Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2025 11:02 Niclas Füllkrug er auðþekkjanlegur á tönninni sem virðist vanta í hann. getty/Jacques Feeney Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, leituðu ráða hjá þúsundþjalasmiðnum Rúrik Gíslasyni hvað ætti að gera með tvo þýska leikmenn í Fantasy. Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02