Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:21 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur stimplað sig inn í stórt hlutverk hjá Angel City eftir komuna til liðsins í sumar, að loknu Evrópumótinu í Sviss. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var að vanda aðsópsmikil í sóknarleik Angel City í nótt þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Washington Spirit í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vel vakandi og á tánum, öfugt við það þegar hún fer í bíó. Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira