Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2025 13:02 Það er fjör í Borderlands 4. 2K Games Borderlandsleikirnir hafa um árabil notið góðs orðspors meðal fjölspilunarleikja fyrir að vera skemmtilegir skot og hasarleikir þar sem allt er á yfirsnúningi og fyndnir en misfyndnir þó. Fjórði leikurinn er þar engin undantekning Í stuttu máli sagt snýst saga Borderlands fjögur um forvitnilegu plánetuna Kairos, þar sem drullusokkur sem kallast The Timekeeper stjórnar með harðri hendi. Spilarar þurfa að berjast við hann og skósveina hans, auk þess sem þeir þurfa að byggja upp uppreisn og finna hvelfingu á plánetunni sem á að innihalda gífurlega verðmæta krafta og tækni fyrir hvern sem finnur hana. Hægt er að spila leikinn einn eða með þremur vinum. Það er reyndar líka hægt að spila með ókunnugum. Oggulítið breytt formúla Borderlands 3 kom út á svipuðum tíma árs árið 2019 en allir leikirnir eru gerðir í teiknimyndastíl. Það felur alls ekki í sér að þeir líta illa út. Sjá einnig: Sömu morðin á mismunandi plánetum Það eru í raun engar brjálaðar breytingar milli leikja. Maður velur sér eina persónu af fjórum en þær hafa allar mismunandi hæfileika, áherslur og spilunarmöguleika, eins og hefðin er með fjölspilunarleiki. Maður safnar reynslustigum fyrir að murrka lífið úr óvinum, oft á fyndinn hátt, og gerir persónuna betri. Í senn fær maður sífellt betri vopn, eftir því hversu mörgum reynslustigum maður safnar, eins og hefðin er með svokallaða „looter shooter“-leiki. Þetta er allt voða hefðbundið og voða Borderlands. Það er að segja; hasar, húmor, læti og almennur asnaskapur. Stærsta breytingin milli leikja er að nú gerist hann í opnum heimi. Nánar tiltekið á plánetunni Kairos, þar sem vondur karl sem kallast Timekeeper hefur tekið völdin. Sem svokallaður Vault hunter á maður að finna hvelfingu á plánetunni og í senn velta Timekeeper úr sessi. Opnum heimi fylgir auðvitað farartæki og nú geta spilara byggt upp sitt eigtið til að bruna um Kairos. Bardagakerfi-Eitthvað Sagan skiptir samt takmörkuðu máli. Í rauninni er manni skítsama af hverju maður er að skjóta öll þessi dýr, menn og einhverskonar manndýr?. Þetta snýst um endorfínið sem maður fær við að drepa vonda kalla og finna ný og betri vopn, nýjar varnir og sprengjur. Það er „góða stöffið“. Það sem skiptir lykilmáli í góðum Loot-shooter er bardagakerfið. Ég get varla kvartað yfir því í Borderlands 4. Byssur eru mjög fjölbreyttar og mörgum þeirra fylgja sérstakir hæfileikar eða misunandi tegundir af skaða. Það er alltaf nóg af skotfærum og því öflugri sem maður verður, því betri byssur fær maður og því betri verður maður að beita þeim og öðrum vopnum og hæfileikum. Maður getur einnig hoppað mun meira en í fyrri leikjunum, og svifið um. Þar að auki getur maður notað sérstakan gripkrók til að ferðast um tiltekin svæði en þetta er allt í samhengi opins heims og er hraðar en í síðasta leik. Gripkrókinn er líka hægt að nota til að grípa sprengjur og kasta þeim í óvini. Þetta er allt eftir kúnstarinnar reglum hjá Gearbox, framleiðendum BL4. Allt á yfirdrifi og hreinlega vel gert. Vopn BL4 eru fjölbreytt og skemmtileg. Mann skortir líka aldrei skotfæri, sem er mjög jákvætt.2K Games Það heillar líka að tiltölulega auðvelt er að gera breytingar með persónuna sem maður velur sér. Maður er nefnilega sífellt að finna betri og áhugaverðari byssur sem hafa mikil áhrif á hvernig maður spilar leikinn. Þá er gott að geta breytt persónunni líka og laða spilunarstílinn að vopninu, þar til þú finnur næsta betra vopn. Teiknimyndalúkkið heillar Borderlands 4 er gerður með Unreal grafíkvél en í teiknimyndastíl. Það er ekki nýtt í þessum leikjum og er í raun bara stílbrigði. Það þýðir alls ekki að leikurinn líti illa út. Hann gerir það ekki. Hann lítur bara vel út og hana nú. Kairos er fjölbreyttur heimur sem virðist vel hannaður. Þar er ýmislegt að skoða og enn meira að drepa. Byssurnar eru einnig nokkuð vel gerðar. Þær líta vel út og að skjóta úr þeim lúkkar og hljómar líka vel. Að öðru leyti á ég erfitt með að láta mér detta eitthvað meira í hug til að segja um útlitið. Þessi gaur er drullusokkur.2K Games Samantekt-ish Hvað er hægt að segja um Borderlands 4 hér í lokin? Leyfið mér að hugsa aðeins. Ég spilaði leikinn á PS5 Pro og upplifði lítið sem ekkert vesen en bæði PC-spilarar og PS5 spilarar hafa kvartað sáran yfir leiðindum, frame falli og öðru en ég varð hreint út sagt lítið var við slíkt. Mér finnst leikurinn frekar góður sem looter-shooter, þar sem bardagakerfið er gott, hratt og hressandi. Sagan skiptir beisiklí ekki máli og í leikjum í opnum heimi er gífurlega auðvelt að missa taktinn þegar kemur að sögu leikja og eyða þess í stað tíma í að eltast við önnur verkefni í heiminum. Í Borderlands 4 er af nógu slíku að taka. Húmorinn getur verið fyndinn en hann getur reyndar líka verið yfirdrifinn og pirrandi. Það sem skiptir máli eru byssurnar og óreiðan. Þar stendur BL4 á góðum og sterkum grunni. Gameplayið, leyfi ég mér að kalla það, er í grunninn gott og leikja-loopið sömuleiðis. Svo er Claptrap kominn aftur! Hann er snældu-snar geðveikt vélmenni. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að hann sé kominn aftur. Claptrap er mættur aftur.2K Games Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Í stuttu máli sagt snýst saga Borderlands fjögur um forvitnilegu plánetuna Kairos, þar sem drullusokkur sem kallast The Timekeeper stjórnar með harðri hendi. Spilarar þurfa að berjast við hann og skósveina hans, auk þess sem þeir þurfa að byggja upp uppreisn og finna hvelfingu á plánetunni sem á að innihalda gífurlega verðmæta krafta og tækni fyrir hvern sem finnur hana. Hægt er að spila leikinn einn eða með þremur vinum. Það er reyndar líka hægt að spila með ókunnugum. Oggulítið breytt formúla Borderlands 3 kom út á svipuðum tíma árs árið 2019 en allir leikirnir eru gerðir í teiknimyndastíl. Það felur alls ekki í sér að þeir líta illa út. Sjá einnig: Sömu morðin á mismunandi plánetum Það eru í raun engar brjálaðar breytingar milli leikja. Maður velur sér eina persónu af fjórum en þær hafa allar mismunandi hæfileika, áherslur og spilunarmöguleika, eins og hefðin er með fjölspilunarleiki. Maður safnar reynslustigum fyrir að murrka lífið úr óvinum, oft á fyndinn hátt, og gerir persónuna betri. Í senn fær maður sífellt betri vopn, eftir því hversu mörgum reynslustigum maður safnar, eins og hefðin er með svokallaða „looter shooter“-leiki. Þetta er allt voða hefðbundið og voða Borderlands. Það er að segja; hasar, húmor, læti og almennur asnaskapur. Stærsta breytingin milli leikja er að nú gerist hann í opnum heimi. Nánar tiltekið á plánetunni Kairos, þar sem vondur karl sem kallast Timekeeper hefur tekið völdin. Sem svokallaður Vault hunter á maður að finna hvelfingu á plánetunni og í senn velta Timekeeper úr sessi. Opnum heimi fylgir auðvitað farartæki og nú geta spilara byggt upp sitt eigtið til að bruna um Kairos. Bardagakerfi-Eitthvað Sagan skiptir samt takmörkuðu máli. Í rauninni er manni skítsama af hverju maður er að skjóta öll þessi dýr, menn og einhverskonar manndýr?. Þetta snýst um endorfínið sem maður fær við að drepa vonda kalla og finna ný og betri vopn, nýjar varnir og sprengjur. Það er „góða stöffið“. Það sem skiptir lykilmáli í góðum Loot-shooter er bardagakerfið. Ég get varla kvartað yfir því í Borderlands 4. Byssur eru mjög fjölbreyttar og mörgum þeirra fylgja sérstakir hæfileikar eða misunandi tegundir af skaða. Það er alltaf nóg af skotfærum og því öflugri sem maður verður, því betri byssur fær maður og því betri verður maður að beita þeim og öðrum vopnum og hæfileikum. Maður getur einnig hoppað mun meira en í fyrri leikjunum, og svifið um. Þar að auki getur maður notað sérstakan gripkrók til að ferðast um tiltekin svæði en þetta er allt í samhengi opins heims og er hraðar en í síðasta leik. Gripkrókinn er líka hægt að nota til að grípa sprengjur og kasta þeim í óvini. Þetta er allt eftir kúnstarinnar reglum hjá Gearbox, framleiðendum BL4. Allt á yfirdrifi og hreinlega vel gert. Vopn BL4 eru fjölbreytt og skemmtileg. Mann skortir líka aldrei skotfæri, sem er mjög jákvætt.2K Games Það heillar líka að tiltölulega auðvelt er að gera breytingar með persónuna sem maður velur sér. Maður er nefnilega sífellt að finna betri og áhugaverðari byssur sem hafa mikil áhrif á hvernig maður spilar leikinn. Þá er gott að geta breytt persónunni líka og laða spilunarstílinn að vopninu, þar til þú finnur næsta betra vopn. Teiknimyndalúkkið heillar Borderlands 4 er gerður með Unreal grafíkvél en í teiknimyndastíl. Það er ekki nýtt í þessum leikjum og er í raun bara stílbrigði. Það þýðir alls ekki að leikurinn líti illa út. Hann gerir það ekki. Hann lítur bara vel út og hana nú. Kairos er fjölbreyttur heimur sem virðist vel hannaður. Þar er ýmislegt að skoða og enn meira að drepa. Byssurnar eru einnig nokkuð vel gerðar. Þær líta vel út og að skjóta úr þeim lúkkar og hljómar líka vel. Að öðru leyti á ég erfitt með að láta mér detta eitthvað meira í hug til að segja um útlitið. Þessi gaur er drullusokkur.2K Games Samantekt-ish Hvað er hægt að segja um Borderlands 4 hér í lokin? Leyfið mér að hugsa aðeins. Ég spilaði leikinn á PS5 Pro og upplifði lítið sem ekkert vesen en bæði PC-spilarar og PS5 spilarar hafa kvartað sáran yfir leiðindum, frame falli og öðru en ég varð hreint út sagt lítið var við slíkt. Mér finnst leikurinn frekar góður sem looter-shooter, þar sem bardagakerfið er gott, hratt og hressandi. Sagan skiptir beisiklí ekki máli og í leikjum í opnum heimi er gífurlega auðvelt að missa taktinn þegar kemur að sögu leikja og eyða þess í stað tíma í að eltast við önnur verkefni í heiminum. Í Borderlands 4 er af nógu slíku að taka. Húmorinn getur verið fyndinn en hann getur reyndar líka verið yfirdrifinn og pirrandi. Það sem skiptir máli eru byssurnar og óreiðan. Þar stendur BL4 á góðum og sterkum grunni. Gameplayið, leyfi ég mér að kalla það, er í grunninn gott og leikja-loopið sömuleiðis. Svo er Claptrap kominn aftur! Hann er snældu-snar geðveikt vélmenni. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að hann sé kominn aftur. Claptrap er mættur aftur.2K Games
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning