Innlent

Tekist á um fjár­lög, lykkjumálið og al­eigan í rafmynt

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Fjármálaráðherra segir óásættanlegt að reka ríkið með halla og senda reikninginn á kynslóðir framtíðarinnar. Í kvöldfréttum Sýnar verður rýnt í fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem á stuðla að vaxtalækkun. Þá mæta þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins í myndver og takast á um málið.

Ástandið á Gaza var eina málefnið á fundi utanríkismálanefndar Alþingis nú síðdegis. Utanríkisráðherra kom fyrir nefndina og kynnti minnisblað um mögulegar aðgerðir gagnvart Ísraelum. Við ræðum við ráðherra í beinni.

Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Kristján Már Unnarsson fór til Nuuk og ræddi við hina íslensk-grænlensku Ingu Dóru Guðmundsdóttur sem segir eitthvað rotið innan danska stjórnkerfisins.

Þá kíkjum við á nýjan Kvikmyndaskóla þar sem nemendur komu í fyrsta sinn saman í dag eftir gjaldþrotið í vor, kynnum okkur óánægju með flutning á grenndargámum og tökum á móti sundkappa sem lauk í dag því þrekvirki að synda í kringum Ísland.

Í Sportpakkanum hitum við upp fyrir stórleikinn gegn Frökkum og heyrum bæði í landsliðsþjálfarum Íslands og Frakklands.

Að loknum kvöldfréttum í Íslandi í dag verður áhugavert viðtal við Bergþór Másson sem seldi nýverið íbúð sína og setti fjármunina í Bitcoin. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×