Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 08:32 Emelía Óskarsdóttir er mætt aftur út á fótboltavöllinn og ánægjan leyndi sér ekki. Instagram/@hbkogewomen Langri þrautagöngu fótboltakonunnar ungu Emelíu Óskarsdóttur lauk loksins þegar hún sneri aftur út á fótboltavöllinn í fyrradag og lék sinn fyrsta leik í fjórtán mánuði. Danska liðið HB Köge, sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar, bauð Emelíu velkomna aftur út á völlinn í sérstakri færslu á Instagram þar sem því var fagnað að hún gæti spilað að nýju, 406 dögum eftir að hafa meiðst. View this post on Instagram A post shared by HB Køge Women (@hbkogewomen) Emelía sleit krossband í hné í fyrrasumar og hefur síðan þá verið frá keppni. Hún hafði komið til Köge og spilað sjö leiki með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni tímabilið áður en hún meiddist, og skorað eitt mark, en var áður hjá Selfossi og í Kristianstad í Svíþjóð. Emelía hefur leikið 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim þrettán mörk. Síðasti leikur hennar fyrir meiðslin var einmitt með U19-landsliðinu gegn Svíum í 1-1 jafntefli 15. júlí í fyrra, þar sem Emelía skoraði mark Íslands. Hún sneri aftur á völlinn í fyrradag þegar hún kom inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok, í 3-2 sigri Köge gegn Farul Constanta í nýju Evrópukeppninni; Evrópubikarnum. Staðan var 2-2 þegar Emelía kom inn á en sigurmark Köge kom svo í uppbótartíma. Þetta var fyrri leikur liðanna í undankeppni Evrópubikarsins en seinni leikurinn er næsta miðvikudag og er það heimaleikur rúmenska liðsins. Danski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Danska liðið HB Köge, sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar, bauð Emelíu velkomna aftur út á völlinn í sérstakri færslu á Instagram þar sem því var fagnað að hún gæti spilað að nýju, 406 dögum eftir að hafa meiðst. View this post on Instagram A post shared by HB Køge Women (@hbkogewomen) Emelía sleit krossband í hné í fyrrasumar og hefur síðan þá verið frá keppni. Hún hafði komið til Köge og spilað sjö leiki með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni tímabilið áður en hún meiddist, og skorað eitt mark, en var áður hjá Selfossi og í Kristianstad í Svíþjóð. Emelía hefur leikið 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim þrettán mörk. Síðasti leikur hennar fyrir meiðslin var einmitt með U19-landsliðinu gegn Svíum í 1-1 jafntefli 15. júlí í fyrra, þar sem Emelía skoraði mark Íslands. Hún sneri aftur á völlinn í fyrradag þegar hún kom inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok, í 3-2 sigri Köge gegn Farul Constanta í nýju Evrópukeppninni; Evrópubikarnum. Staðan var 2-2 þegar Emelía kom inn á en sigurmark Köge kom svo í uppbótartíma. Þetta var fyrri leikur liðanna í undankeppni Evrópubikarsins en seinni leikurinn er næsta miðvikudag og er það heimaleikur rúmenska liðsins.
Danski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira