Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 07:01 Þau Matthías og Adrimir giftu sig í mars í fyrra. Nú stendur til að senda hana og son hennar úr landi. Íslenskur fjölskyldufaðir segir að Útlendingastofnun hafi leitt hann og eiginkonu hans í gildru með misvísandi ráðleggingum. Nú standi til að vísa henni og syni hennar úr landi og segist hann óttast það hver örlög þeirra verði muni það raungerast. „Maður upplifir það þannig að þau séu búin að ákveða að þetta sé málamiðlunarhjúskapur hjá okkur og að það eigi að brottvísa henni,“ segir Matthías James Spencer Heimisson í samtali við Vísi. Hann kynntist Adrimir Selene Melo Fria, eiginkonu sinni, og Adrian Jesus Melo Fria, syni hennar, stuttu eftir að þau komu til Íslands frá Venesúela í janúar 2023. Þau sóttu um alþjóðlega vernd við komuna. Þau fluttu inn saman í júlí, hann bað hana að giftast sér í september og þau gengu í það heilaga þann 2. mars 2024. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun tekið ástandið í landinu til endurskoðunar, það gerðist í desember 2022. Matthías segir að hefði eiginkona hans mætt viku fyrr til landsins hefði hún sjálfkrafa fengið vernd. Það var svo í október sama ár sem kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum Venesúelabúa um alþjóðlega vernd. Ráðlagt að draga umsóknina til baka Umsókn Adrimir var þá til skoðunar hjá Útlendingastofnun en eftir að þau Matthías giftu sig var henni ráðlagt að draga umsóknina um vernd til baka og sækja um dvalarleyfi fyrir maka. „Síðan bara kemur í ljós að vegna þessa er hún allt í einu orðin ólögleg. Það þýðir að dvalarleyfisumsóknin fyrir maka er felld úr gildi því hún var þá allan tímann ólögleg og hafði aldrei leyfi til þess að sækja um þetta. Núna er liðið eitt og hálft ár þar sem við höfum þurft að berjast við kerfið.“ Matthías segir þau vera ráðþrota, mikill tími og peningur hafi farið í baráttuna fyrir því að fá að vera saman. Málið fari fyrir héraðsdóm í október en hann segist upplifa sem svo að Útlendingastofnun vilji vísa konu hans og fóstursyni úr landi áður en málið verður tekið fyrir. „Maður skilur það að þarna eru sett lög, þar sem hugmyndin er greinilega sú að hindra að fólk geti hangið í kerfinu með nýjum umsóknum en við höfum fengið allskonar svör en það er eins og réttur okkar skipti engu máli og ég veit um mun fleiri dæmi en okkar,“ segir Matthías. Matthías segir þau Adrimir upplifa tortryggni í sinn garð af hálfu Útlendingastofnunar, líkt og þau hafi gift sig til málamynda en ekki vegna þess að þau séu ástfangin. Viðmótið einkennist af tortryggni Hann segir að viðmót Útlendingastofnunar gagnvart Venesúelabúum einkennist af tortryggni og segir það af og frá að um málamiðlunarhjúskap hafi verið að ræða hjá honum og eiginkonu hans. „Ég held það sé almenn afstaða þeirra gagnvart brúðkaupum Venesúelabúa. Það er upplifun okkar. Akkúrat núna. Kannski litar tímasetningin það að einhverju leyti, því hún sækir um vernd fyrst og giftir sig síðan en ég má til með að benda á að Venesúela er það land sem er með eitt mesta hlutfall íbúa á flótta, hvort sem ríki vilji viðurkenna það eða ekki. Staðan þar er vonlaus.“ Hann segir ekki marga gera sér grein fyrir því hverskonar púðurtunna Venesúela sé. Hann óttist hvað verði um eiginkonu hans og fósturson verði þau send úr landi. „Ef þér er fylgt í lögreglufylgd til landsins þá ertu skráður óvinur ríkisins og afleiðingar þess eru skelfilegar. Það eru dæmi þess að fólk hverfi og það heyrist aldrei í þeim aftur.“ Matthías óttast að missa fjölskyldu sína úr landi. Vinni einungis að brottför „Það er stutt í að það brjótist út alvöru átök þarna. En núna er einfaldlega bara verið að vinna í brottför hennar. Útlendingastofnun segist ekki þvinga fólk til að skrifa undir slíkt en valmöguleikarnir er einfaldlega annaðhvort að skrifa undir eða þá að fara í lögreglufylgd. Það er ekkert val. Þau gefa þér ekki möguleikann á að fá vegabréfið til baka þannig að hún geti yfirgefið landið á eigin forsendum, heldur vilja þau að hún skrifi undir og samþykki þannig að fyrirgera öllum tækifærum til að leita réttar þíns.“ Hann segir að það hafi verið líkt og ætlunin hafi verið að plata þau, leiða þau í gildru. „Við upplifum það þannig, að okkur hafi verið veittar misvísandi upplýsingar, líkt og að þau gætu í raun losað sig þarna við einn í viðbót með því að leiðrétta ekki misskilning,“ segir Matthías. Ljóst sé að Útlendingastofnun sé bundin upplýsingaskyldu sem opinber stofnun. „Það á ekki að leyfa fólki að skjóta sig í fótinn. Þau neita hinsvegar að viðurkenna að þau hafi gert eitthvað rangt og við upplifum bara eins og við séum eitthvað númer á pappír.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Venesúela Tengdar fréttir Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. 30. september 2023 19:20 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Maður upplifir það þannig að þau séu búin að ákveða að þetta sé málamiðlunarhjúskapur hjá okkur og að það eigi að brottvísa henni,“ segir Matthías James Spencer Heimisson í samtali við Vísi. Hann kynntist Adrimir Selene Melo Fria, eiginkonu sinni, og Adrian Jesus Melo Fria, syni hennar, stuttu eftir að þau komu til Íslands frá Venesúela í janúar 2023. Þau sóttu um alþjóðlega vernd við komuna. Þau fluttu inn saman í júlí, hann bað hana að giftast sér í september og þau gengu í það heilaga þann 2. mars 2024. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun tekið ástandið í landinu til endurskoðunar, það gerðist í desember 2022. Matthías segir að hefði eiginkona hans mætt viku fyrr til landsins hefði hún sjálfkrafa fengið vernd. Það var svo í október sama ár sem kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum Venesúelabúa um alþjóðlega vernd. Ráðlagt að draga umsóknina til baka Umsókn Adrimir var þá til skoðunar hjá Útlendingastofnun en eftir að þau Matthías giftu sig var henni ráðlagt að draga umsóknina um vernd til baka og sækja um dvalarleyfi fyrir maka. „Síðan bara kemur í ljós að vegna þessa er hún allt í einu orðin ólögleg. Það þýðir að dvalarleyfisumsóknin fyrir maka er felld úr gildi því hún var þá allan tímann ólögleg og hafði aldrei leyfi til þess að sækja um þetta. Núna er liðið eitt og hálft ár þar sem við höfum þurft að berjast við kerfið.“ Matthías segir þau vera ráðþrota, mikill tími og peningur hafi farið í baráttuna fyrir því að fá að vera saman. Málið fari fyrir héraðsdóm í október en hann segist upplifa sem svo að Útlendingastofnun vilji vísa konu hans og fóstursyni úr landi áður en málið verður tekið fyrir. „Maður skilur það að þarna eru sett lög, þar sem hugmyndin er greinilega sú að hindra að fólk geti hangið í kerfinu með nýjum umsóknum en við höfum fengið allskonar svör en það er eins og réttur okkar skipti engu máli og ég veit um mun fleiri dæmi en okkar,“ segir Matthías. Matthías segir þau Adrimir upplifa tortryggni í sinn garð af hálfu Útlendingastofnunar, líkt og þau hafi gift sig til málamynda en ekki vegna þess að þau séu ástfangin. Viðmótið einkennist af tortryggni Hann segir að viðmót Útlendingastofnunar gagnvart Venesúelabúum einkennist af tortryggni og segir það af og frá að um málamiðlunarhjúskap hafi verið að ræða hjá honum og eiginkonu hans. „Ég held það sé almenn afstaða þeirra gagnvart brúðkaupum Venesúelabúa. Það er upplifun okkar. Akkúrat núna. Kannski litar tímasetningin það að einhverju leyti, því hún sækir um vernd fyrst og giftir sig síðan en ég má til með að benda á að Venesúela er það land sem er með eitt mesta hlutfall íbúa á flótta, hvort sem ríki vilji viðurkenna það eða ekki. Staðan þar er vonlaus.“ Hann segir ekki marga gera sér grein fyrir því hverskonar púðurtunna Venesúela sé. Hann óttist hvað verði um eiginkonu hans og fósturson verði þau send úr landi. „Ef þér er fylgt í lögreglufylgd til landsins þá ertu skráður óvinur ríkisins og afleiðingar þess eru skelfilegar. Það eru dæmi þess að fólk hverfi og það heyrist aldrei í þeim aftur.“ Matthías óttast að missa fjölskyldu sína úr landi. Vinni einungis að brottför „Það er stutt í að það brjótist út alvöru átök þarna. En núna er einfaldlega bara verið að vinna í brottför hennar. Útlendingastofnun segist ekki þvinga fólk til að skrifa undir slíkt en valmöguleikarnir er einfaldlega annaðhvort að skrifa undir eða þá að fara í lögreglufylgd. Það er ekkert val. Þau gefa þér ekki möguleikann á að fá vegabréfið til baka þannig að hún geti yfirgefið landið á eigin forsendum, heldur vilja þau að hún skrifi undir og samþykki þannig að fyrirgera öllum tækifærum til að leita réttar þíns.“ Hann segir að það hafi verið líkt og ætlunin hafi verið að plata þau, leiða þau í gildru. „Við upplifum það þannig, að okkur hafi verið veittar misvísandi upplýsingar, líkt og að þau gætu í raun losað sig þarna við einn í viðbót með því að leiðrétta ekki misskilning,“ segir Matthías. Ljóst sé að Útlendingastofnun sé bundin upplýsingaskyldu sem opinber stofnun. „Það á ekki að leyfa fólki að skjóta sig í fótinn. Þau neita hinsvegar að viðurkenna að þau hafi gert eitthvað rangt og við upplifum bara eins og við séum eitthvað númer á pappír.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Venesúela Tengdar fréttir Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. 30. september 2023 19:20 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. 30. september 2023 19:20
Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?