Enski boltinn

Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínus­stig í síðustu tveimur um­ferðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer Acox er stuðningsmaður Manchester City og er að sjálfsögðu með þrjá leikmenn frá liðinu í Fantasy.
Kristófer Acox er stuðningsmaður Manchester City og er að sjálfsögðu með þrjá leikmenn frá liðinu í Fantasy. vísir/getty/diego

Í nýjasta þætti Fantasýnar, hlaðvarps Sýnar um Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar, var farið yfir lið körfuboltamannsins Kristófers Acox. Hann teflir jafnan djaft í Fantasy.

Einn af föstu liðunum í Fantasýn er stjörnuliðið. Þar skoða þeir Sindri Kamban og Albert Þór Guðmundsson Fantasy-lið þekktra Íslendinga.

Í síðasta þætti var farið yfir Fantasy-lið Kristófers og nálgun hans sem er ansi djörf. Í liðinu sínu er körfuboltakappinn með þrjá leikmenn úr sínu liði í enska boltanum.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér.

„Hann henti í mínus átta í þessari leikviku og mínus tólf í síðustu leikviku. Það er maður sem vill spara Wildcard. Hann er City-maður og er með þrjá City-menn. Hann er með Rodri, [Tijjani] Reijnders og [Erling] Haaland. Hann er reyndar með [Danny] Welbeck frammi,“ sagði Albert.

„Er þetta ekki bara maður sem hefur verið að spila körfubolta á háu getustigi og veit að stundum þarf maður bara að taka djarfar ákvarðanir,“ sagði Sindri eftir að farið var yfir innkaup Kristófers í síðustu tveimur leikvikum.

Albert velti fyrir sér hvort Kristófer horfði á Fantasy eins og körfubolta.

„Vill hann ekki hafa frjálsar skiptingar? Hann vill ekki halda sig við þetta form í fótboltanum, að skiptingarnar eru takmarkaðar,“ sagði Albert.

Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings

Metsöluhöfundurinn Ragnar Jónasson var gestur Fantasýnar, hlaðvarps Sýnar um Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Þar greindi hann meðal annars frá því að hann væri fyrir ofan bankastjóra Arion banka í Fantasy-deild þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×