Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 19:09 Fyrirtækin gangast við lögbrotum sem hluti af sáttinni við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Fossar fjárfestingabanki gerðust brotleg við lög í tengslum við söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 og hafa fallist á að greiða sektir vegna þessa. Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25