Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:57 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson segir að hann muni aldrei alveg jafna sig á tapi Englands gegn Íslandi á Evrópumótinu í fótbolta 2016. Á tæplega hálfrar aldar ferli sínum sem knattspyrnustjóri þá sé erfiðast að lifa með því tapi. Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall. EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall.
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira