Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2025 19:17 Rúnar Már í leik gegn Val fyrr í sumar. Vísir/Diego Rúnar Már Sigurjónsson og Amic Cosic missa af fallbaráttuslag ÍA og KR í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Alls voru sjö leikmenn úr Bestu deildinni úrskurðaðir í bann þegar Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands kom saman í ag. ÍA tekur á móti KR í sannkölluðum sex stiga fallbaráttu slag á Akranesi þann 28. september næstkomandi. Rúnar Már hefur verið í lykilhlutverki hjá Skagamönnum sem hafa fundið taktinn en nú þarf Lárus Orri Sigurðsson þjálfari loks að breyta byrjunarliði sínu. Á sama tíma hefur Cosic verið fastamaður í KR síðan hann kom frá Njarðvík í sumarglugganum. Aðrir leikmenn úr Bestu karla sem voru dæmdir í bann eru Georg Bjarnason (Afturelding), Grétar Snær Gunnarsson (FH) og Marcel Römer (KA). Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, verður ekki á hliðarlínunni þegar Fram mætir Val í næstu umferð eftir að fá rautt spjald í tapinu gegn Víking á dögunum. Í Bestu deild kvenna er Lily Farkas (Fram) á leið í bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Candela González (FHL) er þá á leið í tveggja leikja bann fyrir að rífa í hár Freyju Stefánsdóttur (Víkingur) um liðna helgi. „Hvað er hún að pæla!? Rífur Freyju bara niður á hárinu. Gjörsamlega galið og algjörlega óþarfi. Líklega ætlaði hún ekki að toga í hárið, maður trúir því allavega, að þetta hafi bara átt að vera peysutog. Afskaplega aulalegt engu að síður, alltaf hætta á hártogi og hún býður upp á þetta,“ sagði í lýsingu Vísis um atvikið. Aðra dóma má sjá á vef KSÍ en það var nóg að gera hjá aganefndinni að þessu sinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
ÍA tekur á móti KR í sannkölluðum sex stiga fallbaráttu slag á Akranesi þann 28. september næstkomandi. Rúnar Már hefur verið í lykilhlutverki hjá Skagamönnum sem hafa fundið taktinn en nú þarf Lárus Orri Sigurðsson þjálfari loks að breyta byrjunarliði sínu. Á sama tíma hefur Cosic verið fastamaður í KR síðan hann kom frá Njarðvík í sumarglugganum. Aðrir leikmenn úr Bestu karla sem voru dæmdir í bann eru Georg Bjarnason (Afturelding), Grétar Snær Gunnarsson (FH) og Marcel Römer (KA). Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, verður ekki á hliðarlínunni þegar Fram mætir Val í næstu umferð eftir að fá rautt spjald í tapinu gegn Víking á dögunum. Í Bestu deild kvenna er Lily Farkas (Fram) á leið í bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Candela González (FHL) er þá á leið í tveggja leikja bann fyrir að rífa í hár Freyju Stefánsdóttur (Víkingur) um liðna helgi. „Hvað er hún að pæla!? Rífur Freyju bara niður á hárinu. Gjörsamlega galið og algjörlega óþarfi. Líklega ætlaði hún ekki að toga í hárið, maður trúir því allavega, að þetta hafi bara átt að vera peysutog. Afskaplega aulalegt engu að síður, alltaf hætta á hártogi og hún býður upp á þetta,“ sagði í lýsingu Vísis um atvikið. Aðra dóma má sjá á vef KSÍ en það var nóg að gera hjá aganefndinni að þessu sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira