Íslenski boltinn

„Er ekki alltaf dæmt á þetta?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atvikið sem um er ræðir.
Atvikið sem um er ræðir. Stúkan

Sigurður Bjartur Hallsson skoraði dramatískt, og umdeilt, sigurmark þegar FH lagði Aftureldingu 2-1 í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Farið var yfir markið og aðdraganda þess í Stúkunni.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var allt annað en sáttur með að markið hafi fengið að standa. Sigurbjörn Hreiðarsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur Magnús Má hafa nokkuð til síns máls.

„Mér finnst þetta vera aukaspyrna. Hann (Sigurður Bjartur) fer inn í hann (Jökul Andrésson, markvörð Aftureldingar) þarna. Og er ekki alltaf dæmt á þetta?“

„Ekki alltaf greinilega,“ svaraði Guðmundur um hæl og spurði svo: „Er hægt að segja að Jökull eigi að vera sterkari?“

Í kjölfarið var farið yfir mark sem Afturelding fékk á sig gegn Val í umferðinni á undan. Þar var um hornspyrnu að ræða sem Jökull fór út í en komst ekki nálægt. Þar taldi markvörðurinn einnig að á sér hefði verið brotið. Líklega hafði hann eitthvað til síns máls.

Umræðu Stúkunnar um atvikin hér að ofan sem og gengi Aftureldingar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Stúkan: „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×