Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. september 2025 08:55 Ákvörðun Trump um að draga verulega saman í starfsemi U.S.A.I.D. hefur haft miklar afleiðingar í för með sér í fátækari ríkjum heims, þar sem stofnunin stóð fyrir ýmiskonar hjálparstarfi. Getty/Michel Lunanga Bandaríkjastjórn hefur látið farga getnaðarvörnum sem metnar voru á 9,7 milljónir dala og voru ætlaðar til dreifingar í fátækjum ríkjum. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að ýmsir aðilar hefðu boðist til að kaupa birgðirnar og dreifa þeim. Getnaðarvarnirnar, þar á meðal pillan, lykkjan og hormónastafurinn, voru keyptar af bandarísku hjálparstofnuninni U.S.A.I.D. áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að hún skyldi í raun lögð niður. Síðan þá hafa birgðirnar beðið endanlegrar ákvörðunar í vöruhúsi í Belgíu. Nokkuð hefur verið deilt um það hvað ætti að gera við getnaðarvarnirnar en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýsti yfir þeirri afstöðu að þær séu ekki „lífsbjargandi“ og Bandaríkin hyggist ekki lengur sjá fátækum ríkjum fyrir getnaðarvörnum. Þá sagði talskona U.S.A.I.D. í gær, þegar hún greindi frá því að birgðunum hefði verið fargað, að forsetinn hefði heitið því að vernda líf ófæddra barna út um allan heim. Þess ber að geta að samkvæmt upplýsingum sem erlendir miðlar hafa undir höndum var aðeins um að ræða getnaðarvarnir, ekki þungunarrofslyf. New York Times segist hafa heimildir fyrir því að nokkur alþjóðleg samtök, meðal annars Gates Foundation og Children's Investment Fund Foundation, hafi boðist til að taka við birgðunum eða jafnvel greiða fyrir þær. Nýir embættismenn hjá U.S.A.I.D. héldu því hins vegar fram í minnisblaði að enginn kaupandi hefði fundist. Fjórtán mínútum eftir að hann fékk það minnisblað, fyrirskipaði yfirmaður erlendrar aðstoðar hjá utanríkisráðuneytinu að birgðunum skyldi fargað. Förgunin er sögð hafa kostað um það bil 170 þúsund dali. Bandaríkin Lyf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Getnaðarvarnirnar, þar á meðal pillan, lykkjan og hormónastafurinn, voru keyptar af bandarísku hjálparstofnuninni U.S.A.I.D. áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að hún skyldi í raun lögð niður. Síðan þá hafa birgðirnar beðið endanlegrar ákvörðunar í vöruhúsi í Belgíu. Nokkuð hefur verið deilt um það hvað ætti að gera við getnaðarvarnirnar en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýsti yfir þeirri afstöðu að þær séu ekki „lífsbjargandi“ og Bandaríkin hyggist ekki lengur sjá fátækum ríkjum fyrir getnaðarvörnum. Þá sagði talskona U.S.A.I.D. í gær, þegar hún greindi frá því að birgðunum hefði verið fargað, að forsetinn hefði heitið því að vernda líf ófæddra barna út um allan heim. Þess ber að geta að samkvæmt upplýsingum sem erlendir miðlar hafa undir höndum var aðeins um að ræða getnaðarvarnir, ekki þungunarrofslyf. New York Times segist hafa heimildir fyrir því að nokkur alþjóðleg samtök, meðal annars Gates Foundation og Children's Investment Fund Foundation, hafi boðist til að taka við birgðunum eða jafnvel greiða fyrir þær. Nýir embættismenn hjá U.S.A.I.D. héldu því hins vegar fram í minnisblaði að enginn kaupandi hefði fundist. Fjórtán mínútum eftir að hann fékk það minnisblað, fyrirskipaði yfirmaður erlendrar aðstoðar hjá utanríkisráðuneytinu að birgðunum skyldi fargað. Förgunin er sögð hafa kostað um það bil 170 þúsund dali.
Bandaríkin Lyf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira