„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 18:50 Einar Þorsteinsson þakkaði borgarfulltrúum fyrir samstöðuna eftir að ályktunin var samþykkt. Vísir/Vilhelm Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunun. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vinna að því að tryggja að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.“ Ályktunin byggir á tillögu sem Einar Þorsteinsson, og aðrir meðlimir Framsóknarflokksins í borginni, lögðu fram að yrði tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Einar sagði í samtali við Vísi í dag að fólk sem hafi upp svipuð ummæli og Snorri í Kastljósi í gær eigi ekkert erindi í stjórnmál. Einar þakkaði á fundi borgarstjórnar borgarstjórn fyrir að samþykkja tillöguna og sameinast um hana. „Í ljósi mikillar neikvæðrar umræðu um þetta málefni í fjölmiðlum og í samfélaginu, að borgarstjórn komi hér saman og álykti með skýrum stuðningi í garð þessa hóps,“ sagði Einar á fundinum. Tillagan er ögn breytt frá því sem Framsókn lagði til en upprunaleg tillaga Framsóknarflokksins var svona: „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Sjá einnig: Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Snorri var í Kastljósi til að ræða hinsegin málefni. Framganga hans hefur verið harðlega gagnrýnd af ráðherrum, þingmönnum, fjölmörgum á samfélagsmiðlum og nú borgarstjórn. Þá hafa einhverjir, eins og biskup Íslands, gert athugasemdir við aðkomu RÚV og að þessi málefni hafi verið rædd með þessum hætti á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum. Borgarstjórn Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunun. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vinna að því að tryggja að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.“ Ályktunin byggir á tillögu sem Einar Þorsteinsson, og aðrir meðlimir Framsóknarflokksins í borginni, lögðu fram að yrði tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Einar sagði í samtali við Vísi í dag að fólk sem hafi upp svipuð ummæli og Snorri í Kastljósi í gær eigi ekkert erindi í stjórnmál. Einar þakkaði á fundi borgarstjórnar borgarstjórn fyrir að samþykkja tillöguna og sameinast um hana. „Í ljósi mikillar neikvæðrar umræðu um þetta málefni í fjölmiðlum og í samfélaginu, að borgarstjórn komi hér saman og álykti með skýrum stuðningi í garð þessa hóps,“ sagði Einar á fundinum. Tillagan er ögn breytt frá því sem Framsókn lagði til en upprunaleg tillaga Framsóknarflokksins var svona: „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Sjá einnig: Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Snorri var í Kastljósi til að ræða hinsegin málefni. Framganga hans hefur verið harðlega gagnrýnd af ráðherrum, þingmönnum, fjölmörgum á samfélagsmiðlum og nú borgarstjórn. Þá hafa einhverjir, eins og biskup Íslands, gert athugasemdir við aðkomu RÚV og að þessi málefni hafi verið rædd með þessum hætti á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum.
Borgarstjórn Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41