„Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 13. september 2025 07:00 Pedersen spilar tölvuspil til að drepa tímann á meðan hann kemst ekki á völlinn. SÝN Alls konar tilfinningar hafa bærst innra með Patrick Pedersen undanfarnar vikur eftir að hann sleit hásin í bikarúrslitaleik Vals við Vestra. „Mér líður vel. Ég reyni að vera jákvæður. Ég var auðvitað alveg niðurbrotinn þegar þetta gerðist. Ég hef aldrei meiðst eins illa áður,“ sagði Pedersen um meiðslin en knattspyrnumenn eru frá í kringum heilt ár eftir að slíta hásin. Ekki nóg með að slíta hásin og tapa bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli heldur skoraði bróðir hans, Jeppe, sigurmark Vestra í leiknum. „Tilfinningarnar voru blendnar. Ég gleðst með bróður mínum að skora þetta ótrúlega mark sem gerði út um leikinn. Ég var svolítið pirraður að við unnum þetta ekki og meiðast svo í kjölfarið. Það var hrikalegt. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur dagur fyrir Pedersen-fjölskylduna. „Ekki spurning. Þau sátu í hópi stuðningsmanna Vals og þegar Jeppe skoraði fagnaði pabbi ógurlega. Hann upplifði blendnar tilfinningar þegar annar sonur hans meiddist illa og þegar hinn sonur hans skoraði sigurmarkið. Já, það var skrítið.“ Patrick er atvinnumaður og hefur sinnt fótboltanum af fullum hug allan sinn tíma hjá Val. Nú þarf hann að vera á hliðarlínunni til lengri tíma og ljóst að daglega rútínan breytist. „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur. Ég er alveg aðgerðalaus. Ég reyni bara að vera jákvæður. Vonandi get ég setið á bekknum í síðustu fimm leikjum mótsins með leikmönnum Vals og stutt liðið.“ Hann hefur hins vegar fundið eitthvað til að drepa tímann. „Ég var að setja upp leikherbergi fyrir sjálfan mig. Ég spila Counter-Strike. Það er áhugamál mitt og ég gæti orðið rosalega góður núna,“ sagði Pedersen og hló. Viðtalið við Patrick má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Valur mætir Stjörnunni á Hlíðarenda í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla klukkan 19.15 á sunnudaginn. Eftir það verður deildinni skipt upp. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport. Valur er á toppnum með 40 stig og Stjarnan er í 3. sæti með 37 stig. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Mér líður vel. Ég reyni að vera jákvæður. Ég var auðvitað alveg niðurbrotinn þegar þetta gerðist. Ég hef aldrei meiðst eins illa áður,“ sagði Pedersen um meiðslin en knattspyrnumenn eru frá í kringum heilt ár eftir að slíta hásin. Ekki nóg með að slíta hásin og tapa bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli heldur skoraði bróðir hans, Jeppe, sigurmark Vestra í leiknum. „Tilfinningarnar voru blendnar. Ég gleðst með bróður mínum að skora þetta ótrúlega mark sem gerði út um leikinn. Ég var svolítið pirraður að við unnum þetta ekki og meiðast svo í kjölfarið. Það var hrikalegt. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur dagur fyrir Pedersen-fjölskylduna. „Ekki spurning. Þau sátu í hópi stuðningsmanna Vals og þegar Jeppe skoraði fagnaði pabbi ógurlega. Hann upplifði blendnar tilfinningar þegar annar sonur hans meiddist illa og þegar hinn sonur hans skoraði sigurmarkið. Já, það var skrítið.“ Patrick er atvinnumaður og hefur sinnt fótboltanum af fullum hug allan sinn tíma hjá Val. Nú þarf hann að vera á hliðarlínunni til lengri tíma og ljóst að daglega rútínan breytist. „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur. Ég er alveg aðgerðalaus. Ég reyni bara að vera jákvæður. Vonandi get ég setið á bekknum í síðustu fimm leikjum mótsins með leikmönnum Vals og stutt liðið.“ Hann hefur hins vegar fundið eitthvað til að drepa tímann. „Ég var að setja upp leikherbergi fyrir sjálfan mig. Ég spila Counter-Strike. Það er áhugamál mitt og ég gæti orðið rosalega góður núna,“ sagði Pedersen og hló. Viðtalið við Patrick má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Valur mætir Stjörnunni á Hlíðarenda í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla klukkan 19.15 á sunnudaginn. Eftir það verður deildinni skipt upp. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport. Valur er á toppnum með 40 stig og Stjarnan er í 3. sæti með 37 stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira