Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­stund fyrir ÍA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í ÍA þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Breiðabliki í dag.
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í ÍA þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Breiðabliki í dag. vísir/diego

Sýnt verður beint frá einum leik í Bestu deild karla í fótbolta á sportrásum Sýnar í dag. Þá getur golfáhugafólk hugsað sér gott til glóðarinnar.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 16:50 verður sýnt beint frá leik ÍA og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta. Skagamenn eru á botni deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti, á meðan Blikar eru í 4. sætinu, sjö stigum á eftir toppliði Valsmanna.

Sýn Sport 4

Klukkan 11:00 hefst bein útsending frá BMW PGA Championship á DP World mótaröðinni í golfi.

Klukkan 17:00 er komið að beinni útsendingu frá Kroger Queen City Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 13:30 verður sýnt beint frá VP Bank Swiss Ladies Open á Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Klukkan 19:00 hefst bein útsending frá leik Toronto Blue Jays og Houston Astros í MLB-deildinni í hafnabolta.

Klukkan 23:00 er svo komið að beinni útsendingu frá viðureign New York Yankees og Detroit Tigers í MLB-deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×