Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 08:32 Fred Kerley með Ólympíubronsið sitt. epa/ANNA SZILAGYI Bandaríski spretthlauparinn Fred Kerley, sem vann til bronsverðlauna í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í fyrra, ætlar að keppa á Steraleikunum á næsta ári. Kerley er fyrsti frjálsíþróttamaðurinn og fyrsti bandaríski karlinn sem gengur til liðs við Steraleikana þar sem engar reglur eru varðandi lyfjanotkun keppenda. Kerley vann brons í eftirminnilegu hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Í síðasta mánuði var hann dæmdur í tímabundið bann fyrir að missa af lyfjaprófum. Hinn þrítugi Kerley hefur tvisvar verið handtekinn á þessu ári, fyrst í janúar eftir viðskipti við lögreglumenn og svo í maí vegna gruns um að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína, frjálsíþróttakonuna Alayshu Johnson. Kerley varð heimsmeistari í hundrað metra hlaupi fyrir þremur árum og vann silfur í greininni á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Hann stefnir á að bæta heimsmetið í greininni á Steraleikunum sem fara í fyrsta sinn fram á næsta ári. Ef Kerley bætir heimsmet Usains Bolt (9,58 sekúndur) á Steraleikunum fær hann eina milljón Bandaríkjadala í verðlaunafé. Kerley á sjötta besta tíma sögunnar í hundrað metra hlaupi, eða 9,76 sekúndur. Kerley er annar Ólympíuverðlaunahafinn á skömmum tíma sem tilkynnir að hann ætli að keppa á Steraleikunum. Enski sundmaðurinn Ben Proud ætlar einnig að gera það. Breska sundsambandið lýsti yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Prouds að taka þátt á Steraleikunum og fordæmdi hana. Alþjóðlega sundsambandið varð fyrr á þessu ári fyrsta alþjóðlega íþróttasambandið sem bannar íþróttafólki sem tekur þátt á Steraleikunum að keppa á mótum á sínum vegum. Frjálsar íþróttir Steraleikarnir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Sjá meira
Kerley er fyrsti frjálsíþróttamaðurinn og fyrsti bandaríski karlinn sem gengur til liðs við Steraleikana þar sem engar reglur eru varðandi lyfjanotkun keppenda. Kerley vann brons í eftirminnilegu hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Í síðasta mánuði var hann dæmdur í tímabundið bann fyrir að missa af lyfjaprófum. Hinn þrítugi Kerley hefur tvisvar verið handtekinn á þessu ári, fyrst í janúar eftir viðskipti við lögreglumenn og svo í maí vegna gruns um að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína, frjálsíþróttakonuna Alayshu Johnson. Kerley varð heimsmeistari í hundrað metra hlaupi fyrir þremur árum og vann silfur í greininni á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Hann stefnir á að bæta heimsmetið í greininni á Steraleikunum sem fara í fyrsta sinn fram á næsta ári. Ef Kerley bætir heimsmet Usains Bolt (9,58 sekúndur) á Steraleikunum fær hann eina milljón Bandaríkjadala í verðlaunafé. Kerley á sjötta besta tíma sögunnar í hundrað metra hlaupi, eða 9,76 sekúndur. Kerley er annar Ólympíuverðlaunahafinn á skömmum tíma sem tilkynnir að hann ætli að keppa á Steraleikunum. Enski sundmaðurinn Ben Proud ætlar einnig að gera það. Breska sundsambandið lýsti yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Prouds að taka þátt á Steraleikunum og fordæmdi hana. Alþjóðlega sundsambandið varð fyrr á þessu ári fyrsta alþjóðlega íþróttasambandið sem bannar íþróttafólki sem tekur þátt á Steraleikunum að keppa á mótum á sínum vegum.
Frjálsar íþróttir Steraleikarnir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Sjá meira