Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar 19. september 2025 07:30 Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum. Með barnslega von í hjarta kveikir hún á einni eftir annarri og sér í hugskotinu heitan eld, matarilm, hlátur og ást. En hver eldspýta slokknar jafnóðum. Enginn sér hana og enginn kemur. Að lokum er hún horfin. Hún dó ekki eingöngu vegna kulda, heldur vegna þess að enginn sá hana í tæka tíð. Það er einmitt þessi blinda, þetta skeytingarleysi sem sagan dregur upp af slíkri nákvæmni sem á enn erindi við okkur í dag. Við lifum í samfélagi sem telur sig velmeinandi og siðmenntað. Við byggjum upp velferðarkerfi, tölum um réttindi barna, aukinn stuðning og félagsleg úrræði. En á sama tíma líða börn og ungmenni fyrir það að vera ósýnileg. Þetta eru börnin sem eru til staðar fyrir aðra, mæta í skólann, taka þátt í tómstundum og lifa innan um okkur. En innra með þeim ríkir kuldi sem við sjáum ekki nema við gefum okkur tíma til að horfa. Þessi kuldi er ekki mælanlegur með hitamæli. Hann birtist sem tilfinningaleg fjarlægð, einmanaleika, þögn sem enginn rýnir í, merki sem eru send en ekki móttekin. Börn sem eru stöðugt þreytt, sem segja lítið, sem brosa á röngum augnablikum eða forðast augnsamband. Þau sýna ekki endilega slæma hegðun, þau eru kannski bara að gefa frá sér veikburða vonarneista. Lítil eldspýta, kveikt í myrkrinu. Við sem störfum með börnum hvort sem við erum kennarar, frístundaráðgjafar, starfsfólk leikskóla, foreldrar eða aðrir fullorðnir í lífi barna fáum tækifæri, ekki endilega til að leysa vandann heldur til að sjá hann. Og það eitt og sér getur skipt sköpum. Það getur verið freistandi að trúa því að ábyrgðin hvíli hjá fagfólki, þ.e. sálfræðingum, námsráðgjöfum og barnaverndarnefndum. En áður en þau kerfi fá tækifæri til að bregðast við, er oft löngu búið að kveikja á mörgum eldspýtum og alltof oft síðustu eldspýtunni. Það þarf ekki háfleyg orð eða yfirgripsmiklar aðgerðir til að sýna að við sjáum þau. Það getur falist í því að spyrja aftur þegar barn svarar „allt í lagi“, að þegja með þegar þögnin segir meira en orðin, að brosa ekki aðeins til hópsins heldur líka einstaklingsins sem heldur sig til hlés. Það er stundum í litlu augnablikunum sem börn finna að þau skipta máli. Sú hætta sem blasir við í dag er ekki aðeins geðrænn vandi ungmenna heldur félagslegur doði okkar sem samfélags. Að hlusta ekki eftir undirliggjandi tón, að vanmeta táknin, að afgreiða áhyggjur sem duttlunga eða skort á sjálfsaga. Og í því samhengi erum við ekki ósvipuð fólkinu í ævintýrinu, fólkinu sem gekk framhjá stúlkunni í snjónum, of upptekið eða ónæmt til að staldra við. Við getum ekki bjargað öllum, en við getum breytt einhverju fyrir þá sem standa næst okkur. Það krefst ekki menntunar í geðheilbrigðisfræðum heldur vilja til að tengjast. Vilja til að veita eftirtekt, að líta ekki framhjá því sem virðist smátt. Þegar barn finnur að það er séð og tekið alvarlega, getur sú reynsla kveikt eitthvað innra með því sem heldur lífinu gangandi, jafnvel í erfiðum aðstæðum. Sagan um stúlkuna með eldspýturnar er harmleikur, en hún er líka varnaðarorð. Hún minnir okkur á að það sem virðist fjarlægt og óraunverulegt og getur átt sér hliðstæðu í okkar eigin hverfi, í okkar eigin stofu og í okkar eigin fjölskyldu. Og sú minning þarf að fylgja okkur, ekki sem sorgarsaga heldur sem hvatning til að sjá betur, hlusta betur og bregðast fyrr við aðstæðum. Við megum ekki bíða eftir síðustu eldspýtunni. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum fyrstu vonarneistana áður en þeir slokkna. