Viðskipti innlent

Stofnar einkahlutafélagið Upp­selt ehf.

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Herra Hnetusmjör er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins.
Herra Hnetusmjör er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Vísir/Vilhelm

Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, hefur stofnað einkahlutafélagið Uppselt ehf. Samkvæmt tilkynningu er tilgangur félagsins rekstur fasteigna og tengd starfsemi.

Í tilkynningu segir að stofnandi félagsins sé einkahlutafélagið Kópbois ehf., félag í eigu Herra Hnetusmjörs.

Árni Páll er eini stjórnarmaður nýstofnaðs félags, en í varastjórn situr Árni Magnússon faðir hans.

„Tilgangur félagsins er rekstur fasteignafélags. Kaup sala og útleiga fasteigna. Eignarhald verðbréfa og tengd starfsemi,“ segir í tilkynningu.

Í sumar var fjallað um að Kópbois ehf., félag Árna Páls, hefði hagnast um 66 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur félagsins hefðu numið tæplega 150 milljónum króna.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá er tilgangur Kópbois ehf. rekstur vegna sviðslista, en Árni Páll hefur um árabil verið einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar.


Tengdar fréttir

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna

Kópbois ehf., félag í eigu Árna Páls Árnasonar, Herra Hnetusmjörs, hagnaðist um 66 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur námu tæplega 150 milljónum króna.

Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys

Tónlistarmennirnir í karlakvintettnum Iceguys juku flestir mánaðartekjur sínar milli ára samkvæmt Tekjublaðinu sem kom út í dag. Líklega þéna þeir þó meira í gegnum fyrirtæki sín en það sem fram kemur í blaðinu, en samkvæmt því mun Herra Hnetusmjör hafa verið tekjuhæstur í hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×