Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2025 14:03 Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson skipa þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Arnór Atlason verður þjálfari Holstebro næstu þrjú árin. Hann segir að starfið fari vel saman við það að vera aðstoðarþjálfari landsliðsins. Arnór hefur samið við Holstebro til ársins 2028 en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum og hefur gert góða hluti með liðið síðan þá. Á síðasta tímabili komst Holstebro í undanúrslit úrslitakeppninnar og Arnór var í kjölfarið valinn þjálfari ársins í Danmörku. „Ég vona að við getum haldið áfram að lyfta þessu upp á hærra plan. Við erum búnir að ná fínum árangri á þessum tveimur árum. Þetta var erfitt fyrsta ár og okkur langar að komast aftur í úrslitakeppnina,“ segir Arnór Atlason í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Holstebro var fyrir svona átta, níu árum stabíll topp fjögur lið í Danmörku sem hefur bæði verið í úrslitum og orðið bikarmeistari. En á síðustu þremur árum hefur þetta verið erfiðara og fyrir þremur árum rétt slapp liðið við fall og við þurftum að spila um það, rétt eins og við þurftum að gera á mínu fyrsta ári. Þetta er búið að vera mikill öldudalur. Fyrir þetta tímabil skiptum við alveg níu leikmönnum út sem er alveg svakalega mikið í handbolta,“ segir Arnór en liðið er nú skipað mörgum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Markmið Arnórs í þjálfun eru skýr, að einbeita sér að því félagi sem hann er hjá hverju sinni. „Starfið passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið hjá landsliðinu og það er stór partur af því að ég held áfram, að þetta passi mjög vel saman og það er ekki víst að það geri það annars staðar. Hvað varðar mín markmið, þá finnst mér maður bara skulda því liði sem maður er hjá hverju sinni að vera hundrað prósent einbeittur á það.“ Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Arnór hefur samið við Holstebro til ársins 2028 en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum og hefur gert góða hluti með liðið síðan þá. Á síðasta tímabili komst Holstebro í undanúrslit úrslitakeppninnar og Arnór var í kjölfarið valinn þjálfari ársins í Danmörku. „Ég vona að við getum haldið áfram að lyfta þessu upp á hærra plan. Við erum búnir að ná fínum árangri á þessum tveimur árum. Þetta var erfitt fyrsta ár og okkur langar að komast aftur í úrslitakeppnina,“ segir Arnór Atlason í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Holstebro var fyrir svona átta, níu árum stabíll topp fjögur lið í Danmörku sem hefur bæði verið í úrslitum og orðið bikarmeistari. En á síðustu þremur árum hefur þetta verið erfiðara og fyrir þremur árum rétt slapp liðið við fall og við þurftum að spila um það, rétt eins og við þurftum að gera á mínu fyrsta ári. Þetta er búið að vera mikill öldudalur. Fyrir þetta tímabil skiptum við alveg níu leikmönnum út sem er alveg svakalega mikið í handbolta,“ segir Arnór en liðið er nú skipað mörgum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Markmið Arnórs í þjálfun eru skýr, að einbeita sér að því félagi sem hann er hjá hverju sinni. „Starfið passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið hjá landsliðinu og það er stór partur af því að ég held áfram, að þetta passi mjög vel saman og það er ekki víst að það geri það annars staðar. Hvað varðar mín markmið, þá finnst mér maður bara skulda því liði sem maður er hjá hverju sinni að vera hundrað prósent einbeittur á það.“
Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira