Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2025 13:46 Jonas Gahr Store, forsætisráðherra, ræddi við fjölmiðla í morgun um niðurstöður kosninga og um það sem framundan er. Getty/Carl Court Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð. Gestir kosningavöku Verkamannaflokksins fögnuðu ákaft í nótt. Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra, sagði við fréttastofu AP að önnur Evrópuríki gætu dregið lærdóm af norsku kosningunum. Félagshyggjuflokkar gætu vel unnið kosningasigur í kosningum þar sem „sterkur hægri poppúlistaflokkur“ sópar til sín fylgi frá hefðbundnari flokkum. Rauða blokkinn hefði sýnt það og sannað með niðurstöðum kosninga. Gestir á kosningavöku Verkamannaflokksins voru að vonum ánægðir með þróun mála í nótt en flokkurinn er stærstur og rauða blokkinn vann nauman sigur.Getty/Carl Court Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre fékk rúm 28 prósent atkvæða, og er stærsti flokkurinn eftir nýafstaðnar kosningar og rauða blokkin, heldur velli. Framfaraflokkur Sylvi Listhaug, sem er yst til hægri, vann þó glæstan kosningasigur og endaði með tæp 24 prósent atkvæða. „Ég held að það sem hafi komið mest á óvart er að allt fylgi Framfaraflokksins hafi skilað sér og eiginlega meira til, meira en þau voru búin að mælast með í könnunum. Mjög margt ungt fólk hafði sagst ætla að kjósa þau og það sama gildir um fólk sem kaus ekki í síðustu kosningum. Þess vegna var frekar búist við að flokkurinn myndi fá minna fylgi en hann mældist með,“ segir Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur. „Þó það líti allt út fyrir að Støre haldi völdum þá má eiginlega segja að Framfaraflokkurinn sé sigurvegari þessara kosninga, langbestu kosningar sem hann hefur nokkru sinni fengið.“ Hluti kjósenda leiður á Solberg Það gæti dregið til tíðinda innan úr herbúðum Ernu Solberg, sem á myndinni er fyrir miðju, því flokksmenn eru farnir að krefjast breytinga í forystunni eftir að Hægri galt afhroð, undir forystu Solbergs. Hún hefur sjálf sagt að hún muni ekki koma til með að leiða flokkinn í næstu kosningum að fjórum árum liðnum.Getty/Carl Court Herdís var spurð hvað skýrði velgengni Framfaraflokksins og um leið hnignun Hægri, sem Erna Solberg leiðir og galt í raun afhroð. „Þetta er hluti af vaxandi einstaklingshyggju og hægri sveiflu sem sveiflast lengra til hægri en fylgið hefur verið mjög víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Sennilega hlýst þetta líka af því að kjósendur hægri flokks Ernu Sólberg voru kannski orðnir leiðir á henni.“ Hægri flokkurinn hefði lagt allt sitt traust við Ernu Solberg en flokkurinn endaði með 14,6% atkvæða. „Þau héldu að hún væri besti kosturinn inn í þessar kosningar en svo virðist sem hluti kjósenda væri orðinn leiður á henni.“ Krefjandi verkefni framundan Støre bíður nú það vandasama verkefni að reyna að mynda ríkisstjórn. „Spennan er nú ekki alveg búin, því nú bíður Støre að ræða við sína samstarfsflokka. Það eru allir til í að vinna með Støre en þeir eru ekki til í endilega að vinna með hver öðrum, til dæmis Miðflokkurinn og Umhverfisflokkurinn, Græningjar. Þeir eru oft á öndverðum meiði þannig að kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið.“ Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. 9. september 2025 08:21 Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. 8. september 2025 19:07 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Gestir kosningavöku Verkamannaflokksins fögnuðu ákaft í nótt. Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra, sagði við fréttastofu AP að önnur Evrópuríki gætu dregið lærdóm af norsku kosningunum. Félagshyggjuflokkar gætu vel unnið kosningasigur í kosningum þar sem „sterkur hægri poppúlistaflokkur“ sópar til sín fylgi frá hefðbundnari flokkum. Rauða blokkinn hefði sýnt það og sannað með niðurstöðum kosninga. Gestir á kosningavöku Verkamannaflokksins voru að vonum ánægðir með þróun mála í nótt en flokkurinn er stærstur og rauða blokkinn vann nauman sigur.Getty/Carl Court Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre fékk rúm 28 prósent atkvæða, og er stærsti flokkurinn eftir nýafstaðnar kosningar og rauða blokkin, heldur velli. Framfaraflokkur Sylvi Listhaug, sem er yst til hægri, vann þó glæstan kosningasigur og endaði með tæp 24 prósent atkvæða. „Ég held að það sem hafi komið mest á óvart er að allt fylgi Framfaraflokksins hafi skilað sér og eiginlega meira til, meira en þau voru búin að mælast með í könnunum. Mjög margt ungt fólk hafði sagst ætla að kjósa þau og það sama gildir um fólk sem kaus ekki í síðustu kosningum. Þess vegna var frekar búist við að flokkurinn myndi fá minna fylgi en hann mældist með,“ segir Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur. „Þó það líti allt út fyrir að Støre haldi völdum þá má eiginlega segja að Framfaraflokkurinn sé sigurvegari þessara kosninga, langbestu kosningar sem hann hefur nokkru sinni fengið.“ Hluti kjósenda leiður á Solberg Það gæti dregið til tíðinda innan úr herbúðum Ernu Solberg, sem á myndinni er fyrir miðju, því flokksmenn eru farnir að krefjast breytinga í forystunni eftir að Hægri galt afhroð, undir forystu Solbergs. Hún hefur sjálf sagt að hún muni ekki koma til með að leiða flokkinn í næstu kosningum að fjórum árum liðnum.Getty/Carl Court Herdís var spurð hvað skýrði velgengni Framfaraflokksins og um leið hnignun Hægri, sem Erna Solberg leiðir og galt í raun afhroð. „Þetta er hluti af vaxandi einstaklingshyggju og hægri sveiflu sem sveiflast lengra til hægri en fylgið hefur verið mjög víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Sennilega hlýst þetta líka af því að kjósendur hægri flokks Ernu Sólberg voru kannski orðnir leiðir á henni.“ Hægri flokkurinn hefði lagt allt sitt traust við Ernu Solberg en flokkurinn endaði með 14,6% atkvæða. „Þau héldu að hún væri besti kosturinn inn í þessar kosningar en svo virðist sem hluti kjósenda væri orðinn leiður á henni.“ Krefjandi verkefni framundan Støre bíður nú það vandasama verkefni að reyna að mynda ríkisstjórn. „Spennan er nú ekki alveg búin, því nú bíður Støre að ræða við sína samstarfsflokka. Það eru allir til í að vinna með Støre en þeir eru ekki til í endilega að vinna með hver öðrum, til dæmis Miðflokkurinn og Umhverfisflokkurinn, Græningjar. Þeir eru oft á öndverðum meiði þannig að kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið.“
Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. 9. september 2025 08:21 Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. 8. september 2025 19:07 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. 9. september 2025 08:21
Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. 8. september 2025 19:07