Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 22:13 Benedikt Már er grunnskólanemandi frá Akureyri. Vísir/Samsett Nemandi í 10. bekk í Lundarskóla mótmælir nýju fyrirkomulagi skólans í kosningum til nemendaráðs. Hann segir kosningarnar tækifæri til að kenna grunnskólanemum mikilvægi atkvæða þeirra. „Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“ Grunnskólar Akureyri Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“
Grunnskólar Akureyri Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira