Innlent

Stefán Einar og Sig­mar ræða skautun í kjöl­far voðaverks

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Óttast er að morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk muni valda enn frekari skautun í samfélaginu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og flaggað er í hálfa stöng við sendiráð Bandaríkjamanna á Íslandi. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir feril hans. Þá mæta þeir Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og Sigmar Guðmundsson þingmaður í myndver og ræða möguleg áhrif málsins.

Starfsfólk neyslurýmisins Ylju hefur miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Við kíkjum í rýmið og ræðum við verkefnastjóra sem segir aðsókn hafa stóraukist.

Símanotkun við akstur er meðal stærstu vandamála í umferðinni og kostnaður vegna slíkra slysa hleypur árlega á milljörðum. Við heyrum í fulltrúa Samgöngustofu sem segir árangur þó vera að nást. Þá kíkjum við á stærstu sprengjueyðingaræfingu sinnar tegundar sem fer nú fram hér á landi og verðum í Grænlandi þar sem ferðamannastrauminn hefur aukist stórlega.

Í Sportpakkanum hittum við fótboltakonu sem lagði skóna upp í hillu vegna bakmeiðsla og í Íslandi í dag kíkjum við á stökkpalla sem fólk nýtir til þess að hoppa í sjóinn úr mikilli hæð.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×