„Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Björn Berg Gunnarsson skrifar 9. september 2025 07:01 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Vísir/Vilhelm 28 ára kona spyr: Ég er með húsnæðislán sem er um það bil 32.000.000 kr. verðtryggt lán og 7.000.000 kr. óverðtryggt viðbótarlán fyrir fyrstu kaupendur. Hvort er hagstæðara fyrir mig að ráðstafa séreignarsparnaðinum mínum inn á verðtryggða lánið eða óverðtryggða lánið? Ath. ég er fyrsti kaupandi og þurfti að strengja bogann ansi hátt til að komast inn á markaðinn og er því að leitast eftir því að vera með sem lægsta greiðslubyrði á mánuði amk. næsta árið. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Það er gott að þú spyrjir út í þetta, en það getur einmitt skipt miklu máli hvert við ráðstöfum viðbótarfjárhæðum eins og mánaðarlegri greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar. Forsendur Ég hef ekki aðrar upplýsingar um lánin þín en fjárhæðir þeirra og að annað sé verðtryggt og hitt fyrstu kaupa lán. Þar sem þú leggur áherslu á lægstu mögulegu greiðslubyrði ætla ég að gefa mér eftirfarandi: Verðtryggða lánið sé greitt með jöfnum greiðslum til 30 ára og breytilegum 4,75% vöxtum Óverðtryggða fyrstu kaupa lánið sé með jöfnum greiðslum til 10 ára og breytilegum 10,25% vöxtum Verðbólga út lánstímann verði 3,5% á ári Skv. þessu væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins um 167.000 kr. á mánuði og þess óverðtryggða um 94.000 kr., eða samtals um 261.000 kr. á mánuði. Það er engin leið að vita hver útkoman verður á samanburði verðtryggðra og óverðtryggðra lána til langs tíma þar sem við vitum ekki hvernig verðbólga og vextir munu þróast. Það þýðir þó ekki að við þurfum að gefast upp og kasta peningi til að finna svarið. Ég get ekki ráðlagt þér eina augljósa leið en það er þó áhugavert að velta upp mögulegum áhrifum þess að þú greiðir viðbótarlífeyrissparnaðinn aukalega inn á óverðtryggða viðbótarlánið. Lagt inn á óverðtryggða lánið Einstaklingur getur að hámarki látið greiða 500.000 kr. iðgjald í viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt á ári. Það eru 41.667 kr. á mánuði og nú skulum við miða við að þú gangir frá slíku á Leiðréttingarvef Skattsins. Á einu ári (að gefnum forsendum lánsins sem ég nefndi að ofan) væri fjárhæð lánsins komið niður í um 6,2 m.kr. í stað 6,6 m.kr. ef þú hefðir ekki gengið frá þeirri ráðstöfun. Greiðslubyrði lánsins væri þó einnig búin að lækka og væri um 87.000 kr. á mánuði í stað 94.000 kr. Það ætti vonandi að hjálpa þér aðeins, samhliða því að þú sérð lánið lækka. Áframhaldið – ári síðar Á þessu eina ári hefur þú þó ekki greitt aukalega inn á verðtryggða lánið, sem hefur að nafnvirði vaxið um 650.000 kr. og greiðslubyrðin þyngst í 173.000 kr. á mánuði. En nú hefur þú vonandi meira svigrúm í að þoka lánunum í rétta átt. Nú skulum við gefa okkur að þú haldir áfram að veita viðbótarlífeyrissparnaðinum þínum inn á óverðtryggða lánið, en hækkir þar að auki greiðslubyrði þess aftur upp í 94.000 kr. á mánuði og bætir enn frekar við 20.000 kr. mánaðarlegri greiðslu vegna aukins fjárhagslegs svigrúms. Þú ákveður því að í heildina fari 156.000 kr. á mánuði inn á óverðtryggða lánið og hvað gerist þá? Ef þú heldur þeim heildargreiðslum föstum þar til óverðtryggða lánið er að fullu upp gert verður það farið 4 árum síðar. Þú hafðir greitt lánið upp á 5 árum í heildina í stað 10 ára. Áframhaldið – 5 árum síðar Verðtryggða lánið stendur nú í 34,8 m.kr. og greiðslubyrði þess í 198.000 kr. á mánuði. En nú ert þú laus við viðbótarlánið. Ef þú bætir nú greiðslum óverðtryggða lánsins við greiðslur þess verðtryggða sjáum við nokkuð áhugaverða breytingu. Í stað þess að þú verðir að fullu skuldlaus 25 árum síðar hefur þú stytt biðina í tæp 12 ár. 39 milljóna króna skuld, sem stefndi í að tæki 30 ár að gera upp er frágengin á 17 árum. Athugaðu að hér hef ég aðeins gefið mér að greiðslugeta þín aukist um 51.000 kr. að nafnvirði allan þennan tíma (20.000 kr. + 31.000 kr. hækkun greiðslubyrði verðtryggða lánsins fyrstu 5 árin) auk þess sem ég gef mér mjög háa vexti og verðbólgu 1% yfir markmiði Seðlabankans. Mun þetta ganga upp? Ef þú leggur í þessa vegferð verða tölurnar eflaust allt aðrar en í dæminu að ofan, þar sem verðbólga, vextir og greiðslur þínar verða tæplega stöðugar allan tímann. En áhrifin verða vonandi álíka jákvæð eða betri. Galdurinn er nefnilega að láta sig hafa það annað slagið að skipuleggja sig, reikna og hamast á lánunum. Hugsaðu þér hvað það verður gaman að vera skuldlaus 45 ára í stað 58 ára. Kannski getur þú endurfjármagnað lánin þín á betri kjörum og sennilega verður greiðslugeta þín mun meiri. Þá tekur þetta enga stund og þér verða allir vegir færir. Fjármálin með Birni Berg Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Það er gott að þú spyrjir út í þetta, en það getur einmitt skipt miklu máli hvert við ráðstöfum viðbótarfjárhæðum eins og mánaðarlegri greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar. Forsendur Ég hef ekki aðrar upplýsingar um lánin þín en fjárhæðir þeirra og að annað sé verðtryggt og hitt fyrstu kaupa lán. Þar sem þú leggur áherslu á lægstu mögulegu greiðslubyrði ætla ég að gefa mér eftirfarandi: Verðtryggða lánið sé greitt með jöfnum greiðslum til 30 ára og breytilegum 4,75% vöxtum Óverðtryggða fyrstu kaupa lánið sé með jöfnum greiðslum til 10 ára og breytilegum 10,25% vöxtum Verðbólga út lánstímann verði 3,5% á ári Skv. þessu væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins um 167.000 kr. á mánuði og þess óverðtryggða um 94.000 kr., eða samtals um 261.000 kr. á mánuði. Það er engin leið að vita hver útkoman verður á samanburði verðtryggðra og óverðtryggðra lána til langs tíma þar sem við vitum ekki hvernig verðbólga og vextir munu þróast. Það þýðir þó ekki að við þurfum að gefast upp og kasta peningi til að finna svarið. Ég get ekki ráðlagt þér eina augljósa leið en það er þó áhugavert að velta upp mögulegum áhrifum þess að þú greiðir viðbótarlífeyrissparnaðinn aukalega inn á óverðtryggða viðbótarlánið. Lagt inn á óverðtryggða lánið Einstaklingur getur að hámarki látið greiða 500.000 kr. iðgjald í viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt á ári. Það eru 41.667 kr. á mánuði og nú skulum við miða við að þú gangir frá slíku á Leiðréttingarvef Skattsins. Á einu ári (að gefnum forsendum lánsins sem ég nefndi að ofan) væri fjárhæð lánsins komið niður í um 6,2 m.kr. í stað 6,6 m.kr. ef þú hefðir ekki gengið frá þeirri ráðstöfun. Greiðslubyrði lánsins væri þó einnig búin að lækka og væri um 87.000 kr. á mánuði í stað 94.000 kr. Það ætti vonandi að hjálpa þér aðeins, samhliða því að þú sérð lánið lækka. Áframhaldið – ári síðar Á þessu eina ári hefur þú þó ekki greitt aukalega inn á verðtryggða lánið, sem hefur að nafnvirði vaxið um 650.000 kr. og greiðslubyrðin þyngst í 173.000 kr. á mánuði. En nú hefur þú vonandi meira svigrúm í að þoka lánunum í rétta átt. Nú skulum við gefa okkur að þú haldir áfram að veita viðbótarlífeyrissparnaðinum þínum inn á óverðtryggða lánið, en hækkir þar að auki greiðslubyrði þess aftur upp í 94.000 kr. á mánuði og bætir enn frekar við 20.000 kr. mánaðarlegri greiðslu vegna aukins fjárhagslegs svigrúms. Þú ákveður því að í heildina fari 156.000 kr. á mánuði inn á óverðtryggða lánið og hvað gerist þá? Ef þú heldur þeim heildargreiðslum föstum þar til óverðtryggða lánið er að fullu upp gert verður það farið 4 árum síðar. Þú hafðir greitt lánið upp á 5 árum í heildina í stað 10 ára. Áframhaldið – 5 árum síðar Verðtryggða lánið stendur nú í 34,8 m.kr. og greiðslubyrði þess í 198.000 kr. á mánuði. En nú ert þú laus við viðbótarlánið. Ef þú bætir nú greiðslum óverðtryggða lánsins við greiðslur þess verðtryggða sjáum við nokkuð áhugaverða breytingu. Í stað þess að þú verðir að fullu skuldlaus 25 árum síðar hefur þú stytt biðina í tæp 12 ár. 39 milljóna króna skuld, sem stefndi í að tæki 30 ár að gera upp er frágengin á 17 árum. Athugaðu að hér hef ég aðeins gefið mér að greiðslugeta þín aukist um 51.000 kr. að nafnvirði allan þennan tíma (20.000 kr. + 31.000 kr. hækkun greiðslubyrði verðtryggða lánsins fyrstu 5 árin) auk þess sem ég gef mér mjög háa vexti og verðbólgu 1% yfir markmiði Seðlabankans. Mun þetta ganga upp? Ef þú leggur í þessa vegferð verða tölurnar eflaust allt aðrar en í dæminu að ofan, þar sem verðbólga, vextir og greiðslur þínar verða tæplega stöðugar allan tímann. En áhrifin verða vonandi álíka jákvæð eða betri. Galdurinn er nefnilega að láta sig hafa það annað slagið að skipuleggja sig, reikna og hamast á lánunum. Hugsaðu þér hvað það verður gaman að vera skuldlaus 45 ára í stað 58 ára. Kannski getur þú endurfjármagnað lánin þín á betri kjörum og sennilega verður greiðslugeta þín mun meiri. Þá tekur þetta enga stund og þér verða allir vegir færir.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni.
Fjármálin með Birni Berg Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira