Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 08:32 Það gekk mikið á í leik Vals og Breiðabliks en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Hér liggja þeir báðir sem handléku boltann í lok leiks, þeir Hólmar og Valgeir. vísir/Diego Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.
Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira