„Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2025 11:32 Andrea Kolbeinsdóttir er einn fremsti utanvegahlaupari Íslands. sýn sport Landslið Íslands í utanvegahlaupum undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram 25.-28. september á Spáni. Hin fjölhæfa Andrea Kolbeinsdóttir kveðst spennt fyrir mótinu. Keppt er í tveimur vegalengdum, 45 og 82 kílómetrum, og sendir Ísland sex karla og sex konur til leiks á HM. Andrea vann Laugarvegshlaupið í sumar og er í góðu formi fyrir heimsmeistaramótið. „Það er geggjað að það sé loksins komið að þessu. Maður er búinn að telja niður síðan maður kláraði Evrópumeistaramótið í fyrra. Þá vissi maður alltaf af þessu sem næsta stóra utanvegamarkmiði. Ég er orðin mjög spennt,“ sagði Andrea í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur „Maður er búinn að hugsa um þetta í meira en ár en auðvitað eru önnur verkefni búin að koma í millitíðinni. En þetta er eitt af því langstærsta.“ Andrea segir undirbúninginn fyrir HM hafa gengið vel. Verður góð áskorun „Ég er búin að einbeita mér að öðru líka en síðustu tvo mánuði hefur maður tekið lengri túra og fleiri hæðarmetra og finnur akkúrat formið kikka inn núna. Ég finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma sem er mjög góð tilfinning,“ sagði Andrea sem ætlar að hlaupa 82 kílómetra. Þeir eru með 5.400 metra hækkun svo um mikla þrekraun er að ræða. „Þetta verður góð áskorun en ég er mjög spennt,“ sagði Andrea. Muna að næra sig Hún kveðst vera með háleit markmið og er meðvituð um að hún þurfi að takast á við mótlæti. „Það getur verið hiti, hæð og þetta er þannig séð það lengsta sem ég hef tekið í tíma á fótum; svona mikil ákefð og svona mikil hækkun. Maður þarf að muna að næra sig jafnt og þétt í gegnum allt hlaupið til að missa ekki orkuna í lokin. Þetta verður erfitt en maður veit það,“ sagði Andrea sem fagnar því að vera hluti af góðum hóp íslenskra hlaupara sem æfa mikið saman. En hver eru markmiðin fyrir HM? „Það er erfitt að segja með tíma, því maður veit ekki brautina, og sæti því maður þekkir ekki alla keppinautana. En ég ætla að vera eins ofarlega og ég get,“ sagði Andrea. Viðtalið við Andreu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hlaup Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira
Keppt er í tveimur vegalengdum, 45 og 82 kílómetrum, og sendir Ísland sex karla og sex konur til leiks á HM. Andrea vann Laugarvegshlaupið í sumar og er í góðu formi fyrir heimsmeistaramótið. „Það er geggjað að það sé loksins komið að þessu. Maður er búinn að telja niður síðan maður kláraði Evrópumeistaramótið í fyrra. Þá vissi maður alltaf af þessu sem næsta stóra utanvegamarkmiði. Ég er orðin mjög spennt,“ sagði Andrea í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur „Maður er búinn að hugsa um þetta í meira en ár en auðvitað eru önnur verkefni búin að koma í millitíðinni. En þetta er eitt af því langstærsta.“ Andrea segir undirbúninginn fyrir HM hafa gengið vel. Verður góð áskorun „Ég er búin að einbeita mér að öðru líka en síðustu tvo mánuði hefur maður tekið lengri túra og fleiri hæðarmetra og finnur akkúrat formið kikka inn núna. Ég finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma sem er mjög góð tilfinning,“ sagði Andrea sem ætlar að hlaupa 82 kílómetra. Þeir eru með 5.400 metra hækkun svo um mikla þrekraun er að ræða. „Þetta verður góð áskorun en ég er mjög spennt,“ sagði Andrea. Muna að næra sig Hún kveðst vera með háleit markmið og er meðvituð um að hún þurfi að takast á við mótlæti. „Það getur verið hiti, hæð og þetta er þannig séð það lengsta sem ég hef tekið í tíma á fótum; svona mikil ákefð og svona mikil hækkun. Maður þarf að muna að næra sig jafnt og þétt í gegnum allt hlaupið til að missa ekki orkuna í lokin. Þetta verður erfitt en maður veit það,“ sagði Andrea sem fagnar því að vera hluti af góðum hóp íslenskra hlaupara sem æfa mikið saman. En hver eru markmiðin fyrir HM? „Það er erfitt að segja með tíma, því maður veit ekki brautina, og sæti því maður þekkir ekki alla keppinautana. En ég ætla að vera eins ofarlega og ég get,“ sagði Andrea. Viðtalið við Andreu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Hlaup Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira