Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar 21. september 2025 18:00 Í kvöldfréttum RUV s.l. laugardag var rætt um sjúkdóm, sem heitir ristill og farinn er að gera óþyrmilega vart við sig hér á Íslandi. Til er bólusetning, sem kemur í veg fyrir tilurð sjúkdómsins. Í viðtali við RUV sagði heilbrigðisráðherra, að sú bólusetning væri ekki boðin hér á Íslandi. Verið væri að skoða hvort árangur næðist af slíkum bólusetningum og málið yrða svo skoðað í ráðuneytinu en hver og einn landsmaður, sem teldi sig hafa þörf fyrir slíka aðgerð, gæti fengið hana með því að bera kostnaðinn sjálfur. Kostnaður vegna lyfsins næmi 60 þús. kr. á einstakling fyrir skammtinn en sérhver einstaklingur þarf ávallt tvær slíkar bólusetningar með ákveðnu millibili. Sá kostnaðurinn væri sem sé 240 þús kr. fyrir hjónin. Ristill gerir vart við sig Við hjónin eigum dóttur, sem hefur búið í áratugi með fjölskyldu sinni á Kýpur. Hún heimsótti okkur hingað fyrir rúmum þremur árum. Hún veiktist í þeirri heimsókn og leitaði læknis. Sá læknir greindi hana með ristil – en ristill er sjúkdómur sem stafar af því, að hlaupabóluveira, sem viðkomandi hefur smitast af, vaknar aftur í líkamanum og veldur miklum veikindum. Þannig fór um dóttur okkar. Hún fékk bráðabirgðalyf hér en fór veik heim til Kýpur þar sem læknar tóku við henni. Læknarnir þar sinntu henni vel, gerðu m.a. aðgerðir á andliti sem stöfuðu af virkni veitunnar. Var hún lengi að ná sér. Viðvörun gefin Heimilislæknir hennar spurði hana hvort eiginmaður hennar vær á sextugsaldri. Þegar hún játti því bað heimilislæknirinn hana um að senda eiginmanninn til sín strax til þess að fá bólusetningu gegn ristilveirunni. Það gerði hún og bólusetningin fékkst – og var ókeypis. Þau hjónin sögðu mér og konu minni frá þessu og lögðu til að við fengjum sams konar bólusetningu til þess að verjast veikindum, sem við hefðum getað fengið vegna veikinda hennar þegar hún dvaldi með okkur. Því ráði ákváðum við að fylgja. Dyr lokaðar og læstar Þá komum við að lokuðum dyrum. Sumar heilsugæslustöðvar könnuðust við slíkar bólusetningar, en buðu þær ekki. Þegar við leituðum upplýsinga um hvort veikindin ristill væru þekkt hérna var svarið: Nei. Vitað væri um fólk, sem hefði veikst illa og líka um fólk, sem hefði dáið. Sjúkdómurinn væri ekki óalgengur. Þegar ég hafði talað við sjúkratryggingar var svarið slíkt hið sama. Veikindin væru þekkt. Þau væru líka þekkt á Íslandi og gætu haft alvarlegar afleiðingar. Sjúkratryggingar bæru hins vegar engan kostnað af bólusetningarlyfinu. Spurði ég þá hvað ég gæti gert. Borgaðu sjálfur Svarið var einfalt. Þekkir þú ekki einhvern starfandi lyfjafræðing? Gerir þú það, þá skaltu biðja hann um að panta fyrir þig lyfið. En þú þarft að greiða það sjálfur. Fyrir bæði þig og konu þína. Þá ráðleggingu þáði ég og fékk umbeðið bólusetningarefni sent í lyfjaverslun, þar sem ég leysti það út. Við hjónin fengum svo bólusetningu hjá lækni – og heilsast vel. Borguðum fyrir lyfið sem samsvarar 240 þúsund krónur á núgildandi verðlagi samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðherra í kvöldfréttunum á laugardag. Ekkert var greitt fyrir aðstoð læknisins. Vel þekkt á Íslandi Ég fór svo að kynna mér þetta mál nánar. Fékk margar frásagnir um hvernig eldra fólk hefði veikst af þessum sjúkdómi – ristli - fengið kvalafulla sýkingu og sumir dáið. Nú segir ráðherrann okkur, að verið sé að skoða hvort umrætt bólusetingalyf hafi ásættanlegt erindi og sé það niðurstaðan verði málið betur skoðað í ráðuneytinu. Í almennum heilsufarsupplýsingum um heilsufarsmál Í Bandaríkjunum sem má fá með einföldum hætti með því að fletta upp í tölvunni er skýrt og skilmerkilega frá því sagt, að öllum Bandaríkjamönnum 60 ára og eldri sé eindregið ráðlagt að fá bólusetningu gegn ristli eins og við fengum – nákvæmlega eins og sagt er á á Kýpur. Hvort Bandaríkjamenn fá bóluefnið án sérstaks kostnaðar – eins og á Kýpur – eða fyrir 240 þúsund krónur á hjón – eins og á Íslandi – veit ég ekki. Eitthvað gagn af ESB? Merkilegt þótti mér hins vegar að á Kýpur, sem ég þekkti nú nokkuð vel til og þar sem læknishjálp var ekki í boði fyrir 10-12 árum nema sjúklingur borgaði nánast allt sjálfur – var nú komin heilsugæsla eins og ég ólst upp við þar sem sérhver fjölskylda hafði heimilislækni og heimilislæknirinn var umboðsmaður fjölskyldunnar í hinu flókna heilbrigðiskerfi og hélt samhæfða skrá um allt, sem fyrir fjölskyldufólkið hefði verið gert í kerfinu og hver árangurinn hefði orðið. Að slíkt heimilislæknakerfi væri orðið til á Kýpur sem löngu er hætt að vera til á Íslandi – nema sem tylliástæða. Þar sem Guðlaugur Þór, þáverandi heilbrigðisráðherra, „leysti“ vandamálið með því að ákvarða að allir læknar, sem störfuðu á heilsugæslustöðvum, skyldu taka að sér að vera heimilislæknar fyrir alla þá sjúklinga, sem skráðir væri á heilsugæslustöðvar. Hver skyldi þá undrast þó það geti tekið þrjár til fjórar vikur að fá samtal við heimilislækni „sinn“ til þess einfalda verks að fá vottorð fyrir sjóngetu til þess að endurnýja ökuskírteini sitt – sem hver og einn, sem orðinn er í röð elstu borgara þarf að gera allt niður í einu sinnu á ári. Þegar ég spurði: Hvers vegna breyttist þetta svona á Kýpur? Fékk ég einfalt svar: Við gengum í Evrópusambandið. Þá var þessu breytt! Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum RUV s.l. laugardag var rætt um sjúkdóm, sem heitir ristill og farinn er að gera óþyrmilega vart við sig hér á Íslandi. Til er bólusetning, sem kemur í veg fyrir tilurð sjúkdómsins. Í viðtali við RUV sagði heilbrigðisráðherra, að sú bólusetning væri ekki boðin hér á Íslandi. Verið væri að skoða hvort árangur næðist af slíkum bólusetningum og málið yrða svo skoðað í ráðuneytinu en hver og einn landsmaður, sem teldi sig hafa þörf fyrir slíka aðgerð, gæti fengið hana með því að bera kostnaðinn sjálfur. Kostnaður vegna lyfsins næmi 60 þús. kr. á einstakling fyrir skammtinn en sérhver einstaklingur þarf ávallt tvær slíkar bólusetningar með ákveðnu millibili. Sá kostnaðurinn væri sem sé 240 þús kr. fyrir hjónin. Ristill gerir vart við sig Við hjónin eigum dóttur, sem hefur búið í áratugi með fjölskyldu sinni á Kýpur. Hún heimsótti okkur hingað fyrir rúmum þremur árum. Hún veiktist í þeirri heimsókn og leitaði læknis. Sá læknir greindi hana með ristil – en ristill er sjúkdómur sem stafar af því, að hlaupabóluveira, sem viðkomandi hefur smitast af, vaknar aftur í líkamanum og veldur miklum veikindum. Þannig fór um dóttur okkar. Hún fékk bráðabirgðalyf hér en fór veik heim til Kýpur þar sem læknar tóku við henni. Læknarnir þar sinntu henni vel, gerðu m.a. aðgerðir á andliti sem stöfuðu af virkni veitunnar. Var hún lengi að ná sér. Viðvörun gefin Heimilislæknir hennar spurði hana hvort eiginmaður hennar vær á sextugsaldri. Þegar hún játti því bað heimilislæknirinn hana um að senda eiginmanninn til sín strax til þess að fá bólusetningu gegn ristilveirunni. Það gerði hún og bólusetningin fékkst – og var ókeypis. Þau hjónin sögðu mér og konu minni frá þessu og lögðu til að við fengjum sams konar bólusetningu til þess að verjast veikindum, sem við hefðum getað fengið vegna veikinda hennar þegar hún dvaldi með okkur. Því ráði ákváðum við að fylgja. Dyr lokaðar og læstar Þá komum við að lokuðum dyrum. Sumar heilsugæslustöðvar könnuðust við slíkar bólusetningar, en buðu þær ekki. Þegar við leituðum upplýsinga um hvort veikindin ristill væru þekkt hérna var svarið: Nei. Vitað væri um fólk, sem hefði veikst illa og líka um fólk, sem hefði dáið. Sjúkdómurinn væri ekki óalgengur. Þegar ég hafði talað við sjúkratryggingar var svarið slíkt hið sama. Veikindin væru þekkt. Þau væru líka þekkt á Íslandi og gætu haft alvarlegar afleiðingar. Sjúkratryggingar bæru hins vegar engan kostnað af bólusetningarlyfinu. Spurði ég þá hvað ég gæti gert. Borgaðu sjálfur Svarið var einfalt. Þekkir þú ekki einhvern starfandi lyfjafræðing? Gerir þú það, þá skaltu biðja hann um að panta fyrir þig lyfið. En þú þarft að greiða það sjálfur. Fyrir bæði þig og konu þína. Þá ráðleggingu þáði ég og fékk umbeðið bólusetningarefni sent í lyfjaverslun, þar sem ég leysti það út. Við hjónin fengum svo bólusetningu hjá lækni – og heilsast vel. Borguðum fyrir lyfið sem samsvarar 240 þúsund krónur á núgildandi verðlagi samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðherra í kvöldfréttunum á laugardag. Ekkert var greitt fyrir aðstoð læknisins. Vel þekkt á Íslandi Ég fór svo að kynna mér þetta mál nánar. Fékk margar frásagnir um hvernig eldra fólk hefði veikst af þessum sjúkdómi – ristli - fengið kvalafulla sýkingu og sumir dáið. Nú segir ráðherrann okkur, að verið sé að skoða hvort umrætt bólusetingalyf hafi ásættanlegt erindi og sé það niðurstaðan verði málið betur skoðað í ráðuneytinu. Í almennum heilsufarsupplýsingum um heilsufarsmál Í Bandaríkjunum sem má fá með einföldum hætti með því að fletta upp í tölvunni er skýrt og skilmerkilega frá því sagt, að öllum Bandaríkjamönnum 60 ára og eldri sé eindregið ráðlagt að fá bólusetningu gegn ristli eins og við fengum – nákvæmlega eins og sagt er á á Kýpur. Hvort Bandaríkjamenn fá bóluefnið án sérstaks kostnaðar – eins og á Kýpur – eða fyrir 240 þúsund krónur á hjón – eins og á Íslandi – veit ég ekki. Eitthvað gagn af ESB? Merkilegt þótti mér hins vegar að á Kýpur, sem ég þekkti nú nokkuð vel til og þar sem læknishjálp var ekki í boði fyrir 10-12 árum nema sjúklingur borgaði nánast allt sjálfur – var nú komin heilsugæsla eins og ég ólst upp við þar sem sérhver fjölskylda hafði heimilislækni og heimilislæknirinn var umboðsmaður fjölskyldunnar í hinu flókna heilbrigðiskerfi og hélt samhæfða skrá um allt, sem fyrir fjölskyldufólkið hefði verið gert í kerfinu og hver árangurinn hefði orðið. Að slíkt heimilislæknakerfi væri orðið til á Kýpur sem löngu er hætt að vera til á Íslandi – nema sem tylliástæða. Þar sem Guðlaugur Þór, þáverandi heilbrigðisráðherra, „leysti“ vandamálið með því að ákvarða að allir læknar, sem störfuðu á heilsugæslustöðvum, skyldu taka að sér að vera heimilislæknar fyrir alla þá sjúklinga, sem skráðir væri á heilsugæslustöðvar. Hver skyldi þá undrast þó það geti tekið þrjár til fjórar vikur að fá samtal við heimilislækni „sinn“ til þess einfalda verks að fá vottorð fyrir sjóngetu til þess að endurnýja ökuskírteini sitt – sem hver og einn, sem orðinn er í röð elstu borgara þarf að gera allt niður í einu sinnu á ári. Þegar ég spurði: Hvers vegna breyttist þetta svona á Kýpur? Fékk ég einfalt svar: Við gengum í Evrópusambandið. Þá var þessu breytt! Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun