Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Árni Sæberg skrifar 15. september 2025 13:42 Sigurður Þórðarson var ríkisendurskoðandi í sextán ár. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi ríkisendurskoðandi segir að munur á útboðsgengi hlutabréfa Íslandsbanka og núverandi markaðsvirði sé álíka mikill og gert sé ráð fyrir að fáist í ríkiskassann vegna veiðgjalda fyrir árið 2024. Hann spyr því hvort tilefni sé til þeirrar miklu ánægju sem mælst hefur með söluna. Þetta segir Sigurður Þórðarson, sem var ríkisendurskoðandi milli 1992 og 2010, í aðsendri grein í Morgunblaði dagsins. Hann rekur að þriðja og lokasala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. hafi farið fram um miðjan maímánuð 2025. Seldar hafi verið 850 milljónir hluta ríkissjóðs í bankanum fyrir 90,6 milljarða króna til 31 þúsund kaupenda, að meginhluta einstaklinga, á verði sem hafi verið 106,56 krónur á hlut. Heildareftirspurn í útboðinu hafi numið 190 milljörðum króna, sem sé rúmlega 80 prósent af virði bankans. „Nú, tveimur mánuðum síðar, hefur virði þessara hlutabréfa á markaði hækkað um 18,7% á hluta þegar þetta er skrifað og nemur virðið þá 107,5 milljörðum kr. Er það hækkun sem nemur 16,9 milljörðum kr. sem er svo til sama fjárhæð og áætlað er að veiðigjaldið skv. nýju lögum myndi gefa ríkissjóði vegna ársins 2024.“ Uppfyllti þrjár af fjórum meginreglum Sigurður segir að í lögum um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka segi að „meginreglur við ráðstöfun“ séu eftirfarandi: Við ráðstöfun eignarhlutar skal horft til gagnsæis, hagkvæmni, hlutlægni og jafnræðis í skilningi laga um opinber fjármál. Af þeim fjórum meginþáttum sem lögin kalla eftir að fylgt sé, virðist framkvæmdin við söluna hafa uppfyllt þrjú þeirra vel. Hins vegar hljóti að koma til álita það atriði sem fjallar um „hagkvæmni“. Þar sé gerð krafa um að gætt sé hagsýni við ráðstöfun ríkisfjár. Samkvæmt lögunum um ráðstöfun eignarhluta í Íslandsbanka sem varðar ákvörðun á tilboðsverði á föstu verði, geri lögin ráð fyrir, að tvær viðmiðanir komi til greina við þá ákvörðun. Annars vegar meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar og hins vegar síðasta dagslokagengi fyrir birtingu. Þá sé heimild að hámarki fimm prósenta frávik til lækkunar. Fimm prósent kaupenda fengið þriðjung af hækkuninni Sigurður segir að ákvarðað hafi verið fast verð vegna tilboðsbókar A, 106,56 krónur á hlut, og það hafi jafnframt gilt að lokum fyrir tilboðsbók B. Til samanburðar hafi síðasta dagslokaverð hlutabréfa í bankanum fyrir birtingu, þann 9. maí 2025, aftur á móti verið 114,0 krónur. Í ríkisreikningi 2024 hafi eign ríkissjóðs í Íslandsbanka verið metin á 102 milljarða króna, sem svari til þess, að verð á hlut væri 120,0 krónur. Frá því að salan fór fram fyrir tveimur mánuðum hafi markaðsgengi á hlut í Íslandsbanka hækkað um 18,7 prósent og sé nú um 126,50 krónur á hlut. Í marsmánuði 2022 hafi ríkissjóður selt 450 milljónir hluta í Íslandsbanka til 207 fjárfesta á 117,0 krónur á hlut. Verðmat Jakobsson Capital í árslok 2024 á hlutabréfum Íslandsbanka hf. hafi numið 139,0 krónum og í lok 1. ársfjórðungs 2025 146,0 krónum á hlut. Fasta tilboðsverðið hafi verið valið það hagstæðasta fyrir kaupendur hlutabréfanna. „Alls seldi ríkissjóður hlutabréf til um 31 þúsunds einstaklinga í Íslandsbanka hf. við söluna sem þeir greiddu fyrir 90,6 milljarða kr. Fram hefur komið, að 1.529 einstaklingar hafi keypt hlutabréf í útboðinu fyrir 20 milljónir kr. hver eða samtals fyrir 30,6 milljarða kr. Á því tímabili sem hér er til skoðunar hafa þau bréf hækkað um 5,7 milljarða kr. Hafa því 5% af kaupendum fengið í sinn hlut 34% af hækkuninni.“ Spyr hvort tilefni sé til ánægjunnar Þá segir Sigurður að markmið stjórnvalda með sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hafi verið eftirfarandi: „Salan á Íslandsbanka er mikilvægur liður í að lækka skuldahlutfall ríkissjóðs og ná meiri árangri í opinberum fjármálum.“ Rétt sé að skuldahlutfallið, að því gefnu að söluandvirðið gangi til greiðslu skulda, muni lækka. Í ríkisreikningi árið 2024 hafi hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verið metinn á 102,0 milljarða króna. Salan á hlutum ríkissjóðs í bankanum á árinu 2025 hafi gefið af sér 90,6 milljarða króna, sem sé 11,4 milljörðum króna lægri fjárhæð. „Þannig að í reynd var tap á sölu hluta ríkissjóðs í bankanum og ber að færa það í ársreikningi ríkissjóðs á árinu 2025. Þegar ákveðið var hvert fast tilboðsverð yrði, var það lægsta valið fyrir kaupendur bréfanna. Hér hlýtur að koma til álita hvort ekki hefði átt að fá heimild Alþingis fyrirfram ef ákvarða ætti að hið fasta tilboðsverð gæfi lægra söluvirði en skráð virði Íslandsbanka í reikningum ríkissjóðs.“ Loks vísar Sigurður í Gallup-könnun frá 22 júlí síðastliðins, þar sem spurt var um afstöðu manna til sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Könnunin sýndi að 64 prósent svarenda töldu að vel hefði verið staðið að sölunni en 15prósent illa. „Þetta var þriðja salan á hlutum ríkissjóðs í bankanum en ekki fyrr en nú sýna kannanir að almennt eru menn sáttir við framkvæmd á sölu hluta ríkisins í bankanum. Er tilefni til þess?“ spyr Sigurður. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Þetta segir Sigurður Þórðarson, sem var ríkisendurskoðandi milli 1992 og 2010, í aðsendri grein í Morgunblaði dagsins. Hann rekur að þriðja og lokasala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. hafi farið fram um miðjan maímánuð 2025. Seldar hafi verið 850 milljónir hluta ríkissjóðs í bankanum fyrir 90,6 milljarða króna til 31 þúsund kaupenda, að meginhluta einstaklinga, á verði sem hafi verið 106,56 krónur á hlut. Heildareftirspurn í útboðinu hafi numið 190 milljörðum króna, sem sé rúmlega 80 prósent af virði bankans. „Nú, tveimur mánuðum síðar, hefur virði þessara hlutabréfa á markaði hækkað um 18,7% á hluta þegar þetta er skrifað og nemur virðið þá 107,5 milljörðum kr. Er það hækkun sem nemur 16,9 milljörðum kr. sem er svo til sama fjárhæð og áætlað er að veiðigjaldið skv. nýju lögum myndi gefa ríkissjóði vegna ársins 2024.“ Uppfyllti þrjár af fjórum meginreglum Sigurður segir að í lögum um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka segi að „meginreglur við ráðstöfun“ séu eftirfarandi: Við ráðstöfun eignarhlutar skal horft til gagnsæis, hagkvæmni, hlutlægni og jafnræðis í skilningi laga um opinber fjármál. Af þeim fjórum meginþáttum sem lögin kalla eftir að fylgt sé, virðist framkvæmdin við söluna hafa uppfyllt þrjú þeirra vel. Hins vegar hljóti að koma til álita það atriði sem fjallar um „hagkvæmni“. Þar sé gerð krafa um að gætt sé hagsýni við ráðstöfun ríkisfjár. Samkvæmt lögunum um ráðstöfun eignarhluta í Íslandsbanka sem varðar ákvörðun á tilboðsverði á föstu verði, geri lögin ráð fyrir, að tvær viðmiðanir komi til greina við þá ákvörðun. Annars vegar meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar og hins vegar síðasta dagslokagengi fyrir birtingu. Þá sé heimild að hámarki fimm prósenta frávik til lækkunar. Fimm prósent kaupenda fengið þriðjung af hækkuninni Sigurður segir að ákvarðað hafi verið fast verð vegna tilboðsbókar A, 106,56 krónur á hlut, og það hafi jafnframt gilt að lokum fyrir tilboðsbók B. Til samanburðar hafi síðasta dagslokaverð hlutabréfa í bankanum fyrir birtingu, þann 9. maí 2025, aftur á móti verið 114,0 krónur. Í ríkisreikningi 2024 hafi eign ríkissjóðs í Íslandsbanka verið metin á 102 milljarða króna, sem svari til þess, að verð á hlut væri 120,0 krónur. Frá því að salan fór fram fyrir tveimur mánuðum hafi markaðsgengi á hlut í Íslandsbanka hækkað um 18,7 prósent og sé nú um 126,50 krónur á hlut. Í marsmánuði 2022 hafi ríkissjóður selt 450 milljónir hluta í Íslandsbanka til 207 fjárfesta á 117,0 krónur á hlut. Verðmat Jakobsson Capital í árslok 2024 á hlutabréfum Íslandsbanka hf. hafi numið 139,0 krónum og í lok 1. ársfjórðungs 2025 146,0 krónum á hlut. Fasta tilboðsverðið hafi verið valið það hagstæðasta fyrir kaupendur hlutabréfanna. „Alls seldi ríkissjóður hlutabréf til um 31 þúsunds einstaklinga í Íslandsbanka hf. við söluna sem þeir greiddu fyrir 90,6 milljarða kr. Fram hefur komið, að 1.529 einstaklingar hafi keypt hlutabréf í útboðinu fyrir 20 milljónir kr. hver eða samtals fyrir 30,6 milljarða kr. Á því tímabili sem hér er til skoðunar hafa þau bréf hækkað um 5,7 milljarða kr. Hafa því 5% af kaupendum fengið í sinn hlut 34% af hækkuninni.“ Spyr hvort tilefni sé til ánægjunnar Þá segir Sigurður að markmið stjórnvalda með sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hafi verið eftirfarandi: „Salan á Íslandsbanka er mikilvægur liður í að lækka skuldahlutfall ríkissjóðs og ná meiri árangri í opinberum fjármálum.“ Rétt sé að skuldahlutfallið, að því gefnu að söluandvirðið gangi til greiðslu skulda, muni lækka. Í ríkisreikningi árið 2024 hafi hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verið metinn á 102,0 milljarða króna. Salan á hlutum ríkissjóðs í bankanum á árinu 2025 hafi gefið af sér 90,6 milljarða króna, sem sé 11,4 milljörðum króna lægri fjárhæð. „Þannig að í reynd var tap á sölu hluta ríkissjóðs í bankanum og ber að færa það í ársreikningi ríkissjóðs á árinu 2025. Þegar ákveðið var hvert fast tilboðsverð yrði, var það lægsta valið fyrir kaupendur bréfanna. Hér hlýtur að koma til álita hvort ekki hefði átt að fá heimild Alþingis fyrirfram ef ákvarða ætti að hið fasta tilboðsverð gæfi lægra söluvirði en skráð virði Íslandsbanka í reikningum ríkissjóðs.“ Loks vísar Sigurður í Gallup-könnun frá 22 júlí síðastliðins, þar sem spurt var um afstöðu manna til sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Könnunin sýndi að 64 prósent svarenda töldu að vel hefði verið staðið að sölunni en 15prósent illa. „Þetta var þriðja salan á hlutum ríkissjóðs í bankanum en ekki fyrr en nú sýna kannanir að almennt eru menn sáttir við framkvæmd á sölu hluta ríkisins í bankanum. Er tilefni til þess?“ spyr Sigurður.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira