Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 10:59 Verulegur kostnaður hefur hlotist af eldgosahrinunni við Grindavík. Ríkið hefur meðal annars keypt upp fasteignir í bænum og kostað varnargarða í kringum hann. Vísir/Vilhelm Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjuafkoman var neikvæð um sem nemur 3,7 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2024 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag. Til samanburðar var afkoman neikvæð um rúman 101 milljarða króna árið 2023, um 2,3 prósent af vergri landsframleiðslu þess árs. Heildartekjur ríkisins og sveitarfélaga námu 1.988,6 milljörðum króna í fyrra sem nemur 43,3 prósentum af vergri landsframleiðslu. Tekjurnar jukust um 113,6 milljarða króna á milli ára á verðlag hvers árs eða um 6,1 prósent. Útgjöldin námu 2.158,4 milljörðum króna sem nemur 47 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins. Þau jukust um 182,3 milljarða eða 9,2 prósent. Útgjaldaaukning ríkissjóðs nam 9,9 prósentum í fyrra, sveitarfélaga um 6,1 prósent og almannatrygginga um 9,1 prósent. Viðbrögð við jarðhræringunum og eldgosunum við Grindavík voru þungur baggi í fyrra. Bein útgjöld vegna þeirra voru hátt í 48 prósent af útgjaldaaukningu þess opinbera á árinu. Inni í þeim eru uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavík, uppbygging varnargarða auk húsnæðis- og vinnumarkaðsstuðnings. Skuldirnar nema yfir 4.100 milljörðum króna Skattar á tekjur og hagnað eru stærsti tekjuliðir þess opinbera. Þeir námu 42,7 prósentum af heildartekjum þess í fyrra. Skattar á vörur og þjónustu voru 28,3 prósent af tekjunum og jukust um 12,9 prósent á milli ára. Skattekjur jukust um 8,1 prósent í fyrra. Meirihluti útgjalda þess opinbera fer í samneysluna. Þau jukust um 7,9 prósent á milli ára og námu 1.188,7 milljörðum í fyrra. Vaxtagjöld námu 10,4 prósentum af hreinum útgjöldum hins opinbera, alls 212,2 milljörðum króna. Þau lækkuðu um 13,6 prósent á milli ára. Heildarskuldir hins opinbera námu 89,6 prósentum af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs. Þær voru alls 4.110,2 milljarða króna í fyrra og 1.562,6 milljörðum króna meiri en eignir hins opinbera. Útgjöldin drógust saman um 0,9 prósent Hagstofan birti einnig í dag áætlaða afkomu hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hún var neikvæð um 24 milljarða króna og um tvö prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar nam hallinn 5,8 prósentum af landsframleiðslu á sama tímabili í fyrra. Tekjur hins opinbera eru taldar hafa aukist um 7,8 prósent á milli ára á fjórðungnum en heildarútgjöld lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Töluverð útgjöld vegna Grindavíkur voru á öðrum ársfjórðungi í frra sem skekkir samanburðinn. Rekstur hins opinbera Náttúruhamfarir Efnahagsmál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Sjá meira
Tekjuafkoman var neikvæð um sem nemur 3,7 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2024 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag. Til samanburðar var afkoman neikvæð um rúman 101 milljarða króna árið 2023, um 2,3 prósent af vergri landsframleiðslu þess árs. Heildartekjur ríkisins og sveitarfélaga námu 1.988,6 milljörðum króna í fyrra sem nemur 43,3 prósentum af vergri landsframleiðslu. Tekjurnar jukust um 113,6 milljarða króna á milli ára á verðlag hvers árs eða um 6,1 prósent. Útgjöldin námu 2.158,4 milljörðum króna sem nemur 47 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins. Þau jukust um 182,3 milljarða eða 9,2 prósent. Útgjaldaaukning ríkissjóðs nam 9,9 prósentum í fyrra, sveitarfélaga um 6,1 prósent og almannatrygginga um 9,1 prósent. Viðbrögð við jarðhræringunum og eldgosunum við Grindavík voru þungur baggi í fyrra. Bein útgjöld vegna þeirra voru hátt í 48 prósent af útgjaldaaukningu þess opinbera á árinu. Inni í þeim eru uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavík, uppbygging varnargarða auk húsnæðis- og vinnumarkaðsstuðnings. Skuldirnar nema yfir 4.100 milljörðum króna Skattar á tekjur og hagnað eru stærsti tekjuliðir þess opinbera. Þeir námu 42,7 prósentum af heildartekjum þess í fyrra. Skattar á vörur og þjónustu voru 28,3 prósent af tekjunum og jukust um 12,9 prósent á milli ára. Skattekjur jukust um 8,1 prósent í fyrra. Meirihluti útgjalda þess opinbera fer í samneysluna. Þau jukust um 7,9 prósent á milli ára og námu 1.188,7 milljörðum í fyrra. Vaxtagjöld námu 10,4 prósentum af hreinum útgjöldum hins opinbera, alls 212,2 milljörðum króna. Þau lækkuðu um 13,6 prósent á milli ára. Heildarskuldir hins opinbera námu 89,6 prósentum af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs. Þær voru alls 4.110,2 milljarða króna í fyrra og 1.562,6 milljörðum króna meiri en eignir hins opinbera. Útgjöldin drógust saman um 0,9 prósent Hagstofan birti einnig í dag áætlaða afkomu hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hún var neikvæð um 24 milljarða króna og um tvö prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar nam hallinn 5,8 prósentum af landsframleiðslu á sama tímabili í fyrra. Tekjur hins opinbera eru taldar hafa aukist um 7,8 prósent á milli ára á fjórðungnum en heildarútgjöld lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Töluverð útgjöld vegna Grindavíkur voru á öðrum ársfjórðungi í frra sem skekkir samanburðinn.
Rekstur hins opinbera Náttúruhamfarir Efnahagsmál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Sjá meira