Sport

Tyson og Mayweather mætast á næsta ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mike Tyson og Floyd Mayweather munu mætast á næsta ári.
Mike Tyson og Floyd Mayweather munu mætast á næsta ári. vísir/epa

Heimsmeistararnir fyrrverandi, Mike Tyson og Floyd Mayweather, munu mætast í sýningarbardaga á næsta ári.

Enn er ekki komin dagsetning á bardagann og ekki liggur fyrir hvar hann fer fram. Einnig liggur ekki ljóst fyrir hverjar reglurnar verða.

Tyson, sem er 59 ára, sneri aftur í hringinn á síðasta ári þegar hann mætti Jake Paul. Tyson tapaði bardaganum sem var hans fyrsti í nítján ár.

„Þessi bardagi er eitthvað sem hvorki ég né heimurinn bjuggumst við að myndi fara fram. En við erum sigla inn í nýjan og óútreiknanlega tíma í hnefaleikunum og þessi bardagi er eins óútreiknanlegur og þeir verða,“ sagði Tyson sem vann fimmtíu af 59 bardögum sínum á atvinnumannaferlinum.

Hinn 48 ára Mayweather hætti formlegri keppni eftir að hafa sigrað Conor McGregor 2017. Síðan þá hefur hann keppt í ýmsum sýningabardögum. Síðasti bardagi Mayweathers var gegn John Gotti III í ágúst.

Tyson keppti í þungavigt en Mayweather keppti í alls fimm þyngdarflokkum. Síðustu bardagar hans voru í veltivigt.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×