hugmyndafræði“ sem hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að „líffræðilegir karlar“ ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttækt breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Kvartaði Snorri jafnframt undan því að hann og skoðanasystkini hans í málefnum hinsegin fólks væru beitt skoðanakúgun. Þorbjörg sagðist brugðið yfir talsmáta þingmannsins, sérstaklega að hann notaði orðið „hugmyndafræði“ yfir mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Þáttur gærkvöldsins virðist hafa hreyft við mörgum. Þannig var gamalt svar við spurningunni „eru kynin bara tvö?“ það mest lesna á Vísindavef Háskóla Íslands í morgun. Þar skrifaði Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði, fyrr á þessu ári að svarið væri nei og að eðlilegast væri að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna frekar en tvö aðgreind kyn. Snorri tekinn við í baráttu gegn réttindum hinsegin fólks Ummæli Snorra og framganga kölluðu einnig á hörð viðbrögð úr sumum herbúðum, ekki síst úr hinsegin samfélaginu. Sumir gerðu athugasemdir við þáttastjórnina þar sem Snorri hefði fengið að tala yfir Þorbjörgu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, hafnaði því að einhvers konar áherslubreyting hefði orðið í baráttu hinsegin fólks. „Eina breytingin sem hefur átt sér stað að nú eru menn eins og Snorri teknir við af þeim sem beittu sér gegn réttindabaráttu hinsegin fólks áður fyrr. Baráttan er enn sú sama, þó svo að leikmenn hafi breyst,“ skrifaði hún á Facebook-síðu sína. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir taldi framgöngu Snorra í Kastljóssþættinum lýsandi fyrir bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks.Vísir/Vilhelm Í svipaðan streng tók Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna 78. Hún spurði sig hverju Snorri hefði ætlað að ná fram með því að bendla samtökin við samsæriskenningar og ofsóknir. „Hann er greinilega að tala inn í ákveðin[n] hóp og það boðar ekki gott - kemur kannski ekki á óvart,“ skrifaði Bjarndís. Ekki mislíkaði þó öllum framganga Snorra. Hallgrímur Helgason, rithöfundur, deildi skjáskotum af fjölda ummæla af Facebook þar sem notendur tóku undir með þingmanninum, sumir með því að fara niðrandi orðum um hinsegin fólk. Þá tók Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upp hanskann fyrir Snorra og sakaði þá sem hefðu hallmælt honum eftir þáttinn um hatursorðræðu gegn honum. Innflutt orðræða til að breikka fylgjendahópinn Stjórnmálamenn létu einnig til sín taka á samfélagsmiðlum eftir Kastljóssþáttinn. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, sagði fortíðina hafa blasað við í þættinum þegar Snorri hefði lýst því samfélagi sem hann vildi sjá. Hún hefði fengið ónot af því að hlusta á „raus“ í Snorra vegna þess að það minnti á andstöðuna við baráttu samkynhneigðra fyrir nokkrum áratugum. Hanna Katrín er sjálf samkynhneigð. Aftur væri risinn upp hópur sem berðist gegn réttindum annarra. Brýnt væri að ríkisstjórn og Alþingi spyrnti við fótum. „Boltinn er hjá okkur, ekki gefa hann á geltandi kjána,“ skrifaði ráðherrann á Facebook-síðu sína. Samflokkskona Hönnu Katrínar úr Viðreisn, María Rut Kristinsdóttir þingmaður, sagðist hálf orðlaus eftir þáttinn. Kastljós gærkvöldsins hefði opinberað á hvaða stað mannréttindabarátta trans fólks væri. „Með innfluttri orðræðu sem hér var núna tekin upp í von um að breikka fylgjendahópinn. Eins og þetta sé bara eitthvað léttvægt hjal. Á kostnað mannréttinda og tilveruréttar einstaklinga í samfélaginu okkar,“ skrifaði María Rut. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sakaði Snorra um að reyna að vera holdgervingur tilraunar til þess að flytja til Íslands neikvæða umræðu í garð hinsegin fólks og sérstaklega trans fólks sem hafi verið áberandi víða erlendis. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun,“ skrifaði Dagur. Hættulegt að ala á ótta og sundrung Baráttukonurnar Sóley Tómasdóttir og Sema Erla Serdaroglu deildu einnig á Snorra. Lýsti Sema Erla framkomu Snorra sem „ógeðfelldri“ þar sem hann hefði vaðið yfir viðmælanda sinn. „Að ala á ótta og sundrungu á milli þjóðfélagshópa er ein elsta og auðveldasta leiðin að völdum. Líka sú hættulegasta. Menn sem sækja í svo aumkunarverðar aðferðir til þess að verða sér úti um valdastöðu þurfa að sjálfsögðu að öskra hærra en næsti einstaklingur því enginn er rökstuðningurinn fyrir því sem sagt er,“ skrifaði Sema Erla. Sóley líkti skoðunum Snorra á hinsegin fólki við hugmyndir manna á fyrri öldum um að jörðin væri flöt. Lofaði hún einnig Þorbjörgu fyrir frammistöðuna gegn „hryllilegum yfirgangi“ í þættinum. Skjáskot af Facebook-færslu Sóleyjar Tómasdóttur um Kastljóssþátt um bakslag í málefnum hinsegin fólks.Skjáskot Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri, lagði til nýtt slagorð fyrir „framsækna unga fólkið“ í Miðflokknum. „Konurnar aftur í eldhúsin! Trans fólkið aftur inn í skápinn! Gerum Ísland frábært á ný!“ skrifaði Ólafur og vísaði þar greinilega í fjarhægrihreyfingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem er fjandsamleg hinsegin fólki. Fjölmiðlar Hinsegin Miðflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra hjá Samtökunum 78, var gestur Kastljóss á RÚV ásamt Snorra í gærkvöldi. Umræðuefnið var bakslag sem hefur orðið í málefnum hinsegin fólks. Þar fór Snorri mikinn um „hugmyndafræði“ sem hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að „líffræðilegir karlar“ ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttækt breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Kvartaði Snorri jafnframt undan því að hann og skoðanasystkini hans í málefnum hinsegin fólks væru beitt skoðanakúgun. Þorbjörg sagðist brugðið yfir talsmáta þingmannsins, sérstaklega að hann notaði orðið „hugmyndafræði“ yfir mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Þáttur gærkvöldsins virðist hafa hreyft við mörgum. Þannig var gamalt svar við spurningunni „eru kynin bara tvö?“ það mest lesna á Vísindavef Háskóla Íslands í morgun. Þar skrifaði Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði, fyrr á þessu ári að svarið væri nei og að eðlilegast væri að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna frekar en tvö aðgreind kyn. Snorri tekinn við í baráttu gegn réttindum hinsegin fólks Ummæli Snorra og framganga kölluðu einnig á hörð viðbrögð úr sumum herbúðum, ekki síst úr hinsegin samfélaginu. Sumir gerðu athugasemdir við þáttastjórnina þar sem Snorri hefði fengið að tala yfir Þorbjörgu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, hafnaði því að einhvers konar áherslubreyting hefði orðið í baráttu hinsegin fólks. „Eina breytingin sem hefur átt sér stað að nú eru menn eins og Snorri teknir við af þeim sem beittu sér gegn réttindabaráttu hinsegin fólks áður fyrr. Baráttan er enn sú sama, þó svo að leikmenn hafi breyst,“ skrifaði hún á Facebook-síðu sína. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir taldi framgöngu Snorra í Kastljóssþættinum lýsandi fyrir bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks.Vísir/Vilhelm Í svipaðan streng tók Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna 78. Hún spurði sig hverju Snorri hefði ætlað að ná fram með því að bendla samtökin við samsæriskenningar og ofsóknir. „Hann er greinilega að tala inn í ákveðin[n] hóp og það boðar ekki gott - kemur kannski ekki á óvart,“ skrifaði Bjarndís. Ekki mislíkaði þó öllum framganga Snorra. Hallgrímur Helgason, rithöfundur, deildi skjáskotum af fjölda ummæla af Facebook þar sem notendur tóku undir með þingmanninum, sumir með því að fara niðrandi orðum um hinsegin fólk. Þá tók Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upp hanskann fyrir Snorra og sakaði þá sem hefðu hallmælt honum eftir þáttinn um hatursorðræðu gegn honum. Innflutt orðræða til að breikka fylgjendahópinn Stjórnmálamenn létu einnig til sín taka á samfélagsmiðlum eftir Kastljóssþáttinn. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, sagði fortíðina hafa blasað við í þættinum þegar Snorri hefði lýst því samfélagi sem hann vildi sjá. Hún hefði fengið ónot af því að hlusta á „raus“ í Snorra vegna þess að það minnti á andstöðuna við baráttu samkynhneigðra fyrir nokkrum áratugum. Hanna Katrín er sjálf samkynhneigð. Aftur væri risinn upp hópur sem berðist gegn réttindum annarra. Brýnt væri að ríkisstjórn og Alþingi spyrnti við fótum. „Boltinn er hjá okkur, ekki gefa hann á geltandi kjána,“ skrifaði ráðherrann á Facebook-síðu sína. Samflokkskona Hönnu Katrínar úr Viðreisn, María Rut Kristinsdóttir þingmaður, sagðist hálf orðlaus eftir þáttinn. Kastljós gærkvöldsins hefði opinberað á hvaða stað mannréttindabarátta trans fólks væri. „Með innfluttri orðræðu sem hér var núna tekin upp í von um að breikka fylgjendahópinn. Eins og þetta sé bara eitthvað léttvægt hjal. Á kostnað mannréttinda og tilveruréttar einstaklinga í samfélaginu okkar,“ skrifaði María Rut. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, sakaði Snorra um að reyna að vera holdgervingur tilraunar til þess að flytja til Íslands neikvæða umræðu í garð hinsegin fólks og sérstaklega trans fólks sem hafi verið áberandi víða erlendis. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun,“ skrifaði Dagur. Hættulegt að ala á ótta og sundrung Baráttukonurnar Sóley Tómasdóttir og Sema Erla Serdaroglu deildu einnig á Snorra. Lýsti Sema Erla framkomu Snorra sem „ógeðfelldri“ þar sem hann hefði vaðið yfir viðmælanda sinn. „Að ala á ótta og sundrungu á milli þjóðfélagshópa er ein elsta og auðveldasta leiðin að völdum. Líka sú hættulegasta. Menn sem sækja í svo aumkunarverðar aðferðir til þess að verða sér úti um valdastöðu þurfa að sjálfsögðu að öskra hærra en næsti einstaklingur því enginn er rökstuðningurinn fyrir því sem sagt er,“ skrifaði Sema Erla. Sóley líkti skoðunum Snorra á hinsegin fólki við hugmyndir manna á fyrri öldum um að jörðin væri flöt. Lofaði hún einnig Þorbjörgu fyrir frammistöðuna gegn „hryllilegum yfirgangi“ í þættinum. Skjáskot af Facebook-færslu Sóleyjar Tómasdóttur um Kastljóssþátt um bakslag í málefnum hinsegin fólks.Skjáskot Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri, lagði til nýtt slagorð fyrir „framsækna unga fólkið“ í Miðflokknum. „Konurnar aftur í eldhúsin! Trans fólkið aftur inn í skápinn! Gerum Ísland frábært á ný!“ skrifaði Ólafur og vísaði þar greinilega í fjarhægrihreyfingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem er fjandsamleg hinsegin fólki.
Fjölmiðlar Hinsegin Miðflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira