Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar 25. september 2025 15:32 Í fréttum af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er það helst að frétta að ríkisstjórnin sem er skipuð pjattkrötum úr þrem flokkum stendur í tiltekt. Tiltekt pjattkratanna felst í nokkrum atriðum sem skilgreina flokkana þrjá. Samfylkingin hefur það að leiðarljósi að taka til í veskjum landsmanna. Að sögn forsætisráðherra er alls ekki um skattahækkanir að ræða heldur léðréttingar og aðlaganir. Þannig hefur samsköttun hjóna og sambúðarfólks verið aflögð. Niðurfelling samsköttunarinnar mun bitna á u.þ.b. 6% þjóðarinnar og hefur það einkum áhrif á ungar fjölskyldur þar sem annar sambúðaraðili hefur meiri tekjur en hinn. Tekjumunurinn getur skýrst af því að annar sambúðaraðlili vinnur lengri vinnudag en hinn. Það helgast m.a. af barneignum og því að annar aðilinn sæki sér aukna menntun. Niðurfelling samsköttunar hefur einnig áhrif á þau sem njóta lífeyrisgreiðslna en þekkt er að konur hafa í mörgum tilvikum minni lífeyrisréttindi en makar þeirra. Minna má einnig á stórhækkun á kostnaði heimila við rekstur fjölskyldubílsins og gamaldags hækkun ,,ýmissa gjalda” þar sem ríkisstjórnin leggur grunn að verðbólgu næsta árs með því að hækka fyrrgreind gjöld um tæp 4% sem er all fjarri verðbólgumarkmiði seðlabankans. Öll þessi skattheimta fellur þó í skuggann af hækkun veiðigjalda sem þegar hefur valdið tjóni og uppsögnum. Hækkun veiðigjalda mun ekki til lengri tíma litið skila auknum tekjum í ríkissjóð. Verri rekstrarafkoma fyrirtækja vegna hækkunar veiðigjaldanna mun koma í veg fyrir það. Tilganngurinn með framlagningu frumvarpsins hefur þó komið fram í stundaraukningu í fylgi samfylkingarinnar. Í tiltektinni miðri týndi forsætisráðherra hins vegar sleggjunni og hefur lítið til hennar spurst síðan. Verðbólga og vextir munu áfram vera í hæstu hæðum almenningi til tjóns. Pjattkratinn í fjármálaráðuneytinu sá helst möguleika á tiltekt í eignasafni ríkisins. Hann brá því á það ráð að selja eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Svo vel fannst ráðherranum ganga að selja helming hlutarins að hann rauk í að selja hinn helminginn án aðkomu þingsins því ,,svo vel gekk” að selja! Það lá að því bankahluturinn var seldur með ellefu milljarða afslætti (þar fór meintur ábati af veiðigjöldum og meira til) ásamt því að söluaðilum voru greiddir tveir milljarðar fyrir viðvikið. Þetta er hægt að kalla alvöru tiltekt. Rétt er að benda á afbragðsgrein fyrrum ríkisendurskoðanda um söluna á Íslandsbanka þar sem fram kemur að ellefu milljarða tap ríkissjóðs á sölunni skuli gjaldfært í ríkisreikningi. Einna mesta athygli hefur þó vakið tiltekt flokks fólksins. Formaður þess flokks hefur beitt sér fyrir stórri tiltekt sem felst í því að sópa saman flestum kosningaloforðum flokksins upp í fægisskóflu og henda í ruslið. Gildir þá einu hvort um er að ræða loforð um leiðréttingu á tekjum öryrkja og ellilífeyrisþega en ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir hefur gripið á það þjóðráð að láta lífeyrissjóði erfiðismanna bera hluta kostnaðar við að bæta kjör öryrkja. Einnig má minnast á hringsnúning formanns flokks fólksins og fleiri ráðherra í afstöðunni til bókunar 35.Frásögn formanns flokksins um þá hugljómun minnir á texta sálmsins “Amazing grace” en þar kemur fram að blindir fái sýn. Yfirlýsing formanns flokks fólksins um að flokknum hafi verið ómögulegt að standa við stóru orðin því flokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta í síðustu kosningum er einnig nýjung. Ekki voru loforðin skilyrt að þessu leiti í kosningabaráttunni í fyrrahaust. ,,Tiltekt” pjattkratanna færir okkur heim sanninn um að þeir eru ekki í neinum tengslum við stöðu almennings. Þannig kom fram í máli eins þingmanns viðreisnar nýlega að hún hyggðist taka til í heimilsbókhaldinu með færri utanlandsferðum og með því að fara sjaldnar út að borða. Nokkuð langt frá veruleika þeirra fjölmörgu sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Að þessu sögðu er von mín sú að frekari tiltekt verði frestað. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í fréttum af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er það helst að frétta að ríkisstjórnin sem er skipuð pjattkrötum úr þrem flokkum stendur í tiltekt. Tiltekt pjattkratanna felst í nokkrum atriðum sem skilgreina flokkana þrjá. Samfylkingin hefur það að leiðarljósi að taka til í veskjum landsmanna. Að sögn forsætisráðherra er alls ekki um skattahækkanir að ræða heldur léðréttingar og aðlaganir. Þannig hefur samsköttun hjóna og sambúðarfólks verið aflögð. Niðurfelling samsköttunarinnar mun bitna á u.þ.b. 6% þjóðarinnar og hefur það einkum áhrif á ungar fjölskyldur þar sem annar sambúðaraðili hefur meiri tekjur en hinn. Tekjumunurinn getur skýrst af því að annar sambúðaraðlili vinnur lengri vinnudag en hinn. Það helgast m.a. af barneignum og því að annar aðilinn sæki sér aukna menntun. Niðurfelling samsköttunar hefur einnig áhrif á þau sem njóta lífeyrisgreiðslna en þekkt er að konur hafa í mörgum tilvikum minni lífeyrisréttindi en makar þeirra. Minna má einnig á stórhækkun á kostnaði heimila við rekstur fjölskyldubílsins og gamaldags hækkun ,,ýmissa gjalda” þar sem ríkisstjórnin leggur grunn að verðbólgu næsta árs með því að hækka fyrrgreind gjöld um tæp 4% sem er all fjarri verðbólgumarkmiði seðlabankans. Öll þessi skattheimta fellur þó í skuggann af hækkun veiðigjalda sem þegar hefur valdið tjóni og uppsögnum. Hækkun veiðigjalda mun ekki til lengri tíma litið skila auknum tekjum í ríkissjóð. Verri rekstrarafkoma fyrirtækja vegna hækkunar veiðigjaldanna mun koma í veg fyrir það. Tilganngurinn með framlagningu frumvarpsins hefur þó komið fram í stundaraukningu í fylgi samfylkingarinnar. Í tiltektinni miðri týndi forsætisráðherra hins vegar sleggjunni og hefur lítið til hennar spurst síðan. Verðbólga og vextir munu áfram vera í hæstu hæðum almenningi til tjóns. Pjattkratinn í fjármálaráðuneytinu sá helst möguleika á tiltekt í eignasafni ríkisins. Hann brá því á það ráð að selja eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Svo vel fannst ráðherranum ganga að selja helming hlutarins að hann rauk í að selja hinn helminginn án aðkomu þingsins því ,,svo vel gekk” að selja! Það lá að því bankahluturinn var seldur með ellefu milljarða afslætti (þar fór meintur ábati af veiðigjöldum og meira til) ásamt því að söluaðilum voru greiddir tveir milljarðar fyrir viðvikið. Þetta er hægt að kalla alvöru tiltekt. Rétt er að benda á afbragðsgrein fyrrum ríkisendurskoðanda um söluna á Íslandsbanka þar sem fram kemur að ellefu milljarða tap ríkissjóðs á sölunni skuli gjaldfært í ríkisreikningi. Einna mesta athygli hefur þó vakið tiltekt flokks fólksins. Formaður þess flokks hefur beitt sér fyrir stórri tiltekt sem felst í því að sópa saman flestum kosningaloforðum flokksins upp í fægisskóflu og henda í ruslið. Gildir þá einu hvort um er að ræða loforð um leiðréttingu á tekjum öryrkja og ellilífeyrisþega en ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir hefur gripið á það þjóðráð að láta lífeyrissjóði erfiðismanna bera hluta kostnaðar við að bæta kjör öryrkja. Einnig má minnast á hringsnúning formanns flokks fólksins og fleiri ráðherra í afstöðunni til bókunar 35.Frásögn formanns flokksins um þá hugljómun minnir á texta sálmsins “Amazing grace” en þar kemur fram að blindir fái sýn. Yfirlýsing formanns flokks fólksins um að flokknum hafi verið ómögulegt að standa við stóru orðin því flokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta í síðustu kosningum er einnig nýjung. Ekki voru loforðin skilyrt að þessu leiti í kosningabaráttunni í fyrrahaust. ,,Tiltekt” pjattkratanna færir okkur heim sanninn um að þeir eru ekki í neinum tengslum við stöðu almennings. Þannig kom fram í máli eins þingmanns viðreisnar nýlega að hún hyggðist taka til í heimilsbókhaldinu með færri utanlandsferðum og með því að fara sjaldnar út að borða. Nokkuð langt frá veruleika þeirra fjölmörgu sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Að þessu sögðu er von mín sú að frekari tiltekt verði frestað. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar