Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar 19. september 2025 07:30 Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum. Með barnslega von í hjarta kveikir hún á einni eftir annarri og sér í hugskotinu heitan eld, matarilm, hlátur og ást. En hver eldspýta slokknar jafnóðum. Enginn sér hana og enginn kemur. Að lokum er hún horfin. Hún dó ekki eingöngu vegna kulda, heldur vegna þess að enginn sá hana í tæka tíð. Það er einmitt þessi blinda, þetta skeytingarleysi sem sagan dregur upp af slíkri nákvæmni sem á enn erindi við okkur í dag. Við lifum í samfélagi sem telur sig velmeinandi og siðmenntað. Við byggjum upp velferðarkerfi, tölum um réttindi barna, aukinn stuðning og félagsleg úrræði. En á sama tíma líða börn og ungmenni fyrir það að vera ósýnileg. Þetta eru börnin sem eru til staðar fyrir aðra, mæta í skólann, taka þátt í tómstundum og lifa innan um okkur. En innra með þeim ríkir kuldi sem við sjáum ekki nema við gefum okkur tíma til að horfa. Þessi kuldi er ekki mælanlegur með hitamæli. Hann birtist sem tilfinningaleg fjarlægð, einmanaleika, þögn sem enginn rýnir í, merki sem eru send en ekki móttekin. Börn sem eru stöðugt þreytt, sem segja lítið, sem brosa á röngum augnablikum eða forðast augnsamband. Þau sýna ekki endilega slæma hegðun, þau eru kannski bara að gefa frá sér veikburða vonarneista. Lítil eldspýta, kveikt í myrkrinu. Við sem störfum með börnum hvort sem við erum kennarar, frístundaráðgjafar, starfsfólk leikskóla, foreldrar eða aðrir fullorðnir í lífi barna fáum tækifæri, ekki endilega til að leysa vandann heldur til að sjá hann. Og það eitt og sér getur skipt sköpum. Það getur verið freistandi að trúa því að ábyrgðin hvíli hjá fagfólki, þ.e. sálfræðingum, námsráðgjöfum og barnaverndarnefndum. En áður en þau kerfi fá tækifæri til að bregðast við, er oft löngu búið að kveikja á mörgum eldspýtum og alltof oft síðustu eldspýtunni. Það þarf ekki háfleyg orð eða yfirgripsmiklar aðgerðir til að sýna að við sjáum þau. Það getur falist í því að spyrja aftur þegar barn svarar „allt í lagi“, að þegja með þegar þögnin segir meira en orðin, að brosa ekki aðeins til hópsins heldur líka einstaklingsins sem heldur sig til hlés. Það er stundum í litlu augnablikunum sem börn finna að þau skipta máli. Sú hætta sem blasir við í dag er ekki aðeins geðrænn vandi ungmenna heldur félagslegur doði okkar sem samfélags. Að hlusta ekki eftir undirliggjandi tón, að vanmeta táknin, að afgreiða áhyggjur sem duttlunga eða skort á sjálfsaga. Og í því samhengi erum við ekki ósvipuð fólkinu í ævintýrinu, fólkinu sem gekk framhjá stúlkunni í snjónum, of upptekið eða ónæmt til að staldra við. Við getum ekki bjargað öllum, en við getum breytt einhverju fyrir þá sem standa næst okkur. Það krefst ekki menntunar í geðheilbrigðisfræðum heldur vilja til að tengjast. Vilja til að veita eftirtekt, að líta ekki framhjá því sem virðist smátt. Þegar barn finnur að það er séð og tekið alvarlega, getur sú reynsla kveikt eitthvað innra með því sem heldur lífinu gangandi, jafnvel í erfiðum aðstæðum. Sagan um stúlkuna með eldspýturnar er harmleikur, en hún er líka varnaðarorð. Hún minnir okkur á að það sem virðist fjarlægt og óraunverulegt og getur átt sér hliðstæðu í okkar eigin hverfi, í okkar eigin stofu og í okkar eigin fjölskyldu. Og sú minning þarf að fylgja okkur, ekki sem sorgarsaga heldur sem hvatning til að sjá betur, hlusta betur og bregðast fyrr við aðstæðum. Við megum ekki bíða eftir síðustu eldspýtunni. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum fyrstu vonarneistana áður en þeir slokkna. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum. Með barnslega von í hjarta kveikir hún á einni eftir annarri og sér í hugskotinu heitan eld, matarilm, hlátur og ást. En hver eldspýta slokknar jafnóðum. Enginn sér hana og enginn kemur. Að lokum er hún horfin. Hún dó ekki eingöngu vegna kulda, heldur vegna þess að enginn sá hana í tæka tíð. Það er einmitt þessi blinda, þetta skeytingarleysi sem sagan dregur upp af slíkri nákvæmni sem á enn erindi við okkur í dag. Við lifum í samfélagi sem telur sig velmeinandi og siðmenntað. Við byggjum upp velferðarkerfi, tölum um réttindi barna, aukinn stuðning og félagsleg úrræði. En á sama tíma líða börn og ungmenni fyrir það að vera ósýnileg. Þetta eru börnin sem eru til staðar fyrir aðra, mæta í skólann, taka þátt í tómstundum og lifa innan um okkur. En innra með þeim ríkir kuldi sem við sjáum ekki nema við gefum okkur tíma til að horfa. Þessi kuldi er ekki mælanlegur með hitamæli. Hann birtist sem tilfinningaleg fjarlægð, einmanaleika, þögn sem enginn rýnir í, merki sem eru send en ekki móttekin. Börn sem eru stöðugt þreytt, sem segja lítið, sem brosa á röngum augnablikum eða forðast augnsamband. Þau sýna ekki endilega slæma hegðun, þau eru kannski bara að gefa frá sér veikburða vonarneista. Lítil eldspýta, kveikt í myrkrinu. Við sem störfum með börnum hvort sem við erum kennarar, frístundaráðgjafar, starfsfólk leikskóla, foreldrar eða aðrir fullorðnir í lífi barna fáum tækifæri, ekki endilega til að leysa vandann heldur til að sjá hann. Og það eitt og sér getur skipt sköpum. Það getur verið freistandi að trúa því að ábyrgðin hvíli hjá fagfólki, þ.e. sálfræðingum, námsráðgjöfum og barnaverndarnefndum. En áður en þau kerfi fá tækifæri til að bregðast við, er oft löngu búið að kveikja á mörgum eldspýtum og alltof oft síðustu eldspýtunni. Það þarf ekki háfleyg orð eða yfirgripsmiklar aðgerðir til að sýna að við sjáum þau. Það getur falist í því að spyrja aftur þegar barn svarar „allt í lagi“, að þegja með þegar þögnin segir meira en orðin, að brosa ekki aðeins til hópsins heldur líka einstaklingsins sem heldur sig til hlés. Það er stundum í litlu augnablikunum sem börn finna að þau skipta máli. Sú hætta sem blasir við í dag er ekki aðeins geðrænn vandi ungmenna heldur félagslegur doði okkar sem samfélags. Að hlusta ekki eftir undirliggjandi tón, að vanmeta táknin, að afgreiða áhyggjur sem duttlunga eða skort á sjálfsaga. Og í því samhengi erum við ekki ósvipuð fólkinu í ævintýrinu, fólkinu sem gekk framhjá stúlkunni í snjónum, of upptekið eða ónæmt til að staldra við. Við getum ekki bjargað öllum, en við getum breytt einhverju fyrir þá sem standa næst okkur. Það krefst ekki menntunar í geðheilbrigðisfræðum heldur vilja til að tengjast. Vilja til að veita eftirtekt, að líta ekki framhjá því sem virðist smátt. Þegar barn finnur að það er séð og tekið alvarlega, getur sú reynsla kveikt eitthvað innra með því sem heldur lífinu gangandi, jafnvel í erfiðum aðstæðum. Sagan um stúlkuna með eldspýturnar er harmleikur, en hún er líka varnaðarorð. Hún minnir okkur á að það sem virðist fjarlægt og óraunverulegt og getur átt sér hliðstæðu í okkar eigin hverfi, í okkar eigin stofu og í okkar eigin fjölskyldu. Og sú minning þarf að fylgja okkur, ekki sem sorgarsaga heldur sem hvatning til að sjá betur, hlusta betur og bregðast fyrr við aðstæðum. Við megum ekki bíða eftir síðustu eldspýtunni. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum fyrstu vonarneistana áður en þeir slokkna. Höfundur er mannvinur og kennari.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun