Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Forsætisráðherra segir jákvæðan tón í ráðamönnum eftir fund Evrópuþjóða við Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta. Skýrar meldingar hafi komið frá Bandaríkjunum að þau muni taka þátt í að tryggja frið komist hann á. Hún segist raunsæ með framhaldið. Innlent 19.8.2025 12:43 „Réttu spilin og réttu vopnin“ Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. Innlent 18.8.2025 20:46 Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Tollarnir hefðu tekið gildi á morgun og áttu að gilda í 200 daga. Innlent 18.8.2025 13:58 Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Umhverfisráðherra segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málum sjókvíaeldis og segir að tekið verði fastar utan um málaflokkinn í frumvarpi sem lagt verði fram á næsta þingi. Meginreglan sé sú að „skussinn borgi brúsann.“ Innlent 17.8.2025 21:01 „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Formaður Neytendasamtakanna segir stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á málum er varða bílastæðagjöld. Leiða megi líkur að því að fyrirtæki sem rukki fyrir þriðja aðila séu ekki með leyfi til þess og segir ekki ganga að hér á landi sé stunduð starfsemi sem sniðgangi lög. Neytendur 17.8.2025 17:16 Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.8.2025 13:46 Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. Innlent 17.8.2025 13:21 „Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ Innlent 16.8.2025 16:28 Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. Innlent 16.8.2025 11:08 Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. Innlent 15.8.2025 19:36 Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Innlent 15.8.2025 11:01 Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samtökin um POTS á Íslandi fordæma ummæli sem Alma Möller heilbrigðisráðherra lét falla í samtali við fréttastofu í gær. Hún sagðist hafaskilning á að það sé erfitt að „hætta í meðferð sem maður trúir á,“ en þar vísar hún til vökvagjafarmeðferð sem POTS-sjúklingar nýta sér. Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna hennar í lok september. Innlent 14.8.2025 16:26 Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári. Innlent 13.8.2025 12:01 Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjúkratryggingar Íslands, Klíníkin Ármúla ehf. og Stoðkerfi ehf., í samstarfi við Læknahúsið DEA Medica, hafa gert með sér samning um framkvæmd liðskipta-, bak-, kviðsjár-, og brjóstaminnkunaraðgerða með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga til næstu þriggja ára. Innlent 12.8.2025 15:48 Dagbjartur aðstoðar Daða Má Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Dagbjart Gunnar Lúðvíksson sem aðstoðarmann sinn. Innlent 12.8.2025 15:21 Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfest um leið „A“ lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Viðskipti innlent 12.8.2025 15:18 Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Fyrsti fundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í fundaferð til undirbúnings samgönguáætlun hefst á Akureyri síðdegis í dag. Ráðherrann hyggst á næstu tveimur vikum halda opna íbúafundi í öllum landshlutum. Þeim lýkur með innviðaþingi í Reykjavík. Innlent 12.8.2025 13:50 Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. Innlent 12.8.2025 12:46 Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna. Innlent 12.8.2025 12:32 Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp Ísraelshers á blaðamönnum á Gasaströndinni og sakar Ísraelsmenn um þjóðarmorð. Félagið vill að ríkisstjórn Íslands sýni dug og beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindum. Erlent 11.8.2025 16:59 Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að reglugerð um plastvörur, þar sem kveðið er á um skyldu til að merkja sérstaklega þær plastvörur sem eru einnota. Innlent 11.8.2025 16:48 Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 11.8.2025 13:24 Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot. Innlent 11.8.2025 12:47 Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. Neytendur 11.8.2025 11:06 Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. Innlent 11.8.2025 09:29 Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Norðurlönd og Eystrasaltsríkin lýsa í sameiginlegri yfirlýsingu yfir stuðningi við fullveldi Úkraínu í aðdraganda fundar Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Innlent 10.8.2025 17:53 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. Innlent 10.8.2025 14:02 Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Erlent 9.8.2025 20:02 Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum. Innlent 9.8.2025 16:50 Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Félags- og húsnæðismálaráðuneytið rannsakar ásakanir á hendur Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara um áreitni í skemmtiferð á vegum embættisins til Vestmannaeyja árið 2022. Innlent 9.8.2025 09:54 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 42 ›
Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Forsætisráðherra segir jákvæðan tón í ráðamönnum eftir fund Evrópuþjóða við Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta. Skýrar meldingar hafi komið frá Bandaríkjunum að þau muni taka þátt í að tryggja frið komist hann á. Hún segist raunsæ með framhaldið. Innlent 19.8.2025 12:43
„Réttu spilin og réttu vopnin“ Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. Innlent 18.8.2025 20:46
Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Tollarnir hefðu tekið gildi á morgun og áttu að gilda í 200 daga. Innlent 18.8.2025 13:58
Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Umhverfisráðherra segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málum sjókvíaeldis og segir að tekið verði fastar utan um málaflokkinn í frumvarpi sem lagt verði fram á næsta þingi. Meginreglan sé sú að „skussinn borgi brúsann.“ Innlent 17.8.2025 21:01
„Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Formaður Neytendasamtakanna segir stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á málum er varða bílastæðagjöld. Leiða megi líkur að því að fyrirtæki sem rukki fyrir þriðja aðila séu ekki með leyfi til þess og segir ekki ganga að hér á landi sé stunduð starfsemi sem sniðgangi lög. Neytendur 17.8.2025 17:16
Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.8.2025 13:46
Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. Innlent 17.8.2025 13:21
„Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ Innlent 16.8.2025 16:28
Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. Innlent 16.8.2025 11:08
Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Hvammsvirkjun. Innlent 15.8.2025 19:36
Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Innlent 15.8.2025 11:01
Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samtökin um POTS á Íslandi fordæma ummæli sem Alma Möller heilbrigðisráðherra lét falla í samtali við fréttastofu í gær. Hún sagðist hafaskilning á að það sé erfitt að „hætta í meðferð sem maður trúir á,“ en þar vísar hún til vökvagjafarmeðferð sem POTS-sjúklingar nýta sér. Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna hennar í lok september. Innlent 14.8.2025 16:26
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári. Innlent 13.8.2025 12:01
Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjúkratryggingar Íslands, Klíníkin Ármúla ehf. og Stoðkerfi ehf., í samstarfi við Læknahúsið DEA Medica, hafa gert með sér samning um framkvæmd liðskipta-, bak-, kviðsjár-, og brjóstaminnkunaraðgerða með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga til næstu þriggja ára. Innlent 12.8.2025 15:48
Dagbjartur aðstoðar Daða Má Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Dagbjart Gunnar Lúðvíksson sem aðstoðarmann sinn. Innlent 12.8.2025 15:21
Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfest um leið „A“ lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Viðskipti innlent 12.8.2025 15:18
Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Fyrsti fundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í fundaferð til undirbúnings samgönguáætlun hefst á Akureyri síðdegis í dag. Ráðherrann hyggst á næstu tveimur vikum halda opna íbúafundi í öllum landshlutum. Þeim lýkur með innviðaþingi í Reykjavík. Innlent 12.8.2025 13:50
Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. Innlent 12.8.2025 12:46
Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna. Innlent 12.8.2025 12:32
Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp Ísraelshers á blaðamönnum á Gasaströndinni og sakar Ísraelsmenn um þjóðarmorð. Félagið vill að ríkisstjórn Íslands sýni dug og beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindum. Erlent 11.8.2025 16:59
Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að reglugerð um plastvörur, þar sem kveðið er á um skyldu til að merkja sérstaklega þær plastvörur sem eru einnota. Innlent 11.8.2025 16:48
Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 11.8.2025 13:24
Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot. Innlent 11.8.2025 12:47
Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. Neytendur 11.8.2025 11:06
Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. Innlent 11.8.2025 09:29
Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Norðurlönd og Eystrasaltsríkin lýsa í sameiginlegri yfirlýsingu yfir stuðningi við fullveldi Úkraínu í aðdraganda fundar Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Innlent 10.8.2025 17:53
Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. Innlent 10.8.2025 14:02
Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Erlent 9.8.2025 20:02
Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum. Innlent 9.8.2025 16:50
Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Félags- og húsnæðismálaráðuneytið rannsakar ásakanir á hendur Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara um áreitni í skemmtiferð á vegum embættisins til Vestmannaeyja árið 2022. Innlent 9.8.2025 09:54