Innlent

Ís­land gegnir for­mennsku í Nor­ræna blaða­manna­sam­bandinu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sigríður og Freyja ásamt norskum kollegum.
Sigríður og Freyja ásamt norskum kollegum. Blaðamannafélag Íslands

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu (NJF) í fyrsta sinn frá stofnun sambandsins. Ísland tók við formennsku af Norðmönnum á árlegum fundi forsætisnefndar sambandsins í Osló í dag.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður blaðamannafélag Íslands, verður þar með forseti sambandsins, og Freyja Steingrímsdóttir verður framkvæmdastjóri þess næstu tvö ár.

Í tilkynningu Blaðamannafélags Íslands segir að á fundinum hafi meðal annars verið rætt um öfluga fréttamiðla sem einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum ríkja, sameiginlegar ógnir sem steðja að fjölmiðlafrelsi og aðgerðir stjórnvalda á Norðurlöndunum í þágu fréttamiðla og blaðamennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×