Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 23:15 Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson, stjórnarfólk í Búsetufrelsi og íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. aðsend Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna sveitarstjórnina harðlega fyrir að reyna að fá lögheimiliskráningu fólks breytt og afskrá það um leið úr sveitarfélaginu. „Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis. Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis.
Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02