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum. Með barnslega von í hjarta kveikir hún á einni eftir annarri og sér í hugskotinu heitan eld, matarilm, hlátur og ást. En hver eldspýta slokknar jafnóðum. Enginn sér hana og enginn kemur. Að lokum er hún horfin. Hún dó ekki eingöngu vegna kulda, heldur vegna þess að enginn sá hana í tæka tíð. Það er einmitt þessi blinda, þetta skeytingarleysi sem sagan dregur upp af slíkri nákvæmni sem á enn erindi við okkur í dag. Við lifum í samfélagi sem telur sig velmeinandi og siðmenntað. Við byggjum upp velferðarkerfi, tölum um réttindi barna, aukinn stuðning og félagsleg úrræði. En á sama tíma líða börn og ungmenni fyrir það að vera ósýnileg. Þetta eru börnin sem eru til staðar fyrir aðra, mæta í skólann, taka þátt í tómstundum og lifa innan um okkur. En innra með þeim ríkir kuldi sem við sjáum ekki nema við gefum okkur tíma til að horfa. Þessi kuldi er ekki mælanlegur með hitamæli. Hann birtist sem tilfinningaleg fjarlægð, einmanaleika, þögn sem enginn rýnir í, merki sem eru send en ekki móttekin. Börn sem eru stöðugt þreytt, sem segja lítið, sem brosa á röngum augnablikum eða forðast augnsamband. Þau sýna ekki endilega slæma hegðun, þau eru kannski bara að gefa frá sér veikburða vonarneista. Lítil eldspýta, kveikt í myrkrinu. Við sem störfum með börnum hvort sem við erum kennarar, frístundaráðgjafar, starfsfólk leikskóla, foreldrar eða aðrir fullorðnir í lífi barna fáum tækifæri, ekki endilega til að leysa vandann heldur til að sjá hann. Og það eitt og sér getur skipt sköpum. Það getur verið freistandi að trúa því að ábyrgðin hvíli hjá fagfólki, þ.e. sálfræðingum, námsráðgjöfum og barnaverndarnefndum. En áður en þau kerfi fá tækifæri til að bregðast við, er oft löngu búið að kveikja á mörgum eldspýtum og alltof oft síðustu eldspýtunni. Það þarf ekki háfleyg orð eða yfirgripsmiklar aðgerðir til að sýna að við sjáum þau. Það getur falist í því að spyrja aftur þegar barn svarar „allt í lagi“, að þegja með þegar þögnin segir meira en orðin, að brosa ekki aðeins til hópsins heldur líka einstaklingsins sem heldur sig til hlés. Það er stundum í litlu augnablikunum sem börn finna að þau skipta máli. Sú hætta sem blasir við í dag er ekki aðeins geðrænn vandi ungmenna heldur félagslegur doði okkar sem samfélags. Að hlusta ekki eftir undirliggjandi tón, að vanmeta táknin, að afgreiða áhyggjur sem duttlunga eða skort á sjálfsaga. Og í því samhengi erum við ekki ósvipuð fólkinu í ævintýrinu, fólkinu sem gekk framhjá stúlkunni í snjónum, of upptekið eða ónæmt til að staldra við. Við getum ekki bjargað öllum, en við getum breytt einhverju fyrir þá sem standa næst okkur. Það krefst ekki menntunar í geðheilbrigðisfræðum heldur vilja til að tengjast. Vilja til að veita eftirtekt, að líta ekki framhjá því sem virðist smátt. Þegar barn finnur að það er séð og tekið alvarlega, getur sú reynsla kveikt eitthvað innra með því sem heldur lífinu gangandi, jafnvel í erfiðum aðstæðum. Sagan um stúlkuna með eldspýturnar er harmleikur, en hún er líka varnaðarorð. Hún minnir okkur á að það sem virðist fjarlægt og óraunverulegt og getur átt sér hliðstæðu í okkar eigin hverfi, í okkar eigin stofu og í okkar eigin fjölskyldu. Og sú minning þarf að fylgja okkur, ekki sem sorgarsaga heldur sem hvatning til að sjá betur, hlusta betur og bregðast fyrr við aðstæðum. Við megum ekki bíða eftir síðustu eldspýtunni. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum fyrstu vonarneistana áður en þeir slokkna. Höfundur er mannvinur og kennari.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun