Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. september 2025 13:31 Berta Sigríðardóttir er orðin þreytt að ástandi tilhugalífsins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm/Facebook Berta Sigríðardóttir lýsir raunum sínum af því að vera 27 ára einhleyp kona í Reykjavík í pistli í Morgunblaðinu í dag. Hún segir tilhugalífið minna á lélegt bókunarkerfi og að miðbærinn breytist í útsölumarkað fyrir lokun. „Sem 27 ára einhleyp kona er ég orðin eins og sjaldgæf fuglategund á Íslandi – tegund í bráðri útrýmingarhættu. Ég er gæs sem gleymdi að fljúga suður og þarf að lifa veturinn af í myrkum kulda skammdegisins,“ skrifar Berta í pistlinum. „Ég sækist ekki endilega eftir sambandi, en fer oft út í tilhugalífið með opinn hug. Það sem ætti að vera staðalbúnaður í samskiptum – tilfinningagreind og heiðarleiki – virðist hins vegar vera lúxusvara sem fæst hvergi. Ég hélt einhvern veginn að fullorðið fólk gæti átt hreinskilin samskipti, en í raun eru flest orð bara uppfylling í biðtíma kynlífsins,“ skrifar hún. „Þetta er allt sama súpan“ Tilhugalífið minni á lélegt bókunarkerfi og tekur Berta dæmi: „Hæ, ertu laus í kvöld? Eða annað kvöld? Heima hjá mér? 22.00?“ „Hook-up“-menningin sé feðraveldið að afsaka sig með því að bóka sér tíma hjá hjásvæfunni undir forsendum ástarinnar. „Tinder, Smitten eða Noona? Þetta er allt sama súpan,“ skrifar hún. „Stefnumótaforrit spyrja: „Að hverju ertu að leita?“ Enginn svarar heiðarlega. Hvaða gagnkynhneigði maður er á Tinder að leita sér að vinkonu? Enginn,“ skrifar Berta. „Og þessir 35 ára gaurar sem skrifa „still figuring it out“ – elsku vinur, ef þú hefur ekki fundið út hvað þú vilt núna, þá ættirðu bara að gefast upp. Rangar forsendur eru rót óhreinskilninnar sem einkenna allt stefnumótalífið,“ skrifar hún um karlpeninginn. Útsölumarkaður, tímabundinn ávinningur og smáskömm Næst beinir Berta sjónum sínum að miðbænum. „Milli 3.30 og 4.30 breytist hann í útsölumarkað. Kaffibarnum er lokað, leigubílarnir flykkjast að, og allir eru að leita að æti. Þar er enginn að finna ástina – aðeins tímabundinn ávinning og smáskömm daginn eftir,“ skrifar hún um miðbæinn. „Og svo eru draugarnir. Ekki myndlíking – heldur alvörudraugar. Þeir sem dóu í Instagram-skilaboðum eftir fyrsta stefnumót, en birtast svo sprelllifandi við barinn á Röntgen með vodka RedBull, um miðja laugardagsnótt, eins og ekkert hafi í skorist. Tilhugalífið eins og veiðferð á fjöllum „Jæja, hvenær ætlarðu að fara á fast?“ spyrji fólk hana í hverju einasta boði og barnaafmæli. Uppástungurnar komi jafnt og þétt frá fólki sem hefur ekki verið einhleypt síðan á síðustu öld og talar eins og tilhugalífið sé veiðiferð á fjöllum: „Farðu varlega þegar kemur að því að skjóta tarf, þeir eiga það til að leggja á flótta um leið og hleypt er af.“ Amma hennar skilji ekki af hverju hún sé enn einhleyp, svona sæt og flott. Hún skilur það ekki sjálf. „En svona er þetta samt – ekki allir með sama smekkinn. Það virðist meira að segja vera ansi þröngur markaður fyrir „sæta og flotta stelpu“ með húmor sem veit hvað hún vill,“ skrifar hún og bætir við að lokum: „Nei, veistu, elsku lesandi – ekki reyna við mig nema þú vitir hvað því fylgir.“ Hægt er að lesa pistil Bertu í Morgunblaðinu í dag, ef maður er áskrifandi. Reykjavík Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
„Sem 27 ára einhleyp kona er ég orðin eins og sjaldgæf fuglategund á Íslandi – tegund í bráðri útrýmingarhættu. Ég er gæs sem gleymdi að fljúga suður og þarf að lifa veturinn af í myrkum kulda skammdegisins,“ skrifar Berta í pistlinum. „Ég sækist ekki endilega eftir sambandi, en fer oft út í tilhugalífið með opinn hug. Það sem ætti að vera staðalbúnaður í samskiptum – tilfinningagreind og heiðarleiki – virðist hins vegar vera lúxusvara sem fæst hvergi. Ég hélt einhvern veginn að fullorðið fólk gæti átt hreinskilin samskipti, en í raun eru flest orð bara uppfylling í biðtíma kynlífsins,“ skrifar hún. „Þetta er allt sama súpan“ Tilhugalífið minni á lélegt bókunarkerfi og tekur Berta dæmi: „Hæ, ertu laus í kvöld? Eða annað kvöld? Heima hjá mér? 22.00?“ „Hook-up“-menningin sé feðraveldið að afsaka sig með því að bóka sér tíma hjá hjásvæfunni undir forsendum ástarinnar. „Tinder, Smitten eða Noona? Þetta er allt sama súpan,“ skrifar hún. „Stefnumótaforrit spyrja: „Að hverju ertu að leita?“ Enginn svarar heiðarlega. Hvaða gagnkynhneigði maður er á Tinder að leita sér að vinkonu? Enginn,“ skrifar Berta. „Og þessir 35 ára gaurar sem skrifa „still figuring it out“ – elsku vinur, ef þú hefur ekki fundið út hvað þú vilt núna, þá ættirðu bara að gefast upp. Rangar forsendur eru rót óhreinskilninnar sem einkenna allt stefnumótalífið,“ skrifar hún um karlpeninginn. Útsölumarkaður, tímabundinn ávinningur og smáskömm Næst beinir Berta sjónum sínum að miðbænum. „Milli 3.30 og 4.30 breytist hann í útsölumarkað. Kaffibarnum er lokað, leigubílarnir flykkjast að, og allir eru að leita að æti. Þar er enginn að finna ástina – aðeins tímabundinn ávinning og smáskömm daginn eftir,“ skrifar hún um miðbæinn. „Og svo eru draugarnir. Ekki myndlíking – heldur alvörudraugar. Þeir sem dóu í Instagram-skilaboðum eftir fyrsta stefnumót, en birtast svo sprelllifandi við barinn á Röntgen með vodka RedBull, um miðja laugardagsnótt, eins og ekkert hafi í skorist. Tilhugalífið eins og veiðferð á fjöllum „Jæja, hvenær ætlarðu að fara á fast?“ spyrji fólk hana í hverju einasta boði og barnaafmæli. Uppástungurnar komi jafnt og þétt frá fólki sem hefur ekki verið einhleypt síðan á síðustu öld og talar eins og tilhugalífið sé veiðiferð á fjöllum: „Farðu varlega þegar kemur að því að skjóta tarf, þeir eiga það til að leggja á flótta um leið og hleypt er af.“ Amma hennar skilji ekki af hverju hún sé enn einhleyp, svona sæt og flott. Hún skilur það ekki sjálf. „En svona er þetta samt – ekki allir með sama smekkinn. Það virðist meira að segja vera ansi þröngur markaður fyrir „sæta og flotta stelpu“ með húmor sem veit hvað hún vill,“ skrifar hún og bætir við að lokum: „Nei, veistu, elsku lesandi – ekki reyna við mig nema þú vitir hvað því fylgir.“ Hægt er að lesa pistil Bertu í Morgunblaðinu í dag, ef maður er áskrifandi.
Reykjavík Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira