„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2025 21:50 Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram Vísir/Diego Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. „Frábær frammistaða minna manna. Frábærir Framarar í stúkunni að styðja okkur. Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ sagði Rúnar. Hvað varstu helst ósáttur með? „Vítaspyrnan er aldrei vítaspyrna. Svo getum við deilt um það hvort Helgi hafi stoppað í aðdragandanum eða hvort Viktor hafi farið eitthvað örlítið af línunni. Það er mikið af vafaatriðum sem ég er ósáttur við og mér fannst þeir [dómararnir] bara guggna undan pressunni sem var sett á þá í Víkinni.“ Vítaspyrnan sem Víkingur fékk var sannarlega vafasöm, þó brotið virtist augljóst við fyrstu sýn hefði dómurinn líklega ekki staðið í deild með VAR-dómara. Víkingur tók vítaspyrnuna síðan tvisvar vegna þess að Viktor Freyr fór of snemma af línunni, að mati dómara. Helgi Guðjónsson skoraði í annarri tilraun. Fram tókst síðan að jafna en Gylfi Þór Sigurðsson kom Víkingum aftur yfir skömmu síðar. Á lokamínútum færðist mikil harka í leikinn, menn tókust á úti við hliðarlínu og létu líka í sér heyra. Rúnar fékk svo rautt spjald. Hvers vegna fékkstu rautt spjald? „Af því ég var reiður og ósáttur við þá. Fyrsta rauða spjaldið á ferlinum, ég hef alltaf náð að hemja mig þó ég hafi æst mig stundum. En yfirleitt þegar þjálfarar fá rautt spjald er það vegna þess að dómararnir hafa, að okkar mati, átt slæman dag. [Sigurður Hjörtur Þrastarsson] er einn besti dómari landsins að mínu mati en mér fannst hann guggna undan pressunni í dag… Mér fannst hann guggna undan pressu og gefa þeim ódýrt víti, sem mér fannst ekki vera víti.“ Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Frábær frammistaða minna manna. Frábærir Framarar í stúkunni að styðja okkur. Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ sagði Rúnar. Hvað varstu helst ósáttur með? „Vítaspyrnan er aldrei vítaspyrna. Svo getum við deilt um það hvort Helgi hafi stoppað í aðdragandanum eða hvort Viktor hafi farið eitthvað örlítið af línunni. Það er mikið af vafaatriðum sem ég er ósáttur við og mér fannst þeir [dómararnir] bara guggna undan pressunni sem var sett á þá í Víkinni.“ Vítaspyrnan sem Víkingur fékk var sannarlega vafasöm, þó brotið virtist augljóst við fyrstu sýn hefði dómurinn líklega ekki staðið í deild með VAR-dómara. Víkingur tók vítaspyrnuna síðan tvisvar vegna þess að Viktor Freyr fór of snemma af línunni, að mati dómara. Helgi Guðjónsson skoraði í annarri tilraun. Fram tókst síðan að jafna en Gylfi Þór Sigurðsson kom Víkingum aftur yfir skömmu síðar. Á lokamínútum færðist mikil harka í leikinn, menn tókust á úti við hliðarlínu og létu líka í sér heyra. Rúnar fékk svo rautt spjald. Hvers vegna fékkstu rautt spjald? „Af því ég var reiður og ósáttur við þá. Fyrsta rauða spjaldið á ferlinum, ég hef alltaf náð að hemja mig þó ég hafi æst mig stundum. En yfirleitt þegar þjálfarar fá rautt spjald er það vegna þess að dómararnir hafa, að okkar mati, átt slæman dag. [Sigurður Hjörtur Þrastarsson] er einn besti dómari landsins að mínu mati en mér fannst hann guggna undan pressunni í dag… Mér fannst hann guggna undan pressu og gefa þeim ódýrt víti, sem mér fannst ekki vera víti.“
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn