Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 22:03 Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Vísir/Bjarni Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira