Íslenski boltinn

„Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Guðmundur í leik gegn Val á dögunum.
Guðmundur í leik gegn Val á dögunum. Vísir/Anton Brink

Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark.

„Ég get ekki sagt að við séum sáttir, við ætluðum okkur þrjú stig. Þetta var mikil barátta og allt hálf læst einhvern veginn, þannig við náðum ekki alveg því floti sem við hefðum viljað. Við þurfum bara að halda áfram okkar vegferð, mæta í næsta leik og reyna að sækja þrjú stig þar,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld.

„Þegar vel gengur þá er mikið sjálfstraust og góður andi. Þegar það gengur ekki vel þá er það kannski aðeins slakara. Nú er andinn helvíti góður í liðinu og mikið sjálfstraust. Það er klárt að þegar maður er kominn þetta nálægt stóra markmiðinu að þá horfir maður bara þangað.“

Stjarnan er nú taplausir í sjö leikjum og hafa náð ótrúlegum árangri á lokasprettinum í deildinni.

„Það hefur auðvitað ekki litið þannig út í allt sumar en eins og staðan er núna þá er stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað. Vonandi skrikar okkur ekki fótur á leiðinni en það er klárt að markmiðið er efsta sætið og við gerum okkar besta til þess að ná því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×