Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 12:05 Sólveig Anna afhenti starfsmanni ráðuneytisins áskorunina í morgun. Efling/Sunna Björg Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ segir í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þar er vísað til haustfundar SVEIT, sem haldinn verður 24. september á Vinnustofu Kjarval í Reykjavík. Þar mun ráðherra kynna og ræða fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Komi á óvart að ráðherra láti nota sig Í tilkynningu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hafi í morgun sent áskorun fyrir hönd félagsins á ráðherra um að falla frá þátttöku sinni á fundinum. „Ég lýsi furðu minni á því að þú skulir kjósa að taka þátt í viðburði á vegum SVEIT sem augljóslega þjónar þeim tilgangi að hvítþvo samtökin og ljá þeim yfirbragð virðuleika. Það kemur mér á óvart að þú viljir láta nota þig og stöðu þína sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands á þennan hátt,“ segi í áskorun Sólveigar Önnu. Efling hafi um margra mánaða skeið varað við „svikamyllu“ sem SVEIT og Virðing standi að, í þeim tilgangi að hafa fé og réttindi af verkafólki í veikri stöðu með blekkingum. Framganga SVEIT hafi enda verið fordæmdur af því sem næst allri hinni íslensku verkalýðshreyfingu. Þá sæti SVEIT og Virðing opinberri rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Því skori formaður Eflingar á ráðherrann Jóhann Pál að draga þátttöku sína í viðburði SVEIT til baka. Ráðherra var á fundi Sólveig Anna hafi ætlað að afhenda ráðherra áskorunina í eigin persónu í morgun, í ráðuneytinu, en ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmaður ráðuneytisins hafi hins vegar tekið við áskoruninni og lofað því að henni yrði komið í hendur ráðherra eins fljótt og auðið yrði. Ráðherra var, eins og flestir ráðherrar, á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stéttarfélög Atvinnurekendur Veitingastaðir Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
„Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ segir í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þar er vísað til haustfundar SVEIT, sem haldinn verður 24. september á Vinnustofu Kjarval í Reykjavík. Þar mun ráðherra kynna og ræða fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum. Komi á óvart að ráðherra láti nota sig Í tilkynningu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hafi í morgun sent áskorun fyrir hönd félagsins á ráðherra um að falla frá þátttöku sinni á fundinum. „Ég lýsi furðu minni á því að þú skulir kjósa að taka þátt í viðburði á vegum SVEIT sem augljóslega þjónar þeim tilgangi að hvítþvo samtökin og ljá þeim yfirbragð virðuleika. Það kemur mér á óvart að þú viljir láta nota þig og stöðu þína sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands á þennan hátt,“ segi í áskorun Sólveigar Önnu. Efling hafi um margra mánaða skeið varað við „svikamyllu“ sem SVEIT og Virðing standi að, í þeim tilgangi að hafa fé og réttindi af verkafólki í veikri stöðu með blekkingum. Framganga SVEIT hafi enda verið fordæmdur af því sem næst allri hinni íslensku verkalýðshreyfingu. Þá sæti SVEIT og Virðing opinberri rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Því skori formaður Eflingar á ráðherrann Jóhann Pál að draga þátttöku sína í viðburði SVEIT til baka. Ráðherra var á fundi Sólveig Anna hafi ætlað að afhenda ráðherra áskorunina í eigin persónu í morgun, í ráðuneytinu, en ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmaður ráðuneytisins hafi hins vegar tekið við áskoruninni og lofað því að henni yrði komið í hendur ráðherra eins fljótt og auðið yrði. Ráðherra var, eins og flestir ráðherrar, á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Stéttarfélög Atvinnurekendur Veitingastaðir Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira