Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2025 13:03 Ben Proud vonast til að verða loðinn um lófana af þátttöku sinni á Steraleikunum. getty/Ian MacNicol Enski sundkappinn Ben Proud segir að fjárhagslegar ástæður spili inn í þá ákvörðun hans að keppa á Steraleikunum. Proud er heims- og Evrópumeistari í fimmtíu metra skriðsundi og vann til silfurverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Fyrr í vikunni var greint frá því að Proud væri fyrsti breski íþróttamaðurinn sem hefði ákveðið að keppa á Steraleikunum. Þar er keppendum heimilt að taka inn lyf sem eru á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Verðlaunaféð á Steraleikunum er umtalsvert meira en á hefðbundnum mótum og Proud segir það hafi hvatt hann til að breyta til. „Ég er þrítugur og hef verið að hugsa um að hætta í nokkur ár. Við íþróttamenn á Ólympíuleikum þénum ekki nógu mikið til að geta hætt og lifað á því og þess vegna er ég alltaf að leita að einhverju sem getur enst mér lengur,“ sagði Proud. Á HM í sundi 2022 var heildarverðlaunaféð 2,73 milljónir punda. Á Steraleikunum fá keppendur greitt fyrir að taka þátt og Proud fær milljón punda í sinn hlut ef hann slær heimsmetið í fimmtíu metra skriðsundi. „Það myndi taka mig þrettán heimsmeistaratitla til að græða jafn mikið og ég fæ fyrir að vinna eina keppni á þessum leikum,“ sagði Proud. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína að taka þátt á Steraleikunum, meðal annars af breska sundsambandinu. Verið að hafa vit fyrir okkur Steraleikarnir eru afar umdeildir en varað hefur verið við heilsufarsvandamálum sem gætu verið fylgifiskur notkunar ólöglegra efna. Frjálsíþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson tekur undir þær áhyggjur en hann ræddi um Steraleikana í Bítinu á Bylgjunni. „Ástæðan fyrir því að dóp er almennt bannað er ekki bara að það bæti getuna heldur er líka verið að hafa vit fyrir mönnum. Lífeðlisfræðilegar og læknisfræðilegar rannsóknir sýna fram á það að steranotkun eykur til dæmis talsvert líkurnar á að þú deyir úr hjartaáfalli,“ sagði Sigurbjörn. „Þetta er bara eins og með öryggisbelti. Það er einhver sem ákveður það að fólk verði að vera með öryggisbelti og það er verið að hafa vit fyrir okkur til þess að ef við lendum í slysi séu minni líkur á að við deyjum. Þetta er eins með lyfin. Það er verið að passa að þú skaðir þig ekki.“ Fyrstu Steraleikarnir eiga að fara fram í Las Vegas 21.-24. maí á næsta ári. Sund Steraleikarnir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Sjá meira
Proud er heims- og Evrópumeistari í fimmtíu metra skriðsundi og vann til silfurverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Fyrr í vikunni var greint frá því að Proud væri fyrsti breski íþróttamaðurinn sem hefði ákveðið að keppa á Steraleikunum. Þar er keppendum heimilt að taka inn lyf sem eru á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Verðlaunaféð á Steraleikunum er umtalsvert meira en á hefðbundnum mótum og Proud segir það hafi hvatt hann til að breyta til. „Ég er þrítugur og hef verið að hugsa um að hætta í nokkur ár. Við íþróttamenn á Ólympíuleikum þénum ekki nógu mikið til að geta hætt og lifað á því og þess vegna er ég alltaf að leita að einhverju sem getur enst mér lengur,“ sagði Proud. Á HM í sundi 2022 var heildarverðlaunaféð 2,73 milljónir punda. Á Steraleikunum fá keppendur greitt fyrir að taka þátt og Proud fær milljón punda í sinn hlut ef hann slær heimsmetið í fimmtíu metra skriðsundi. „Það myndi taka mig þrettán heimsmeistaratitla til að græða jafn mikið og ég fæ fyrir að vinna eina keppni á þessum leikum,“ sagði Proud. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína að taka þátt á Steraleikunum, meðal annars af breska sundsambandinu. Verið að hafa vit fyrir okkur Steraleikarnir eru afar umdeildir en varað hefur verið við heilsufarsvandamálum sem gætu verið fylgifiskur notkunar ólöglegra efna. Frjálsíþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson tekur undir þær áhyggjur en hann ræddi um Steraleikana í Bítinu á Bylgjunni. „Ástæðan fyrir því að dóp er almennt bannað er ekki bara að það bæti getuna heldur er líka verið að hafa vit fyrir mönnum. Lífeðlisfræðilegar og læknisfræðilegar rannsóknir sýna fram á það að steranotkun eykur til dæmis talsvert líkurnar á að þú deyir úr hjartaáfalli,“ sagði Sigurbjörn. „Þetta er bara eins og með öryggisbelti. Það er einhver sem ákveður það að fólk verði að vera með öryggisbelti og það er verið að hafa vit fyrir okkur til þess að ef við lendum í slysi séu minni líkur á að við deyjum. Þetta er eins með lyfin. Það er verið að passa að þú skaðir þig ekki.“ Fyrstu Steraleikarnir eiga að fara fram í Las Vegas 21.-24. maí á næsta ári.
Sund Steraleikarnir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Sjá meira