Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 07:02 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, kemur úr kjörklefa í sveitarstjórnarkosningum árið 2023. Flokkur hans mælist stærstur þegar innan við vika er í þingkosningar. Vísir/EPA Rauða blokk mið- og vinstriflokka í Noregi er með forskot á þá bláu þegar innan við vika er í þingkosningar. Staðan eftir kosningar gæti orðin snúin. Verkamannaflokkurinn gæti þurft að semja við allt að fjóra minni flokka og deilur um forsætisráðherrastólinn gætu hafist ef hægriflokkarnir bera sigur úr býtum. Þingkosningar fara fram í Noregi á mánudag, 8. september, eftir kjörtímabil þar sem á ýmsu hefur gengið. Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre myndaði ríkisstjórn með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála, eftir kosningarnar 2021. Sósíalíski vinstri flokkurinn varði minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í janúar vegna deilna á stjórnarheimilinu um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Gengi hans í könnunum tók strax stökk upp á við eftir að Støre stokkaði upp í ríkisstjórninni og fékk vin sinn Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, til þess að taka við embætti fjármálaráðherra. Leiðtogar hægri flokkanna gætu bitist um forsætisráðherrastólinn Rauða blokkin mælist nú með rétt rúmlega fimmtíu prósent í könnunum á móti 45 prósentum bláu blokkarinnar. Verkamannaflokkurinn er þar stærstur með yfir fjórðungsfylgi. Vildi hann reyna að mynda meirihlutastjórn gæti hann þó þurft að ná samkomulagi við allt að fjóra aðra flokka af miðjunni og vinstri vængnum. Það gæti verið hægara sagt en gert í ljósi þess hvernig síðustu stjórnarmyndunarviðræður fóru. Bláa blokkin stendur frammi fyrir sínum eigin áskorunum. Framfaraflokkurinn undir forystu eldibrandsins Sylvi Listhaug er næststærsti flokkurinn í könnunum með rúmlega fimmtungsfylgi. Hann er með töluvert forskot á Íhaldsflokk Ernu Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra, en hann hefur sögulega leitt ríkisstjórnir bláu blokkarinnar. Erna Solberg (t.v.) og Sylvi Listhaug (t.h.) þegar þær voru saman í ríkisstjórn árið 2019. Listhaug sagði af sér embætti um tíma eftir eldfim ummæli þar sem hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi.Vísir/EPA Bæði Listhaug og Solberg hafa gert tilkall til forsætisráðherrastólsins. Listhaug er á þeirri línu að eðlilegast sé að leiðtogi stærsta flokksins verði oddviti ríkisstjórnar. Solberg telur hins vegar Íhaldsflokk sinn betur til þess fallinn að ná til miðjufylgis sem harðlínustefna Listhaug gæti fælt í burtu. Skattamál og olíusjóðurinn í brennidepli Eins og svo oft áður eru það efnahagsmál sem eru efst á baugi í aðdraganda kosninganna. Dýrtíð og ójöfnuðu er kjósendum ofarlega í huga. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum í Noregi og töluðu bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn um að hætta að flytja út rafmagn til Danmerkur til þess að reyna að lækka verðið til norsks almennings. Þá hefur verið þrætt um auðlegðarskatt á hátekjufólk. Um fimm hundruð norskir auðmenn eru sagðir hafa flúið land til Sviss á undanförnum árum eftir að stjórn Verkmannaflokksins hækkaði skatt á þá. Það hafi valdið norskum ríkissjóði töluverðu tekjutapi. Bæði Solberg og Listhaug hafa sett skattalækkanir á oddinn fyrir kosningar. „Þetta er eitt mikilvægasta málið fyrir Noreg í framtíðinni: við verðum að gera auðsköpun aðalaðandi. Við ættum að vera land eins og Sviss sem laðar að sér fólk, fjármagn, hæfni. Í staðinn erum við land sem vísar fólki burt,“ segir Listhaug sem vill einnig herða innflytjendastefnuna og refsingar fyrir glæpi. Norski olíusjóðurinn hefur einnig verið þrætuefni að undanförnum, fyrst og fremst vegna fjárfestinga hans í Ísrael í ljósi hernaðsins á Gasaströndinni. Málið komst í hámæli eftir að í ljós kom að sjóðurinn ætti í fyrirtæki sem sinnti viðhaldi á orrustuflugvélum sem Ísraelar nota til þess að varpa sprengjum á Gasa. Stoltenberg fór fram á að sjóðurinn færi yfir fjárfestingar sínar í Ísrael og í kjölfarið seldi hann hluti sína í ellefu af því 61 ísraelska fyrirtæki sem hann átti í. Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Noregi á mánudag, 8. september, eftir kjörtímabil þar sem á ýmsu hefur gengið. Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre myndaði ríkisstjórn með Miðflokknum, gömlum bændaflokki á miðju norskra stjórnmála, eftir kosningarnar 2021. Sósíalíski vinstri flokkurinn varði minnihlutastjórn flokkanna tveggja falli eftir að hann hafnaði því að ganga inn í stjórnarsamstarfið, meðal annars vegna ágreinings um umhverfismál. Miðflokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í janúar vegna deilna á stjórnarheimilinu um innleiðingu á svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Hafnaði Miðflokkurinn frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum en Verkamannaflokkurinn vildi innleiða reglugerðirnar strax. Síðan þá hefur Verkamannaflokkurinn verið einn í minnihlutastjórn. Gengi hans í könnunum tók strax stökk upp á við eftir að Støre stokkaði upp í ríkisstjórninni og fékk vin sinn Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, til þess að taka við embætti fjármálaráðherra. Leiðtogar hægri flokkanna gætu bitist um forsætisráðherrastólinn Rauða blokkin mælist nú með rétt rúmlega fimmtíu prósent í könnunum á móti 45 prósentum bláu blokkarinnar. Verkamannaflokkurinn er þar stærstur með yfir fjórðungsfylgi. Vildi hann reyna að mynda meirihlutastjórn gæti hann þó þurft að ná samkomulagi við allt að fjóra aðra flokka af miðjunni og vinstri vængnum. Það gæti verið hægara sagt en gert í ljósi þess hvernig síðustu stjórnarmyndunarviðræður fóru. Bláa blokkin stendur frammi fyrir sínum eigin áskorunum. Framfaraflokkurinn undir forystu eldibrandsins Sylvi Listhaug er næststærsti flokkurinn í könnunum með rúmlega fimmtungsfylgi. Hann er með töluvert forskot á Íhaldsflokk Ernu Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra, en hann hefur sögulega leitt ríkisstjórnir bláu blokkarinnar. Erna Solberg (t.v.) og Sylvi Listhaug (t.h.) þegar þær voru saman í ríkisstjórn árið 2019. Listhaug sagði af sér embætti um tíma eftir eldfim ummæli þar sem hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi.Vísir/EPA Bæði Listhaug og Solberg hafa gert tilkall til forsætisráðherrastólsins. Listhaug er á þeirri línu að eðlilegast sé að leiðtogi stærsta flokksins verði oddviti ríkisstjórnar. Solberg telur hins vegar Íhaldsflokk sinn betur til þess fallinn að ná til miðjufylgis sem harðlínustefna Listhaug gæti fælt í burtu. Skattamál og olíusjóðurinn í brennidepli Eins og svo oft áður eru það efnahagsmál sem eru efst á baugi í aðdraganda kosninganna. Dýrtíð og ójöfnuðu er kjósendum ofarlega í huga. Raforkuverð hefur meðal annars verið í hæstu hæðum í Noregi og töluðu bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn um að hætta að flytja út rafmagn til Danmerkur til þess að reyna að lækka verðið til norsks almennings. Þá hefur verið þrætt um auðlegðarskatt á hátekjufólk. Um fimm hundruð norskir auðmenn eru sagðir hafa flúið land til Sviss á undanförnum árum eftir að stjórn Verkmannaflokksins hækkaði skatt á þá. Það hafi valdið norskum ríkissjóði töluverðu tekjutapi. Bæði Solberg og Listhaug hafa sett skattalækkanir á oddinn fyrir kosningar. „Þetta er eitt mikilvægasta málið fyrir Noreg í framtíðinni: við verðum að gera auðsköpun aðalaðandi. Við ættum að vera land eins og Sviss sem laðar að sér fólk, fjármagn, hæfni. Í staðinn erum við land sem vísar fólki burt,“ segir Listhaug sem vill einnig herða innflytjendastefnuna og refsingar fyrir glæpi. Norski olíusjóðurinn hefur einnig verið þrætuefni að undanförnum, fyrst og fremst vegna fjárfestinga hans í Ísrael í ljósi hernaðsins á Gasaströndinni. Málið komst í hámæli eftir að í ljós kom að sjóðurinn ætti í fyrirtæki sem sinnti viðhaldi á orrustuflugvélum sem Ísraelar nota til þess að varpa sprengjum á Gasa. Stoltenberg fór fram á að sjóðurinn færi yfir fjárfestingar sínar í Ísrael og í kjölfarið seldi hann hluti sína í ellefu af því 61 ísraelska fyrirtæki sem hann átti í.
Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira