Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. september 2025 13:26 Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins óskar eftir því að stjórnvöld reiði fram það fjármagn sem þurfi til að halda starfseminni opinni allt árið um kring. Vísir/aðsend Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar. Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins. Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins.
Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03
Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35