Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. september 2025 19:34 Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segist brugðið eftir Kastljóssþátt gærkvöldsins. Vísir Hinseginfáninn var dreginn að hún víða um landið í dag, þar með talið við húsakynni Borgarholtsskóla. Tilefnið var umtöluð framganga Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær þar sem málefni hinsegin fólks voru til umræðu. Skólameistari segir umræðuna grátbroslega en í leið grafalvarlega. „Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“ Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“
Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54