Innlent

Fjöl­menn mót­mæli og skortur á ís­lensku­kunn­áttu þrátt fyrir doktors­nám

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Fjölmenn mótmæli fóru fram víða um land í dag til stuðnings fólkinu á Gasa. Fyrrverandi utanríkisráðherra kallar eftir raunverulegum aðgerðum og að viðskiptasambandi við Ísrael verði rift. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 

Rætt verður við Roberto Luigi Pagani, Ítala sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Nýlega var umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt hafnað vegna þess að hann hefur ekki tilskilið próf í íslensku.

Við heimsækjum hjón í Kópavogi sem standa fyrir bakstursmaraþoni í dag, til minningar um fósturson sinn sem lést í byrjun þessa árs. Baksturinn hófst í hádeginu og lýkur í hádeginu á morgun en maraþonið er til styrktar Bergsins headspace, þangað sem ungmenni frá 12 til 25 ára aldurs geta leitað.

Við hittum einnig á kornbændur, sem eru bjartsýnir fyrir góðri uppskeru í haust, og svo er þéttur íþróttapakki, þar sem farið verður yfir formúluna, Lengjudeildina og næstu skref í undankeppninni fyrir HM í fótbolta.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×