Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. september 2025 20:02 Það er mikilvægt að viðhalda neistanum í sambandinu. Hefur þú prófað öfugu kúrekastelpuna, snákinn eða pretzel-dýfuna? Getty Hvort ertu fyrir lótusblómið, saltkringlu-dýfuna, öfugu kúrekastelpuna eða snákinn þegar það kemur að fjölbreyttum kynlífsstellingum? Þó svo að kertaljós og rósablöð hljómar rómantískt í eyrum margra þarf oft eitthvað meira til að viðhalda spennunni í sambandinu, þá sérstaklega þegar við erum að tala um langtímasambönd. Hér að neðan má nálgast hugmyndir að fjölbreyttum stellingum sem geta kryddað upp á sambandið, auk þess sem farið er yfir hvernig þær eru framkvæmdar og ávinning hverrar og einnar þeirra. Á vef Womens Health birtist listi yfir 21 hugmynd að fjölbreyttum stellingum ásamt myndum af hverri þeirra. Hér að neðan eru nokkur dæmi. Lotusblómið Í lótus-stellingunni situr annar aðilinn í svokallaðri lotus-stöðu, með krosslagða fætur og beint bak. Hinn aðilinn sest í fangið á honum og vefur fótunum utan um mitti hans. Útkoman er nánast eins og faðmlag. Þetta er ekki stelling sem snýst um hraða eða erfiða hreyfingu, heldur rólegt og samstillt flæði. Hún hentar þeim sem vilja dýpka tengslin í samförum, hægja á og upplifa kynlíf sem samverustund fremur en átak. Stellingin á rætur að rekja til tantrískrar hefðar og er gjarnan tengd hugmyndum um jafnvægi, samhljóm og vitund í nánum samskiptum. Saltkringlu-dýfan Saltkringlu-dýfan er stelling þar sem þægindi og nánd mætast. Annar aðilinn liggur á hliðinni á meðan hinn situr klofvega yfir neðri fótlegg hans. Ef fólk er liðugt má hvíla efri fótinn í olnbogabót eða jafnvel yfir öxl hans. Kosturinn við þessa stellingu er að nándin verður órjúfanlegur hluti upplifunarinnar, þar sem auðvelt er að horfast í augu og kyssast. Hún hentar einnig sérstaklega vel fyrir óléttar konur, þar sem hún veldur engum þrýstingi á kviðinn. Stóllinn Aðilinn með getnaðarlim sest fremst á stól eða rúm, með fætur stöðuga á gólfinu. Hinn aðilinn sest ofan á lærin hans og hallar sér fram eða aftur, eftir því sem hentar best, með bakið að bringu hins. Þessi staða getur aukið nánd og tengingu, en einnig boðið upp á skemmtilega útfærslu. Til dæmis má setja stólinn fyrir framan spegil til að gera stundina enn heitari og sjónrænt sterkari. Auk þess er auðvelt fyrir báða aðila að nota hendurnar frjálslega, strjúka hvoru öðru og kanna líkamann á nýjan hátt, sem dýpkar tengslin umfram líkamlega ánægju. Skeiðin Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni, þétt saman í faðmlögum. Svokölluð spooning eða skeiðin þarf ekki endilega að vera kynferðisleg athöfn – það má einfaldlega liggja og kúra saman. Þetta er afslappandi staða sem er jafnframt yndisleg, því hún felur í sér stórt og hlýlegt faðmlag. Skæri á hlið Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni þar sem annar aðilinn liggur framar og hinn fyrir aftan. Sá sem er aftar dregur hinn að sér þannig að líkamarnir falli þétt saman. Þetta er afslappandi og notaleg stelling sem líkist stóru faðmlagi. Hún getur bæði skapað rómantíska og kynferðislega upplifun, allt eftir því hvað hentar parinu. Nándina má auka með því að kyssa hálsinn, strjúka yfir líkamann eða hvísla í eyrað – sem gerir augnablikið enn heitara og fallegra. Skelin Annar aðilinn liggur á bakinu með fætur í sundur og lyfta upp að höfði. Sá sem er ofan á fer ofan á hinn eins og í klassískri trúboðastöðu.Þessi staða hentar þeim sem eru mjög liðugir. Hún býður upp á djúpa nánd og augnsamband, auk þess sem að báðir geta snert hvorn annan og sjálfan sig auðveldlega. Snákurinn Þessi stelling er svipuð hundastellingunni (e. doggy-style), en hinn liggur á maganum á hnjánum með bringuna og höfuðið í dýnunni, stundum með púða undir fyrir aukin þægindi. Sá sem er ofan á styður sig á höndum til að halda jafnvægi, en getur einnig lagst ofan á makann ef hentar. Stellingin eykur nánd, þar sem líkamarnir eru í mjög náinni snertingu, líkt og í skeiðinni (e. spooning). Öfuga kúrekastelpan Annar aðilinn leggst á bakið á meðan hinn sest yfir mjaðmirnar á honum og snýr sér þannig að bakið snýr frá honum. Sá sem er ofan á getur hallað sér fram og aftur, sem gefur mismunandi upplifun og unað. Sá sem liggur neðar fær á sama tíma kynæsandi sjónarhorn á rassinn á þeim sem er ofan á sem gerir upplifunina enn heitari. Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Hér að neðan má nálgast hugmyndir að fjölbreyttum stellingum sem geta kryddað upp á sambandið, auk þess sem farið er yfir hvernig þær eru framkvæmdar og ávinning hverrar og einnar þeirra. Á vef Womens Health birtist listi yfir 21 hugmynd að fjölbreyttum stellingum ásamt myndum af hverri þeirra. Hér að neðan eru nokkur dæmi. Lotusblómið Í lótus-stellingunni situr annar aðilinn í svokallaðri lotus-stöðu, með krosslagða fætur og beint bak. Hinn aðilinn sest í fangið á honum og vefur fótunum utan um mitti hans. Útkoman er nánast eins og faðmlag. Þetta er ekki stelling sem snýst um hraða eða erfiða hreyfingu, heldur rólegt og samstillt flæði. Hún hentar þeim sem vilja dýpka tengslin í samförum, hægja á og upplifa kynlíf sem samverustund fremur en átak. Stellingin á rætur að rekja til tantrískrar hefðar og er gjarnan tengd hugmyndum um jafnvægi, samhljóm og vitund í nánum samskiptum. Saltkringlu-dýfan Saltkringlu-dýfan er stelling þar sem þægindi og nánd mætast. Annar aðilinn liggur á hliðinni á meðan hinn situr klofvega yfir neðri fótlegg hans. Ef fólk er liðugt má hvíla efri fótinn í olnbogabót eða jafnvel yfir öxl hans. Kosturinn við þessa stellingu er að nándin verður órjúfanlegur hluti upplifunarinnar, þar sem auðvelt er að horfast í augu og kyssast. Hún hentar einnig sérstaklega vel fyrir óléttar konur, þar sem hún veldur engum þrýstingi á kviðinn. Stóllinn Aðilinn með getnaðarlim sest fremst á stól eða rúm, með fætur stöðuga á gólfinu. Hinn aðilinn sest ofan á lærin hans og hallar sér fram eða aftur, eftir því sem hentar best, með bakið að bringu hins. Þessi staða getur aukið nánd og tengingu, en einnig boðið upp á skemmtilega útfærslu. Til dæmis má setja stólinn fyrir framan spegil til að gera stundina enn heitari og sjónrænt sterkari. Auk þess er auðvelt fyrir báða aðila að nota hendurnar frjálslega, strjúka hvoru öðru og kanna líkamann á nýjan hátt, sem dýpkar tengslin umfram líkamlega ánægju. Skeiðin Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni, þétt saman í faðmlögum. Svokölluð spooning eða skeiðin þarf ekki endilega að vera kynferðisleg athöfn – það má einfaldlega liggja og kúra saman. Þetta er afslappandi staða sem er jafnframt yndisleg, því hún felur í sér stórt og hlýlegt faðmlag. Skæri á hlið Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni þar sem annar aðilinn liggur framar og hinn fyrir aftan. Sá sem er aftar dregur hinn að sér þannig að líkamarnir falli þétt saman. Þetta er afslappandi og notaleg stelling sem líkist stóru faðmlagi. Hún getur bæði skapað rómantíska og kynferðislega upplifun, allt eftir því hvað hentar parinu. Nándina má auka með því að kyssa hálsinn, strjúka yfir líkamann eða hvísla í eyrað – sem gerir augnablikið enn heitara og fallegra. Skelin Annar aðilinn liggur á bakinu með fætur í sundur og lyfta upp að höfði. Sá sem er ofan á fer ofan á hinn eins og í klassískri trúboðastöðu.Þessi staða hentar þeim sem eru mjög liðugir. Hún býður upp á djúpa nánd og augnsamband, auk þess sem að báðir geta snert hvorn annan og sjálfan sig auðveldlega. Snákurinn Þessi stelling er svipuð hundastellingunni (e. doggy-style), en hinn liggur á maganum á hnjánum með bringuna og höfuðið í dýnunni, stundum með púða undir fyrir aukin þægindi. Sá sem er ofan á styður sig á höndum til að halda jafnvægi, en getur einnig lagst ofan á makann ef hentar. Stellingin eykur nánd, þar sem líkamarnir eru í mjög náinni snertingu, líkt og í skeiðinni (e. spooning). Öfuga kúrekastelpan Annar aðilinn leggst á bakið á meðan hinn sest yfir mjaðmirnar á honum og snýr sér þannig að bakið snýr frá honum. Sá sem er ofan á getur hallað sér fram og aftur, sem gefur mismunandi upplifun og unað. Sá sem liggur neðar fær á sama tíma kynæsandi sjónarhorn á rassinn á þeim sem er ofan á sem gerir upplifunina enn heitari.
Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira