Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 13:43 Sameinaða útgáfufélagið sem Jón Trausti Reynisson (t.v.) stýrir keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta, (t.h.) á eina krónu í fyrra. Vísir Útgáfufélag Heimildarinnar greiddi eina krónu fyrir vefsíðuna Mannlíf með væntingum um að henni fylgdi tæplega tíu milljóna króna ríkisstyrkur. Ákveðið var að fækka útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar nýlega vegna þess að Alþingi hefur enn ekki framlengt fjölmiðlastyrkina. Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári. Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári.
Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24