„Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. september 2025 15:36 Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Snorri Másson tókust á í Kastljósi á RÚV á mánudag. Samsett Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing sem þátttakanda í opinberri umræðu og á mánudaginn. Það, að Snorri Másson vogi sér síðan að kvarta yfir skoðanakúgun og þöggun í kjölfarið á því að hafa beinlínis reynt að þagga niður í mér með yfirgangi, er út í hött,“ skrifar Þorbjörg í pistli á Facebook. Þar lýsir hún því að stór hluti af starfi hennar hjá Samtökunum 78 sé að þjálfa fólk í að svara fordómafullri umræðu með kærleika með skaðaminnkun að markmiði. Einnig hafi hún haldið utan um tilkynningar um hatursglæpi og að taka virkan þátt í réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi. „Ég er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega í samhengi orðræðu og ofbeldis. Ég þekki vel birtingarmyndir og afleiðingar aukinna fordóma, er í samskiptum við þolendur, held utan um tölfræði, les skýrslur og rannsóknir og fylgist náið með þróun heimsmála.“ Geltandi kjáni og hryllilegur yfirgangur Íslenskt samfélag hefur logað eftir að Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Þorbjörg tókust á um stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um orðalag og hegðun Snorra í þættinum og kallaði til að mynda Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hann „geltandi kjána.“ Baráttukonan Sóley Tómasdóttir sagði að Þorbjörg hefði staðið sig vel gegn „hryllilegum yfirgangi“ Snorra. Greint var frá að sérsveitin hafi vaktað heimili Snorra Mássonar eftir að heimilisfang hans var auglýst í færslu á TikTok. Þorbjörg segist þekkja sjálf ofbeldishótanir vel af persónulegri reynslu og hafi því samúð með öllum þeim sem verða fyrir slíku, þar á meðal Snorra sjálfum. „Við sem vinnum að hinsegin réttindum, kvenréttindum og réttindum flóttafólks þekkjum þetta sérstaklega vel. Margt stjórnmálafólk þekkir þetta, lögreglufólk, blaðamenn. Það er hreinlega ömurlegt að finnast öryggi sínu ógnað og ég held að ekkert okkar vilji hafa samfélagið svona,“ segir hún. Gefur lítið fyrir meinta þöggun Snorri hefur sjálfur svarað fyrir sig á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hann að honum hafi verið gerð upp viðhorf og ummæli. Hann segist hafa fengið mörg skilaboð eftir þáttinn, bæði gagnrýni en einnig þakkir. Með þökkunum hafi oftar en ekki fylgt að sendandinn þori ekki að deila sínum skoðunum opinberlega. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi,“ sagði Snorri. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður flokksins, hafa komið Snorra til varnar. Sigmundur sagði að Snorri, hinn ungi og efnilegi þingmaður, hafi ekki bognað undan þöggunartilburðum í kjölfar þáttarins. Hann ítrekaði að frjáls tjáning væri grundvallaratriði í íslensku samfélagi og að allir hefðu rétt til að skiptast á skoðunum. Þorbjörg gefur lítið fyrir að þingmenn Miðflokksins segist upplifa þöggunartilburði. „Nú stendur Miðflokkurinn í ströngu við að sannfæra almenning um að þau verði fyrir gífurlegri þöggun og skoðanakúgun. Þessu hafa þau lýst yfir í öllum stærstu fjölmiðlum landsins. Tjáningarfrelsi þeirra er augljóslega ekki skert, en krafan virðist hins vegar vera sú að það eigi helst ekki að andmæla þeim staðreyndavillum sem farið er með eða gagnrýna það hvernig hlutirnir eru settir fram. Hvað þá þegar það er gert af krafti,“ segir hún. „Þegar við tölum um alþjóðlegt bakslag í kvenréttindum og hinsegin réttindum þá erum við að fara með staðreyndir. Það, að kjörinn fulltrúi kjósi að afskrifa staðreyndir sem samsæriskenningar, finnst mér mikið áhyggjuefni. Það ber að mínu mati merki þess að Snorri hafi einfaldlega sannfærst af þeim erlenda áróðri sem dynur á fólki, sem hefur haft þær afleiðingar að andstaða við réttindi hinsegin fólks (ekki bara trans fólks) er að aukast á meðal ungs fólks á Íslandi - og sérstaklega ungra karlmanna.“ Hefði viljað segja meira, hefði hún komist að „Hér eru nokkur atriði sem ég hefði viljað segja í Kastljósi, hefði ég hreinlega komist að,“ segir Þorbjörg. Hún hefði til að mynda viljað segja að líffræðilegt kyn og kynbundir eiginleikar, sem skipti þúsundum, séu flóknari og breytilegri en svo að passa eingöngu í tvo skýra kassa. „Hafið þið annars pælt í því að það er kynbundinn eiginleiki að konur laðast almennt að körlum og karlar almennt að konum?“ spyr hún. „Það er nefnilega að allt hinsegin fólk lifir lífinu þvert á hugmyndir um „eðli“ karla og kvenna. Við erum einfaldlega hluti hins náttúrulega fjölbreytileika líkt og allt annað fólk. Kyn er ekki einfalt og sama hversu oft 'það eru bara tvö kyn' er endurtekið breytir nákvæmlega engu um raunveruleikann.“ Þá bendir hún á trans fólk hafi haft lögfestan aðgang að kynjuðum rýmum á Íslandi frá árinu 2012, óháð hvernig líkami þeirra lítur út. Þá hafi Alþjóðaólympíunefndin fyrst sett viðmið um trans keppendur í íþróttum árið 2004. „Áhersla afturhaldsafla á meint óréttlæti í afreksíþróttum og takmarkanir á notkun trans fólks á kynjuðum rýmum kemur fram af krafti um tíu árum seinna og hefur aðeins nýlega náð yfirborðinu hér. Hvort tveggja hefur verið mjög árangursríkt verkfæri fyrir þau sem vilja takmarka réttindi trans fólks almennt. Á Íslandi hafa samtöl um íþróttir, klefa og sundlaugar og fangelsi o.s.frv. farið fram reglulega við hlutaðeigandi stofnanir, ráðuneyti, fyrirtæki, félög og einstaklinga. Slík samtöl eiga sér ekki stað opinberlega við alla sem hafa skoðun á því hvort trans fólk eigi í alvörunni að njóta jafnréttis.“ Hinsegin Miðflokkurinn Mannréttindi Heilbrigðismál Tjáningarfrelsi Málefni trans fólks Tengdar fréttir „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20 Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3. september 2025 11:49 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing sem þátttakanda í opinberri umræðu og á mánudaginn. Það, að Snorri Másson vogi sér síðan að kvarta yfir skoðanakúgun og þöggun í kjölfarið á því að hafa beinlínis reynt að þagga niður í mér með yfirgangi, er út í hött,“ skrifar Þorbjörg í pistli á Facebook. Þar lýsir hún því að stór hluti af starfi hennar hjá Samtökunum 78 sé að þjálfa fólk í að svara fordómafullri umræðu með kærleika með skaðaminnkun að markmiði. Einnig hafi hún haldið utan um tilkynningar um hatursglæpi og að taka virkan þátt í réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi. „Ég er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega í samhengi orðræðu og ofbeldis. Ég þekki vel birtingarmyndir og afleiðingar aukinna fordóma, er í samskiptum við þolendur, held utan um tölfræði, les skýrslur og rannsóknir og fylgist náið með þróun heimsmála.“ Geltandi kjáni og hryllilegur yfirgangur Íslenskt samfélag hefur logað eftir að Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Þorbjörg tókust á um stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um orðalag og hegðun Snorra í þættinum og kallaði til að mynda Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hann „geltandi kjána.“ Baráttukonan Sóley Tómasdóttir sagði að Þorbjörg hefði staðið sig vel gegn „hryllilegum yfirgangi“ Snorra. Greint var frá að sérsveitin hafi vaktað heimili Snorra Mássonar eftir að heimilisfang hans var auglýst í færslu á TikTok. Þorbjörg segist þekkja sjálf ofbeldishótanir vel af persónulegri reynslu og hafi því samúð með öllum þeim sem verða fyrir slíku, þar á meðal Snorra sjálfum. „Við sem vinnum að hinsegin réttindum, kvenréttindum og réttindum flóttafólks þekkjum þetta sérstaklega vel. Margt stjórnmálafólk þekkir þetta, lögreglufólk, blaðamenn. Það er hreinlega ömurlegt að finnast öryggi sínu ógnað og ég held að ekkert okkar vilji hafa samfélagið svona,“ segir hún. Gefur lítið fyrir meinta þöggun Snorri hefur sjálfur svarað fyrir sig á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hann að honum hafi verið gerð upp viðhorf og ummæli. Hann segist hafa fengið mörg skilaboð eftir þáttinn, bæði gagnrýni en einnig þakkir. Með þökkunum hafi oftar en ekki fylgt að sendandinn þori ekki að deila sínum skoðunum opinberlega. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi,“ sagði Snorri. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður flokksins, hafa komið Snorra til varnar. Sigmundur sagði að Snorri, hinn ungi og efnilegi þingmaður, hafi ekki bognað undan þöggunartilburðum í kjölfar þáttarins. Hann ítrekaði að frjáls tjáning væri grundvallaratriði í íslensku samfélagi og að allir hefðu rétt til að skiptast á skoðunum. Þorbjörg gefur lítið fyrir að þingmenn Miðflokksins segist upplifa þöggunartilburði. „Nú stendur Miðflokkurinn í ströngu við að sannfæra almenning um að þau verði fyrir gífurlegri þöggun og skoðanakúgun. Þessu hafa þau lýst yfir í öllum stærstu fjölmiðlum landsins. Tjáningarfrelsi þeirra er augljóslega ekki skert, en krafan virðist hins vegar vera sú að það eigi helst ekki að andmæla þeim staðreyndavillum sem farið er með eða gagnrýna það hvernig hlutirnir eru settir fram. Hvað þá þegar það er gert af krafti,“ segir hún. „Þegar við tölum um alþjóðlegt bakslag í kvenréttindum og hinsegin réttindum þá erum við að fara með staðreyndir. Það, að kjörinn fulltrúi kjósi að afskrifa staðreyndir sem samsæriskenningar, finnst mér mikið áhyggjuefni. Það ber að mínu mati merki þess að Snorri hafi einfaldlega sannfærst af þeim erlenda áróðri sem dynur á fólki, sem hefur haft þær afleiðingar að andstaða við réttindi hinsegin fólks (ekki bara trans fólks) er að aukast á meðal ungs fólks á Íslandi - og sérstaklega ungra karlmanna.“ Hefði viljað segja meira, hefði hún komist að „Hér eru nokkur atriði sem ég hefði viljað segja í Kastljósi, hefði ég hreinlega komist að,“ segir Þorbjörg. Hún hefði til að mynda viljað segja að líffræðilegt kyn og kynbundir eiginleikar, sem skipti þúsundum, séu flóknari og breytilegri en svo að passa eingöngu í tvo skýra kassa. „Hafið þið annars pælt í því að það er kynbundinn eiginleiki að konur laðast almennt að körlum og karlar almennt að konum?“ spyr hún. „Það er nefnilega að allt hinsegin fólk lifir lífinu þvert á hugmyndir um „eðli“ karla og kvenna. Við erum einfaldlega hluti hins náttúrulega fjölbreytileika líkt og allt annað fólk. Kyn er ekki einfalt og sama hversu oft 'það eru bara tvö kyn' er endurtekið breytir nákvæmlega engu um raunveruleikann.“ Þá bendir hún á trans fólk hafi haft lögfestan aðgang að kynjuðum rýmum á Íslandi frá árinu 2012, óháð hvernig líkami þeirra lítur út. Þá hafi Alþjóðaólympíunefndin fyrst sett viðmið um trans keppendur í íþróttum árið 2004. „Áhersla afturhaldsafla á meint óréttlæti í afreksíþróttum og takmarkanir á notkun trans fólks á kynjuðum rýmum kemur fram af krafti um tíu árum seinna og hefur aðeins nýlega náð yfirborðinu hér. Hvort tveggja hefur verið mjög árangursríkt verkfæri fyrir þau sem vilja takmarka réttindi trans fólks almennt. Á Íslandi hafa samtöl um íþróttir, klefa og sundlaugar og fangelsi o.s.frv. farið fram reglulega við hlutaðeigandi stofnanir, ráðuneyti, fyrirtæki, félög og einstaklinga. Slík samtöl eiga sér ekki stað opinberlega við alla sem hafa skoðun á því hvort trans fólk eigi í alvörunni að njóta jafnréttis.“
Hinsegin Miðflokkurinn Mannréttindi Heilbrigðismál Tjáningarfrelsi Málefni trans fólks Tengdar fréttir „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20 Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3. september 2025 11:49 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. 4. september 2025 09:20
Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3. september 2025 11:49
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41